Fréttablaðið - 28.04.2012, Page 12

Fréttablaðið - 28.04.2012, Page 12
12 28. apríl 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Geir Haarde þurfti ekki að vera ósáttur við niður-stöðu Landsdóms. Satt best að segja gat hann verið mjög ánægður. En hann hafði ekki tilefni til að vera hæst- ánægður. Eðlilega er spurt hvort sækj- andinn eða verjandinn hafi haft erindi sem erfiði fyrir réttinum. Þegar af þeirri ástæðu, að ekki er gerð refsing fyrir eitt einasta ákæruatriði, er ekki unnt að svara spurningunni á annan veg en að sá naumi pólitíski meirihluti sem stóð að ákærunum hafi farið erindis- leysuna. Hér kemur þó fleira til skoð- unar: Áður var búið að vísa veigamiklum ákærum frá. Að mati dómsins sjálfs er sýknað af veigamestu ákærunum sem eftir stóðu en sakfellt án refs- ingar í þeirri gildisminnstu. Þegar málskostnaður er alfarið felldur á ákæruvaldið er jafnan litið svo á að í því felist skilaboð um að ekki hafi verið tilefni til ákæru. Niðurstaðan er skýr: Ákærurnar spruttu meir af pólitík en réttvísi. Þeir sem ábyrgð bera á því fá á baukinn. Kallað hefur verið eftir afsögn Steingríms Sigfússonar vegna forystu hans um málsókn. Honum er það ekki stjórnskipu- lega skylt. Það þarf hann aðeins að gera vilji hann vera vandur að virðingu sinni. Um pólitísk áhrif til lengri tíma er erfitt að spá. Flestir eru sam- mála um að það væri skaðlegt lýð- ræðinu að halda áfram á þessari braut. En hætt er við að eitrið sitji eftir ef aðeins fáir af pólitískum ákærendum í málinu sjá mistökin. Pólitískir ákærendur fá á baukinn Sakfellingin lýtur að forms-atriði. Þau eru að sönnu mikilvæg og alveg sér-staklega í stjórnarskrá. En því aðeins er unnt að sakfella fyrir slíkt formbrot að um stórkostlegt gáleysi hafi verið að ræða. Það er hins vegar lítið rökrænt samhengi í því að stórkostlegt gáleysi sé talið refsilaust. Sú ástæða að refsing sé ekki gerð vegna þess að forsætisráð- herra eigi sextíu og eitt ár að baki án brotaferils er léttvæg í stjórnskipulegu samhengi. Slíkur skortur á rökvísi getur því tæplega skýrst af öðru en málamiðlunar- kaupum til þess að mynda meiri- hluta. Sýknan í efnisliðum ákærunnar byggir réttilega á því að ekki hafi verið sannað að orsakasam- hengi hafi verið á milli ákæru- atriðanna og hruns krónunnar og bankanna. Hvernig er þá unnt að líta svo á að sannað sé að minnka hefði mátt tjónið með alveg óút- skýrðri pólitískri stefnubreytingu og vegna umræðna á ráðherra- fundi um hana og ótilgreindum athöfnum sem af henni hefðu leitt? Í dóminum segir að leiða megi rök að orsakasamhengi þarna á milli en þau rök eru þó ekki borin fram. Þetta er nær huglægu mati en lagarökum. Þessi atriði og fleiri veikja meirihlutaniðurstöðuna rökfræði- lega. Skortur á rökvísi Stjórnarskráin mælir fyrir um að nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd á ráðherra- fundum. Jafnan var litið svo á að þetta ákvæði tæki til þeirra mála einna þar sem vald ríkis stjórnar er takmarkað vegna formlegs atbeina þjóðhöfðingja eða æðsta valds Alþingis. Orðalagið er tekið úr konungs- bréfi frá 1919 um þau mál sem leggja átti fyrir ríkisráð og sett í stjórnarskrárfrumvarp síðar það ár. Jafnframt er þar með sama orðalagi kveðið á um hvaða mál eigi að ræða á ráðherrafundum. Erfitt er að skýra þetta með öðrum hætti en þeim að einungis sé skylt að ræða á ráðherrafundum þau mál sem leggja þarf fyrir ríkis- ráð. Ólafur Jóhannesson kemst að þeirri niðurstöðu í riti sínu um stjórnskipun Íslands. Hitt er annað að pólitískar ástæður ráða því að miklu fleiri mál eru rædd á ráðherrafundum en stjórnskipulega er skylt. Þær forsendur falla utan valdsviðs dómstóla. Að þessu virtu er nær- lægt að líta svo á að Landsdómur hafi gert meir en að túlka þetta ákvæði. Í reynd hafi hann búið til nýja stjórnskipunarreglu sem engum gat verið fullljós 2008. Forsendan fyrir sakfellingu er sú skoðun dómsins að breyta hafi átt stjórnarstefnunni eins og hún var orðuð í stjórnarsátt- mála og ræða í ríkisstjórn nýjar ákvarðanir á þeim grunni. Vafa- samt er að það sé innan valdmarka dómstóla að skylda ríkisstjórn til að breyta stjórnarsáttmála og aðhafast eitthvað í framhaldi af því. Erfitt er að sjá að það