Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 78
17. mars 2012 LAUGARDAGUR42 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar NÝJUNG á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram- leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING LAUGARDAG KL. 11:00-15:00 U pphaflega ætlaði ég bara að vera á Akur- eyri í eitt ár. En svo hef ég ílengst hér og kann afar vel við mig,“ segir Alberto Porro Carmona sem flutti til Akur- eyrar fyrir þremur árum. Alberto er spænskur en hafði reyndar búið víða áður en hann kom til Íslands. „Ég sæki innblástur í nýja staði og nýtt landslag og finnst mjög gott að breyta til. Ég lauk ungur háskóla- námi í sögu, tónvísindum og tón- listarstjórn og var farinn að kenna í Háskólanum í Salamanca 21 árs gamall. Þá bauðst mér að stjórna hljómsveit Háskólans í Havana á Kúbu og ég sló til. Þó að mömmu fyndist að ég ætti að vera áfram heima í þessari góðu stöðu,“ segir Alberto og hlær. Eftir Kúbu tók við dvöl í Arg- entínu, Kanada og Skotlandi en þaðan flutti Alberto til Akureyr- ar. Þar starfar hann við Tónlistar- skóla Akureyrar, kennir á saxófón og stjórnar hljómsveit skólans. Þar fyrir utan kennir hann spænsku í Háskólanum á Akureyri en sú kennsla hefur, eins og annað sem hann tekur sér fyrir hendur, aukist að umfangi. „Það er ekki það að ég sé svo upp- tekinn af því að hafa mikið að gera, mér þykir bara svo gaman að því sem ég geri að mér finnst frábært að sökkva mér niður í verkefnin,“ segir Alberto og bætir við að hann sé allt- af að læra eitthvað nýtt sjálfur. Skemmtilegra að kenna börnum „Hér á Akureyri hef ég til dæmis gert mér grein fyrir því að mér þykir miklu skemmtilegra að kenna börnum en fullorðnum. Og lykilat- riði í þeirri kennslu er að skemmta sér vel. Mér er sama þó að þau spili ranga nótu, aðalatriðið er að það sé gaman í tímunum.“ Alberto hefur smám saman þróað kennsluaðferð í tónlist sem hann segir virka afar vel. Hún felst í því að styðjast við fleiri listgreinar en tónlist í kennslutímum. „Ég læt börnin til dæmis skrifa nýjan enda á þekkt ævintýri eins og Búkollu, og svo í framhaldinu að breyta enda á lagi sem ég samdi um Búkollu. Þeim finnst það miklu auðveldara eftir að hafa prófað að breyta ævintýrinu.“ Alberto lætur nemendur sína líka skoða málverk og velta fyrir sér tilfinningum sem liggja að baki sköpunarverkum listamanna. „Það skiptir svo miklu máli að hafa til- finningar með í tónlistarnáminu, það hjálpar börnunum mjög mikið í því að læra á hljóðfæri.“ Seldar á kostnaðarverði Alberto hefur nú tekið sig til og sett kennsluaðferðir sínar á blað. Kennslubók fyrir saxófón kemur út í vikunni og svo stefnir hann á að gefa út kennslubækur fyrir öll helstu hljóðfærin. Í bókunum eru lög, ævintýri, teiknimyndasögur og margt fleira sem tengist kennsluað- ferðum Albertos. „Þessar bækur verða seldar á kostnaðarverði, ég gef alla vinnu mína og þessi útgáfa væri ekki möguleg ef ég hefði ekki fengið margvíslega styrki. En þetta er draumaverkefni sem ég vonast til að verði gefið út um heim allan,“ segir hann að lokum. Gleðin er lykilatriðið Alberto Porro Carmona fæst við kennslu og tónlistarstjórn á Akureyri. Nýjasta hugðarefni hans er er hins vegar útgáfa óvenjulegra kennslubóka í tónlist. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti hann að máli. Í GÓÐRA NEMENDA HÓPI Alberto og nemendur hans í Tónlistarskólanum á Akureyri. MYND/HEIÐA .IS „Undirstaðan í hinu hefðbundna kennslukerfi ætti að vera sköpun og tjáning, það er meðvituð og áunnin sköpun hljóðfæraleikara,“ segir í inngangi nýrrar kennslu- bókar Albertos Porros Carmora sem gengur út á það að nota tilfinningar sem undirstöðu í hljóð- færaleik. Þegar henni er flett þá blasir við ýmiss konar efni sem ekki er vanalega í kennslubókum fyrir hljóðfæri. Til dæmis eru nótur lagsins My Funny Valentine sem vekur ekki furðu en hins vegar er óvanalegt að sjá spurningarnar sem eru á sömu blaðsíðu og nem- endur eiga að svara. Þar er spurt: Er lagið glaðlegt eða sorglegt? og: Hvað ímyndar þú þér þegar þú spilar lagið? Þetta er í samræmi við þá aðferð Albertos að nota tilfinn- ingar við tónlistarkennslu. En fleira skemmtilegt er í bókinni. Til dæmis er ein síða með myndasögu þar sem bent er á möguleikana sem misfullar appelsín- flöskur gefa til þess að kenna á blásturs- hljóðfæri. Í þeirri sögu má sjá þá Tikk og Takk sem birtast víða á síðum bókarinnar en þeir eru verk Haraldar Inga teiknara. Svo eru myndir af listaverkum og ýmiss konar fjölbreytileg verk- efni. Alberto kennir nemendum sínum líka slökun og öndun. „Þau mega alltaf stoppa tímann og biðja um 30 sekúndna slökun. Og eftir það þá gengur okkur alltaf betur,“ segir hann. Bækur Albertos verða fáanlegar í Eymundsson og Tónastöðinni. Þær verða einnig gefnar út fyrir ipad og aðrar spjaldtölvur. Bækurnar verða seldar á kostnað- arverði enda verkefnið hugsjónar- verkefni Albertos. APPELSÍN OG DJASS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.