Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 28.04.2012, Qupperneq 18
18 28. apríl 2012 LAUGARDAGUR Okkur er öllum umhugað um umferðaröryggi á vegum landsins og hafa átt sér stað miklar framfarir á síðast liðnum árum hvað snertir merkingar, vegrið og einbreiðum brúm hefur fækkað svo dæmi séu tekin. Þá hefur áróður Umferðarstofu gegn hraðakstri og áfengis eða vímu- efnanotkun í akstri, notkun bíl- belta og aukið eftirlit lögreglu sem hluti af markvissri umferðar- öryggisáætlun skilað árangri. Hluti af umferðaröryggi á þjóðvegum landsins er auð vitað einnig sá mannafli og tækja- búnaður sem notaður er til að sinna slysum sem óneitanlega geta átt sér stað hvar og hvenær sem er. Það er þessi liður sem ég ætla að fjalla um sérstaklega hér í þessari grein. Hafandi starfað sem læknir víða um land og meðal annars um nokkurt skeið á slysa- og bráða- deildum Landspítala, tekið þátt í neyðarbílsakstri á höfuðborgar- svæðinu og bráðaútköllum í mörgum landshlutum þá hef ég komið að nokkrum fjölda slysa og þurft að sinna slösuðum jafnt úti á víðavangi sem innan veggja spítalans. Það er ljóst að oftsinnis hefur gengið mikið á og hefur reynt á þekkingu, samvinnu og ekki síst tækjabúnað þann sem notaður er við slíkar aðstæður. Eitt af því sem viðbragðs aðilar treysta á í alvarlegum slysum er að hafa fullnægjandi búnað til að geta bjargað mannslífi þegar mikið liggur við. Þar má telja fram ýmislegt en þó vil ég sérstaklega gera að umtalsefni klippur sem tækjabílar slökkvi- liða hafa til að geta opnað bílflök og greitt fyrir aðgangi og björgun þeirra sem sitja fastir, klemmdir og jafnvel dauðvona. Þarna skiptir tíminn miklu máli og er almennt viðurkennt að í hverju slökkviliði þurfi slíkt tæki sem klippurnar eru. Nú bregður svo við að í Húna- vatnssýslum, nánar tiltekið hjá slökkviliðinu á Blönduósi er ekki til staðar fullnægjandi búnaður sem stendur, hann hefur verið í láni frá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins en hefur verið skilað og ekki liggur fyrir fjárveiting frá sveitarfélagi til kaupa eða leigu á slíkum búnaði. Verðmæti búnaðar sem þessa liggur á bilinu 5-7 milljónir að mér er sagt og verður að teljast hlægilega lág upphæð þegar horft er til nauðsynjar þessa tækis við björgun mannslífa. Öryggi veg- farenda er ógnað með því að hafa vanbúinn mannskap til að bregðast við slysum á umtalsvert löngum kafla af þjóðvegi númer eitt sem liggur eins og flestir vita í gegnum Blönduós. Það er umtalsvert svæði sem slökkvilið og viðbragsaðilar þurfa að geta brugðist við á, þar á meðal tæplega 70 kílómetra kafli af þjóðveginum, svo ekki sé minnst á aðra vegi og vegslóða á þessum slóðum. Þessari grein fylgir kort af umfangi þessa svæðis. Samkvæmt Vegagerðinni fara um 1.400 bílar um þjóðveg 1 þarna á hverjum sólarhring, fjöldi slysa á þessu svæði árið 2010 og 2011 nemur nokkrum tugum og hefur þurft að beita klippum margsinnis undanfarin ár til þess að bjarga lífi. Þetta gengur ekki og er alger- lega óásættanlegt fyrir íbúa á svæðinu ekki síður en veg- farendur almennt sem aka þarna um á hverjum degi. Eins og við þekkjum gera slysin ekki boð á undan sér! Ég vil því hvetja þá sem bera ábyrgð á þessu máli að hysja upp um sig og gera okkur viðbrags- aðilunum kleift að sinna starfi okkar af fagmennsku, þetta skiptir máli! Öryggi á þjóð- vegi númer 1 Öryggismál Teitur Guðmundsson læknir Ég sat í bíói í gær og horfði á heimildarmynd frá Banda- ríkjunum um einelti og afleiðingar þess. Myndin er beinskeytt, áhrifa- rík og segir sögur af foreldrum og börnum þeirra sem hafa lent í ein- elti með hræðilegum afleiðingum. Afleiðingarnar geta varað allt fram á fullorðinsaldur og í sumum til- vikum sviptu fórnarlömb eineltisins sig lífi. Eitthvað sem hefði hugsan- lega verið hægt að koma í veg fyrir. Allir geta orðið fyrir einelti á lífsleiðinni, það þarf því miður oft svo lítið til. Afleiðingarnar eru oft mikil höfnunartilfinning, lítið sjálfs- traust, léleg sjálfsmynd og mikil vanlíðan. Úrræðin eru oft og tíðum engin eða allt of lítil. Einelti er að gerast í dag í skólum barna okkar, á vinnustöðum, í íþróttahúsum og á fleiri stöðum og það virðist þrautin þyngri að koma í veg fyrir eineltið þrátt fyrir aukna umræðu, áætlanir, forvarnarplön og fleira. Eitt af því sem ég tel að sé hvað mikilvægast í þessari baráttu og þarf að vera langtímaplan er að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust allra einstaklinga. Það ætti að vera kennt markvisst í skólum frá 6 ára aldri – mannleg samskipti, sjálfs- traust, tjáning og jákvætt við- horf. Það er ekki bara mikilvægt að styrkja sjálfsmynd þolenda ein- eltis heldur þarf líka að huga að gerendum. Það er nauðsynlegt að styrkja sjálfsmynd allra barna því stundum þarf ekki nema eitt barn til að stöðva einelti eingöngu með því að þora að taka afstöðu. Hvað getum við gert sem foreldrar? Þetta byrjar allt heima. Sjáum til þess að börnin okkar séu með heilbrigða sjálfsmynd og gott sjálfstraust. Það gæti bjargað lífi. Getur barnið þitt bjargað lífi? Einelti Anna G. Steinsen forstöðumaður unglingasviðs Dale Carnegie ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar Opið kl.10-18 Toyota Land Cruiser 120 Árgerð 2008, dísil, sjálfskiptur, ekinn 82.000 km. ABS hemlar, aksturstölva, álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, geislaspilari, heilsársdekk, hiti í sætum, hraðastillir, kastarar, langbogar, loftkæling, pluss áklæði, rafdrifnar rúður, rafdrifnir speglar, þjófavörn. Verð áður: 6.490.000 Tilboðsverð: 5.990.000 kr. Gæða- bíll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.