Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 8

Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 8
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR Fréttaskýring: Stjórnarflokkarnir funda Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Samfylkingin heldur flokks- stjórnarfund um helgina og Vinstri græn flokks- ráðsfund. Undirbúningur kosninga verður í forgrunni og rætt verður um hvernig valið verður á lista. ESB- mál rædd, en ekki búist við samþykktum. Ekki er talið að Jóhanna Sigurðardótt- ir gefi neitt út um framtíð sína. Segja má að upptaktur kosninga- baráttunnar hefjist um helgina þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur sinn flokksráðs- fund og Samfylkingin flokks- stjórnarfund. Fyrir báðum fundun- um liggur að taka ákvarðanir um aðferðir við val á framboðslista. Ráðherrabreytingar Enn ein breytingin verður gerð á skipan stjórnarráðsins um næstu mánaðamót. Þá tekur til starfa nýtt atvinnu- vega- og nýsköp- unarráðuneyti, en Steingrím- ur J. Sigfússon mun leiða það. Efnahags- og viðskiptaráðu- neytið og iðn- aðarráðuneytið verða lögð niður og verkefni þeirra skiptast á önnur ráðuneyti. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra mun á fundinum til- kynna um hvort breytingar verða á ráðherraliði Samfylkingarinnar. Katrín Júlíusdóttir er væntanleg úr barnsburðarleyfi, en hún gegndi embætti iðnaðarráðherra. Óvíst er hvort Katrín tekur sæti í ríkisstjórn á ný. Undir eðlilegum kringumstæðum væri það ekki vafamál, ríkisstjórn sem kennir sig við kvenfrelsi getur ekki látið það spyrjast út um sig að kona sem fer í fæðingarorlof eigi ekki aftur- kvæmt í starf sitt. Staðan er þó flóknari en svo, en eins og áður segir verður iðn- aðarráðuneytið lagt niður. Oddný G. Harðardóttir kom inn í ríkis- stjórn við brotthvarf Katrínar og við ráðuneytishrókeringar varð hún fjármálaráðherra. Hún hefur unnið að fjárlögum, en þau verða lögð fram 15. september. Heimild- armenn Fréttablaðsins setja marg- ir hverjir spurningarmerki við það að skipta út fjármálaráðherra við þær aðstæður. Líklegast er að eitt af þrennu gerist; Katrín fari í fjármálaráðu- Enn óvissa um Jóhönnu RÍFANDI STEMNING Aðildarumsókn Íslands að ESB er ekki á dagskrá flokksráðs Vinstri grænna en verður engu að síður rædd. Ekki er búist við formlegum ályktunum um málið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÁGÚSTTILBOÐ 48 stk. í pakka Verð áður 2.560 kr. 1.429 KR. TILBOÐSVERÐ Vnr. 2000405 SALERNISPAPPÍR ENDURUNNINN PAPPÍR, TVEGGJA LAGA, 180 BLÖÐ Á RÚLLU Stórhöfða 42, Reykjavík Austursíðu 2, Akureyri 587 7788 papco.is Góð þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir lÍs en ku ALPARNIR s Úlpur 50% afsláttur Krakkaúlpur 50% afsláttur Útivistarjakkar 30% til 60% afsláttur og fleira og fleira... Ekki missa af þessu Takmarkað magn! Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Steingrímur J. Sigfússon hefur, eins og kollegi hans Jóhanna, sjálfdæmi um hvort hann situr áfram sem for- maður flokks síns, samkvæmt heim- ildarmönnum Fréttablaðsins. Ekki er búist við öðru en að svo verði, í það minnsta eru litlar vangaveltur um annað. Steingrímur og Jóhanna eru bæði reynslumikil. Steingrímur settist á þing árið 1983 en Jóhanna fimm árum fyrr, árið 1978. Formenn með reynslu STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON neytið og Oddný út úr ríkisstjórn, Oddný