sam- ræmist lýðræðishugmyndum um þrígreiningu ríkisvaldsins. Almennt á ekki að deila við dómarann. Eðli þessara álitamála kallar hins vegar á fræðilega skoð- un. Í rökstuðningi minnihlutans er vísað í mannréttindasáttmálann. Líta má á það sem áskorun um að fara með málið fyrir Mannrétt- indadómstólinn. Frá lögfræðilegu sjónarhorni væri það áhugavert. Hitt er spurning hvort þessi refsi- lausa sakfelling er ekki pólitískt of léttvæg til að hafa svo mikið við. Innan eða utan valdmarka? K jör Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups Íslands markar tímamót í sögu íslenzku kirkjunnar. Í næstum því þúsund ár, allt frá árinu 1056, hafa ein- tómir karlar setið biskupsstólana á Hólum, í Skálholti og Reykjavík. Innan við fjörutíu ár eru síðan fyrsta konan tók prestsvígslu, sem þá var umdeild ráðstöfun. Nú eru konur um þriðjungur presta, en enn þá hallar á þær í stjórnunar- og áhrifastöðum í kirkjunni. Reynslan sýnir hins vegar að kona í toppstöðu dregur oftast fleiri með sér. Kjör Agnesar er því heilmikill áfangi í jafnréttismálum. Það er einnig táknrænt að nú sé kona kjörin biskup eftir erfitt tímabil í sögu kirkjunnar, þar sem hún hefur þurft að vinna úr mistökum sem voru gerð við meðferð ásakana um kynferðisbrot gegn konum innan kirkjunnar. Hvort sem það var meðvitað eða ekki hjá kjör mönnum, á þessi niðurstaða biskupskjörs sinn þátt í að setja punkt aftan við þennan dapurlega kafla í kirkjusögu Íslands. Neikvæð umræða um kynferðisbrot og afstöðuna til hjónabands samkynhneigðra hefur dregið úr trausti á kirkjunni undanfarin ár og þjóðkirkjufólki hefur fækkað. Margir af þeim sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni hafa alls ekki sagt skilið við kristindóminn, eins og sjá má af því hversu mjög hefur fjölgað í fríkirkjusöfnuðum á sama tíma. Þeir hafa fyrst og fremst verið óánægðir með þjóðkirkjuna. Um leið hefur samkeppni lífsskoðana þó harðnað, sem er eðlilegur fylgifiskur fjölmenningarlegs nútímaþjóðfélags. Stjórnvöld hafa líka þrengt að kirkjunni; ríkisvaldið heldur eftir hluta þess félagsgjalds sem það innheimtir fyrir hana og önnur trúfélög, þannig að mjög hefur harðnað á dalnum fjárhags- lega. Í höfuðborginni hafa borgaryfirvöld sett samstarfi kirkju og skóla þrengri skorður. Agnes Sigurðardóttir kýs ekki að nálgast þessar áskoranir með því að stilla stærsta trúfélagi landsins upp í hlutverk fórnar- lambsins, eins og því miður hefur viljað brenna við innan þjóð- kirkjunnar. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær segist hún til dæmis ekki óttast breyttar reglur um samskipti skóla og trúfélaga í höfuðborginni; óttann vilji hún hvorki láta stjórna kirkjunni né að kirkjan noti ótta til að stjórna. Hún segist ekki vilja stinga hausnum í sandinn heldur horfast í augu við fjárhagsvanda kirkjunnar og taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf. Hún segist ekki hafa áhyggjur af vaxandi trúleysi Íslendinga, heldur vilji hún bjóða upp á fleiri leiðir fyrir fólk til að finna Guð. Hún leggur áherzlu á að kirkjan sé skemmtileg og að það sé gaman að þjóna henni. Hún barmar sér ekki yfir fækkun í þjóðkirkjunni, heldur segist leggja áherzlu á samtalið og að kirkjan hlusti: „Af hverju var þetta fólk að segja sig úr kirkjunni? Með hvað var það óánægt?“ Síðast en ekki sízt leggur verðandi biskup áherzlu á að kirkjan sýni að hún sé traustsins verð og komi betur á framfæri því starfi sem hún sinnir. Flest bendir til að nýr biskup muni nálgast verkefni sitt af kjarki, gleði og heilbrigðri skynsemi. Það er gott veganesti. Nýr biskup kemur til starfa með jákvæðu viðhorfi: Kjarkur og gleði Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræði- nefndin efna til hádegisfyrirlestra um vatn. Fyrirlestrarnir verða í Norræna húsinu, miðvikudaginn 2. maí kl. 12:10 – 13:00. Þar mun Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, fjalla um Vatnsauðlindir Íslands og Bjarni Gíslason, upplýsinga- fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, flytur erindi undir yfirskriftinni Afríka – nóg vatn en samt ekki. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Má bjóða þér vatn?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.