Fréttablaðið - 28.04.2012, Qupperneq 8
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR8
Dagskrá
1. Skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóða
yfirferð Intellecta.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Gerð grein fyrir ársreikningi.
4. Tryggingafræðileg úttekt.
5. Samþykktir sjóðsins.
6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt.
7. Önnur mál.
Ársfundur 2012
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda
þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 16:30,
að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Reykjavík 23. 04. 2012
Ergo veitir frumkvöðlum
umhverfisstyrki
Lumar þú á hugmynd?
Ergo veitir tvo styrki að fjárhæð 500.000
krónur hvorn til að styrkja frumkvöðlaverkefni
á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig
vill Ergo leggja sitt af mörkum við þróun
framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og
verndunar náttúruauðlinda.
Sendu inn þína hugmynd
Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina á ergo.is.
Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt greinargerð fyrir því
til hvers nýta skal styrkinn. Umsóknarfrestur er til 11. maí en styrkjum
verður úthlutað þann 31. maí.
Kynntu þér málið nánar á ergo.is
sími 440 4400 > www.ergo.is
Umhverfi Efnahagur
Samfélag
1. Hversu margir milljarðar voru
greiddir til fólks í veikindafríi árið
2008?
2. Hvar hefur Agnes M. Sigurðar-
dóttir, næsti biskup, búið síðustu
18 ár?
3. Hvað heitir barnalagið sem
Norðmenn sungu gegn Breivik?
SVÖR:
1. 34 milljarðar - 2. Í Bolungarvík - 3.
Regnbogabörn
KÍNA, AP Kínverski andófs maðurinn
Chen Guangcheng hefur flúið úr
stofufangelsi og er sagður í felum
einhvers staðar í Peking. Embættis-
menn hófu strax ákafa leit að
honum og beindu athyglinni í fyrstu
að fjölskyldu hans.
Það var He Pirong sem náði í
Chen og ók honum á stað sem hún
segir „nokkuð öruggan“ án þess að
vilja láta meira uppi. He hefur verið
í fararbroddi baráttunnar fyrir því
að hann yrði látinn laus.
Hún segir það ekki rétt, sem
fullyrt var í dagblaði í Singapúr, að
Chen sé kominn í bandaríska sendi-
ráðið í Peking. Kínverska lög reglan
sé byrjuð að leita að honum og í
raun sé ekkert hægt að ábyrgjast
um öryggi hans.
Hún segir að Zhang Jian, bæjar-
stjóri í Dongshigu, þorpinu þar sem
Chen var í haldi, hafi orðið æfur
þegar hann komst að því að hann
væri flúinn. Hann hafi óðar farið
með lið manna að heimili bróður
Chens, klifrað þar yfir vegg og
byrjað að þjarma að fjölskyldunni.
„Þeir börðu alla úr fjölskyldunni
sem voru heima,“ segir He. Einn
frænda Chens, sem heitir Chen
Kegui, hafi þá tekið upp kjötsax
sér til varnar. „Hann sagðist hafa
höggvið til nokkurra manna með
kjötsaxinu og sært þá,“ hefur He
eftir frændanum.
Chen, sem er fertugur, hefur
verið í stofufangelsi á heimili sínu í
Dongshigu í hálft annað ár, eða frá
því hann var látinn laus úr fang-
elsi árið 2010. Hann hafði þá lokið
afplánun fjögurra ára dóms sem
hann hlaut fyrir að hafa valdið
bæði eignaspjöllum og truflunum
á umferð.
Chen er lögfræðingur sem árið
2005 vakti athygli á bágu ástandi
mannréttindamála í sveita héruðum
Kína, þar sem embættismenn fram-
fylgdu af mikilli hörku þeirri stefnu
að enginn megi eiga fleiri en eitt
barn.
Chen er blindur og fullvíst þykir
að honum hefði ekki tekist að flýja
nema með hjálp íbúa í þorpinu
Dongshigu. gudsteinn@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
Kínverskur andófsmaður flúði úr stofufangelsi:
Chen er talinn fara
huldu höfði í Peking
FLÚINN Chen Guangcheng er blindur og
fullvíst þykir að hann hafi notið aðstoðar
við að flýja úr stofufangelsinu.
STJÓRNSÝSLA Tekjur Landsnets á
árunum 2006 til 2010 voru 5 millj-
örðum hærri en sem nemur leyfi-
legum tekjumörkum fyrirtækisins
sem starfar eftir raforkulögum.
Landsnet ber því að endurgreiða
ofteknar tekjur en í lok árs 2020
skulu uppsafnaðar ofteknar tekjur
ekki nema meira en 10 prósentum
af uppfærðum tekjumörkum.
Varð þessi niðurstaða ljós þegar
uppgjöri Orkustofnunar á tekju-
mörkum Landsnets fyrir ára bilið
var skilað nýverið. Orku stofnun
skal samkvæmt raforkulögum
setja Landsneti svokölluð tekju-
mörk sem eru þær hámarkstekjur
sem fyrirtækinu er leyfilegt að inn-
heimta með gjaldskrá sinni. Er há-
markið ákvarðað út frá rekstrar-
kostnaði, arðsemi og afskriftum
fyrir tækisins.
Í nóvember í fyrra sendi Orku-
stofnun Landsneti uppgjörið en
Landsnet gerði athugasemdir við
aðferðafræði stofnunarinnar í
ákveðnum þætti uppgjörsins. Í kjöl-
farið voru gerðar á aðferðafræðinni
ákveðnar breytingar og liggur upp-
færð niðurstaða nú fyrir. - mþl
Tekjur Landsnets á árunum 2006 til 2010 mun hærri en leyfilegt var:
Landsnet endurgreiði 5 milljarða
Ofteknar tekjur Landsnets í milljónum króna
Ár Almennir notendur Stórnotendur Kerfisþjónusta Samtals
2006 601,1 -479,9 12,5 133,7
2007 334,8 -975,234 0,2 -640,2
2008 342,4 212,6 107,6 662,7
2009 256,5 2.332,9 69,7 2.659,1
2010 -50,5 2.312,2 -144,7 2.117,5
ALÞINGI Kostnaður ríkisins við
flutning ráðuneyta og stofnana,
meðal annars í tengslum við sam-
einingu ráðuneyta, nemur ríflega
243 milljónum króna á þessu kjör-
tímabili. Þetta kemur fram í svari
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra við fyrirspurn Vigdísar
Hauksdóttur, þingmanns Fram-
sóknarflokksins.
Fjögur ráðuneyti sameinuðust
í tvö og eitt ráðuneyti til viðbótar
hefur flutt. Þá hafa Fjársýsla ríkis-
ins og hluti Vinnumálastofnunar
flutt með tilheyrandi kostnaði. - bj
Kostar að sameina ráðuneyti:
Kostnaður um
243 milljónir