Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2012, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 28.04.2012, Qupperneq 76
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2012 GOTT AÐ HAFA Í HUGA Þegar farið er í ferðalög þarf að huga að mörgu og því er gott að setja saman gátlista með atriðum sem þurfa að vera á hreinu áður en haldið er af stað. Hér á eftir eru nokkur dæmi um atriði sem þarf að huga að þegar ferðast er til útlanda. 1. Vegabréf Almennur af- greiðslutími vegabréfa er ein vika og vegabréfið er svo sent í pósti til umsækjanda. 2. Peningar Kaupa þarf gjald- eyri til að hafa meðferðis. Ef nota á kort í útlöndum þarf að athuga gildistíma þeirra og leggja pin-númer á minnið. 3. Farseðlar Munið eftir að taka með farseðla eða kvittun um farseðlakaup. 4. Ökuskírteini Íslensk öku- skírteini gilda milli landa Evrópusambandsins en vissara er að endurnýja eldri gerð ökuskírteina (útgefin fyrir 1997). 5. Ferðatryggingar Kannið hvaða tryggingar þið hafið og hvort þær uppfylli ykkar þarfir. 6. Bólusetningar Bólusetn- ingar og nánari upplýsingar um þær er hægt að fá m.a. á Göngudeild sóttvarna hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. FLAKA OG SLEPPA Mörgum finnst gaman að kynnast nýrri matarmenningu á ferðalögum. Í Japan má finna sushi-veitingastaði sem gefa orðinu „ferskt“ alveg nýja merk- ingu. Á stöðunum er fiskabúr og þú bendir einfaldlega á fiskinn sem þig langar að snæða. Kokk- urinn kippir honum því næst upp úr og flakar hann lifandi, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ef eitthvað stendur eftir af kjöti er fiskurinn síðan settur aftur ofan í. Ekki fyrir viðkvæma, svo mikið er víst. 8 Ferðalög eru sígilt viðfangsefni kvikmynda. Þær sýna okkur staði sem við höfum aldrei séð áður og nýjar hliðar á kunnugum slóðum. Margar eru tilnefndar en hér koma fimm fallegar og áhuga- hvetjandi. Under the Tuscan Sun (Ítalía) Ástarsaga með Diane Lane í hlutverki konu sem kaupir sér hrörlega villu í Toskana-héraði til að gleyma svikulum eiginmanni. Að sjálfsögðu lendir hún í eldheitu ástarævintýri með ítölskum fola innan um vínekrur og ólífuakra. Lost In Translation (Japan) Bill Murray og Scarlett Joh- ansson fá menningarsjokk í glysmikilli Tókýó í hlut- verkum kvikmyndastjörnu sem man fífil sinn fegri og vanræktrar eiginkonu. Eat Pray Love (Ítalía, Indland og Indónesía) Áferðarfögur sjálfshjálparmynd með Juliu Roberts í hlutverki konu sem ferðast í leit að sjálfri sér. Í myndinni er Ítalía girnilegri, Balí rómantískari og Indland exótískari en nokkru sinni. Amélie (Frakkland) París í sínu rómantískasta ljósi. Saga af mögnuðu ímyndunarafli Amélie sem ákveður að gera líf annarra hamingjuríkara á meðan hún horfir fram hjá eigin einsemd. The Beach (Taíland) Leonardo DiCaprio leikur ævintýragjarnan bakpokaferðalang sem heyrir af leynilegri paradísareyju. Myndin er að mestu tekin á Phi Phi Le-eyju í Suður-Taílandi og kveikir þrá til að ferðast um ókunn lönd. FIMM BÍÓMYNDIR SEM KVEIKJA FERÐABAKTERÍUNA NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 OR Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.