Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 16
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti í gær þá ákvörðun sína að halda nafnvöxt- um bankans óbreyttum um sinn. Eftir ákvörðunina eru virkir stýri- vextir bankans sem fyrr 5,125%. Seðlabankinn kynnti einnig í gær uppfærða hagspá sem gerir ráð fyrir sterkara gengi krónunn- ar, og fyrir vikið betri verðbólgu- horfum, en síðasta spá bankans. Þá spáir bankinn ívið meiri hagvexti á næstu misserum en í síðustu spá. Í yfirlýsingu peningastefnu- nefndar segir að verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafi batnað á síðustu vikum þótt enn sé ekki reiknað með því að 2,5% verðbólgu- markmið Seðlabankans náist fyrr en að nokkrum árum liðnum. Bættar horfur skýrast aðal- lega af þeirri styrkingu sem orðið hefur á gengi krónunnar síðustu mánuði. Gengið hefur styrkst um ríflega 8% frá síðustu hagspá Seðlabankans sem gefin var út í maí. Þá ítrekaði peningastefnunefnd- in að eftir því sem efnahagsbatan- um yndi fram yrði nauðsynlegt að hækka raunstýrivexti. Að hve miklu leyti sú aðlögun ætti sér stað með hærri nafnstýrivöxtum færi eftir framvindu verðbólgunnar. Ákvörðun peningastefnunefnd- arinnar var í takt við spár grein- ingaraðila sem höfðu reiknað með óbreyttum vöxtum. Eins og áður sagði eru virkir nafnstýrivextir bankans sem fyrr 5,125%. Virk- ir raunstýrivextir eru hins vegar um 0,5% en voru neikvæðir um 0,5% við síðustu vaxtaákvörðun. Aðhald peningastefnunnar hefur því aukist samhliða lækkandi verðbólgu upp á síðkastið. Mun sú þróun halda áfram til næstu vaxta- ákvörðunar gangi verð bólguspá Seðlabankans eftir. Næsta vaxta- ákvörðun er 3. október næstkom- andi. Samhliða kynningu á vaxta- ákvörðuninni gaf Seðlabankinn út nýtt eintak Peningamála með upp- færðri hagspá bankans. Í spánni er gert ráð fyrir að hag- vöxtur verði 3,1% á þessu ári, 2,2% á því næsta og 3,4% árið 2014. Er það lítillega hærri spá en sú sem bankinn kynnti í maí þótt minni hagvexti sé nú spáð á næsta ári. Sem fyrr telur bankinn að aukin fjárfesting verði helsti aflvaki hagvaxtar á næstu miss- erum en framlag einkaneyslu er einnig nokkurt. Telur bankinn að fjárfesting aukist um 9% á þessu ári og einkaneysla um 3%. Mesta breytingin í uppfærðu spánni er á gengi krónunnar en Seðlabankinn spáir því nú að gengi krónunnar verði um 8% hærra á næstu misserum en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Loks metur Seðlabankinn horf- ur um atvinnuleysi betri en í síð- ustu spá. Gerir bankinn ráð fyrir að atvinnuleysi verði að meðal- tali 5,9% á þessu ári, 5,2% á því næsta og 4,4% árið 2014. magnusl@frettabladid.is eru sem fyrr virkir stýrivextir Seðla- banka Íslands eftir vaxta- ákvörðun í gær. ER SKULDATRYGGINGAÁLAG Ríkissjóðs Íslands en álagið hefur lækkað lítillega síðustu þrjá mánuði.2,8% Vöxtum haldið óbreyttum um sinn Peningastefnunefnd Seðlabankans kaus að halda stýrivöxtum óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun sem kynnt var í gær. Bankinn telur ólíklegt að styrkingin á gengi krónunnar síðustu mánuði gangi til baka og batna verðbólguhorfur bankans töluvert fyrir vikið. SEÐLABANKI ÍSLANDS Þeir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu vaxta- ákvörðun peningastefnunefndar og uppfærða hagspá bankans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nokkrar umræður spunnust um spá Seðlabankans um þróun gengis krónunnar á næstu misserum á blaða- mannafundi bankans vegna vaxtaákvörðunarinnar í gær. Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 8% frá síðustu vaxtaákvörðun í maí og spáir bankinn því að gengið haldist svipað næstu misserin. Er það helsta skýring þess mats að verðbólguhorfur hafi batnað nokkuð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var spurður út í forsendur þessarar spár og jafnframt að því hvort gengi krónunnar væri of hátt skráð. Már svaraði að sumir hefðu haldið því fram að árstíðasveiflu væri að finna í gengi krónunnar og væru á þeim grundvelli að spá veikingu krónunnar á næstu mánuðum. „Við erum hins vegar ekki sannfærð um það, þessi meinta árstíðasveifla er mjög óregluleg og það er erfitt að mæla slíka sveiflu á grund- velli reynslu tveggja ára. Það er því ekki víst að krónan veikist á næstu mánuðum,“ sagði Már og bætti við að ýmsir óvissuþættir flæktu myndina svo sem hve langt inn í veturinn ferðamannavertíðin teygðist og hversu mikil þörf yrði á næstunni hjá stórum aðilum innanlands að halda áfram hröðu endurgreiðsluferli á erlendum lánum. „Ég myndi því ekki veðja eigin fé á það hvernig gengi krónunnar þróast á næstunni, það veit enginn,“ sagði Már enn fremur. Ekki árstíðasveifla í gengi krónunnar EGYPTALAND, AP Egyptaland óskaði í gær eftir fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Í tilkynningu frá egypskum stjórnvöldum kemur fram að búist sé við því að gengið verði frá samkomu- lagi við AGS fyrir lok þessa árs. Landið óskar eftir jafn- gildi 575 millj- arða króna. Nýr forseti, Mohammed Morsi, tók við völd- um í júní en ríkisfjármál landsins versnuðu verulega á þeim tíma sem leið frá því að einræðisherr- anum Hosni Mubarak var steypt af stóli. - mþl Vilja 575 milljarða króna: Egyptaland leitar til AGS RÚSSLAND, AP Rússland gekk í gær formlega í Alþjóðaviðskiptastofn- unina, WTO, en 18 ára samninga- viðræðum um aðild landsins lauk seint á síðasta ári. Með aðildinni að WTO munu innflutningstollar í Rússlandi lækka um 5,9% að meðaltali fyrst um sinn sem gagnast þarlendum neytendum. Þá vonast erlendir fjárfestar og fyrirtæki eftir því að í kjölfarið verði þeim gert auð- veldara fyrir að eiga í viðskiptum í landinu. Alls á 151 land aðild að WTO, þar af nær öll ríki Vestur- landa. - mþl Tollar lækka í Rússlandi: Rússland gekk í gær í WTO MOHAMMED MORSI 5,125%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.