Fréttablaðið - 28.04.2012, Side 49
LAUGARDAGUR 28. apríl 2012 3
S: 511 1144
Fjármálaeftirlitið
er lykilstofnun í íslensku
efnahagslífi og samfélagi.
Innan þess fer nú fram
mikið uppbyggingar- og
umbótastarf sem miðar
að því að styrkja eftirlit og
taka þannig þátt í að byggja
upp traust og trúverðugt
fjármálakerfi á Íslandi.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra FME.
Forstjóri FME er leiðtogi stofnunarinnar og talsmaður. Forstjóri er leiðandi í mótun trausts fjármálakerfis á Íslandi.
Meðal þess sem forstjóri ber ábyrgð á er:
Starf FME við eftirlit á fjármálamarkaði
Stjórnun og daglegur rekstur FME
Samskipti við eftirlitsskylda aðila
Samskipti við stjórnvöld og aðra sem eiga hagsmuni af virku fjármálaeftirliti
Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi eftirlitsaðila á fjármálamarkaði
Forstjóri FME þarf að hafa góða þekkingu á viðfangsefninu, hafa til að bera eldmóð, festu og áræðni til að standa vörð um skyldur
stofnunarinnar auk þess að hafa hæfileika til að hvetja starfsmenn til dáða og virkja þá í starfi. Horft er sérstaklega til eftirtalinna eiginleika:
Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking og starfsreynsla á fjármálamarkaði
Þekking og reynsla af stjórnunarstörfum
Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Heiðarleiki, staðfesta og lifandi áhugi á þróun fjármálamarkaða
Stjórn FME hefur mótað skýrt, faglegt og vandað ráðningarferli. Matsnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni og hæfi umsækjenda
og skila greinargerð til stjórnar FME, sem ræður í starfið. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér ferlið á vef Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.
Aðalsteinn Leifsson (al@ru.is), stjórnarformaður FME, veitir nánari upplýsingar um starfið. Kjararáð ákvarðar laun forstjóra FME.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins
– drífandi leiðtogi
Allir áhugasamir eru hvattir til að skila ítarlegri ferilskrá ásamt kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og fram kemur
rökstuðningur fyrir hæfni í starfið, á netfangið fme@capacent.is. Umsóknarfrestur er til loka dags 20. maí 2012.