Fréttablaðið - 28.04.2012, Page 78

Fréttablaðið - 28.04.2012, Page 78
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR38 Ungir Íslendingar augnabliksins Frónsk ungmenni gera það mörg hver gott úti í hinum stóra heimi þessa dagana og á hinum ýmsu sviðum. Fréttablaðið skoðar nokkra einstaklinga sem hafa náð afburða árangri á sínu sviði, með æskuna að vopni. Gunnar Nelson var val-inn efnilegasti karate- maður Íslands sextán ára gamall. Æ síðan hefur hann byggt upp feril sinn af þolinmæði og þraut- seigju og hefur nú um nokkurt skeið af mörg- um verið talinn einn efnilegasti bardagamað- ur heims. Gunnar er með svarta beltið í bras- ilísku jiu jitsu, keppir meðal annars í blönduð- um bardagaíþróttum og hefur aðeins einu sinni gert jafntefli í slíkri við- ureign en unnið hinar níu. Honum er reglulega boðið til þátttöku á sterk- ustu glímumótum heims. Er mál manna að Gunnar gæti auðveldlega keppt á fleiri og stærri mótum, en hann þykir hógvær og rólegur og tekur ekki hvaða boði sem er. Gunnar Nelson Bardagakappi Aldur: 23 Síðustu mánuði hafa margir spurt sig að því hvað gekk á í kolli forráðamanna þýska liðsins Hoffenheim, sem lánaði Gylfa Sig- urðsson til Swansea í ensku úrvalsdeildinni í janúar síðastliðnum. Leikmaðurinn hefur hreinlega slegið í gegn, skorað sjö mörk í fimmtán leikjum í deildinni og bætti enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann var fyrstur Íslendinga valinn leikmaður mánað- arins í ensku Úrvalsdeildinni í mars. Í kjöl- farið hefur Gylfi verið orðaður við mörg af stærstu og vinsælustu félagsliðum heims, eins og Liverpool, Newcastle, Arsenal, Manchester United, Inter Milan, Juventus og fleiri. Markus Babbel, sem tók við sem þjálfari Hoffenheim eftir að Gylfi var lánað- ur til Englands, segir þó klárt að Gylfi hefji næstu leiktíð með þýska liðinu, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum þar. Gylfi Sigurðsson Knattspyrnumaður Aldur: 22 Akureyringurinn Halldór Helgason var einung- is átján ára gamall þegar hann sigraði í snjóbretta- keppni á stærsta íþrótta- móti heims þar sem keppt er í jaðaríþróttum, Win- ter X-Games, og var við sama tilefni valinn nýliði ársins á ráðstefnu tveggja stærstu snjóbrettablað- anna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið varð Halldór einn þekktasti snjóbrettamað- ur heims, býr í Mónakó og keppir reglulega á stærstu mótunum í geiranum. Hall- dór og Eiríkur bróðir hans, sem einnig er þekktur snjóbrettakappi, hafa líka náð góðum árangri í við- skiptahlið íþróttarinnar og hafa stofnað þrjú fyrir- tæki sem framleiða snjó- bretti og tengdar vörur. Þá er Halldór með samning við íþróttavörurisann Nike, sem hlotnast ekki hverjum sem er. Halldór Helgason Snjóbrettakappi Aldur: 21 Uppgangur Kolfinnu í tískuheiminum hefur verið ógnarhraður allt frá því hún bar sigur úr býtum í Fordkeppninni í Hafnarhús- inu í febrúar 2011. Fljótlega í kjölfarið skrifaði Kolfinna undir samning hjá Next, einni stærstu umboðsstofu Bretlands, flutti til London og þaðan til New York þar sem verkefnin hafa hrann- ast upp og virðist ekkert lát á eftirspurninni. Meðal stór- menna í tískuheiminum sem hafa notið starfskrafta Kol- finnu eru Karl Lagerfeld, Donatella Versace, Alex- ander Wang, Marc Jacobs, Jonathan Saunders og Chri- stopher Kane og hefur hún meðal annars verið mynd- uð fyrir ítölsku og þýsku útgáfur tímaritsins Vogue. Þá var Kolfinna valin best klædda fyrirsæta tískuvik- unnar í London í netkosningu vefsíðunnar Style.com. Kolfinna Kristófersdóttir Fyrirsæta Aldur: 19 Aðeins tveimur árum eftir að Of Monsters And Men hlaut fyrsta sætið í Músíktilraun-um hefur hljómsveitin náð hærra á bandaríska Billboard-vinsældalistanum en öðrum Íslendingum hefur áður tekist. Fyrsta stóra plata sveitarinnar, My Head Is an Animal, fór beint í sjötta sæti listans sem verður undir öllum kringumstæðum að teljast frábær árang- ur og greinilegt að ungmennin frá Keflavík og Garðabæ hafa hitt á streng í vestrænum brjóstum. Uppselt var á alla tuttugu tónleikana í Norður-Ameríkutúrnum, sem er nýlokið, en um þessar mundir kemur sveitin fram vítt og breitt um Evrópu áður en hún snýr aftur til Bandaríkjanna til að trylla jafnt amerískan æskulýð og þá sem eldri eru í sumar. Of Monsters And Men Hljómsveit Meðalaldur: 23 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MYND/EINAR MÁR EINARSSON NORDICPHOTOS/GETTY FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bílasalar Undirbúningsnámskeið vegna prófs til leyfis sölu notaðra bifreiða verður haldið í Reykjavík 2. –18. maí 2012 Umsóknarfrestur er til 1. maí. Nánari upplýsingar og skráning í síma 590 6400 eða fjola@idan.is IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 2 - 105 Reykjavík www.idan.is - s. 590-6400 Prófnefnd bifreiðasala
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.