sitji áfram og Katrín taki stöðu sem óbreyttur þingmað- ur, eða að Guðbjartur Hannesson færi sig úr velferðarráðuneytinu og í fjármálin en Katrín taki hans stöðu. Guðbjartur var áður formað- ur fjárlaganefndar og þekkir þau mál vel. Jóhanna heldur spilunum þétt upp að sér, eins og áður þegar breytingar hafa orðið og ekki verð- ur ljóst fyrr en um helgina hvað verður ofan á. Uppstilling og ESB Af umræðu síðustu vikna er ljóst að ESB-umsókn Íslendinga verð- ur til umræðu á flokksráðsfundi Vinstri grænna. Málið er þó ekki á formlegri dagskrá, en ráðherrar og aðrir flokksmenn hafa kallað eftir umræðu um málið. Það hefur reyndar verið til umræðu á svo til öllum fundum Vinstri grænna frá því að ákveð- ið var að ganga til stjórnarsam- starfs við Samfylkinguna og sækja um aðild að ESB. Heimildarmenn blaðsins telja líklegt að umræðan verði svipuð nú og áður, einhverj- ir lýsi yfir óánægju sinni en engar samþykktir verði gerðar um málið, hvorki því til stuðnings né gegn. Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður flokksins, mun kynna drög að reglum um forval og uppstill- ingu. Fundurinn mun síðan sam- þykkja samræmdar reglur um nokkrar leiðir við að velja á fram- boðslista. Það er síðan kjördæmis- félaganna að velja hvaða leið verð- ur ofan á. Líklegt er talið að uppstilling verði ofan á í flestum kjördæmum. Enginn þingmanna flokksins hefur gefið út að hann ætli að hætta á þingi og talið er að Steingrímur ætli sér að gefa kost á sér áfram og þá sem formaður einnig. Þeir sem gagnrýnir hafa verið á stjórn- arsamstarfið, svo sem Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason, hafa ekkert gefið út um framtíð sína. Athygli vekur þó að Ögmund- ur skipaði nýverið Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem verkefnisstjóra við stefnumótun um mannréttinda- mál, en ekki verður annað séð en þar sé um fulla stöðu að ræða. Í höndum Jóhönnu Framtíð Jóhönnu Sigurðardóttur sem formanns Samfylkingarinn- ar hefur lengi verið til umræðu. Hópur innan flokksins hefur kall- að eftir endurnýjun forystunnar og Össur Skarphéðinsson sagði, í ára- mótaviðtali við Viðskiptablaðið, að slíkt væri nauðsynlegt. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að framtíðin sé algjör- lega í höndum Jóhönnu sjálfrar. Vilji hún vera áfram þá standi það henni til boða. Ólíklegt er talið að hún gefi út nokkra yfirlýsingu um málið um helgina. Fylgi flokksins hefur vaxið lítillega í skoðanakönnunum og hefur það létt nokkuð pressunni á formanninn. Prófkjör verða ekki fyrr en í fyrsta lagi í lok október og líklega ekki fyrr en í nóvember og heimildarmönnum ber saman um að Jóhanna þurfi að vera búin að tilkynna um ákvörðun sína þá. Samstaða um sérstöðu Málefnavinna er í gangi í báðum flokkunum og um hana verður rætt á fundunum. Kosningavetur er að hefjast og flokkanna bíður það erf- iða verkefni að sýna samstöðu en um leið sérstöðu hvors flokks. Þeir þurfa að koma þeim skila- boðum til kjósenda sinna að þeir hafi ekki gefið afslátt á helstu stefnumálum sínum. Um leið er þeim í mun að ríkisstjórnin verði sú fyrsta í sögu vinstri manna sem sitji út heilt kjörtímabil. Það má því búast við litlum upp- ákomum í vetur þar sem einstaka þingmenn og ráðherrar minni á sérstöðu síns flokks, en um leið upphefjist raddir þar sem sam- staðan er lofuð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.