Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.08.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.08.2012, Qupperneq 18
18 23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Meirihluti kjósenda veitti ríkisstjórn-arflokkunum brautargengi í síðustu Alþingiskosningum til þess að breyta þjóðfélaginu. Vinstri flokkunum var ætlað að koma böndum á græðgina og siðleysið sem nýfrjálshyggjan leysti úr læðingi þar sem fámennur hópur manna sópaði til sín miklum auðævum í skjóli ranglátra laga og leiddi á fáum árum til bankahrunsins. Flokkarnir sögðu kjósendum að eitt allra stærsta umbótamálið væri að umbylta löggjöfinni um sjávarútveginn og lögðu fram skýra stefnu um áform sín. Nú þegar dregur að lokum kjörtímabilsins er orðið ljóst að þeir hafa guggnað. Félagshyggju- flokkarnir virðast á valdi hagsmunaaðila og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Þeir boða opinskátt áfram sömu frjálshyggj- una og nærði græðgina fyrir hrun. Samfylkingin og Vinstri grænir sögðust ætla að úthluta nýtingarréttinum á jafn- ræðisgrundvelli til hóflegs tíma gegn fullu gjaldi. Þeir sögðu báðir að kvóta- kerfið stæðist ekki jafnræðisreglu samn- ings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þeir sögðu báðir að núverandi kvótaúthlutun samræmdist ekki kröfunni um sanngjarnar og réttlátar leikreglur. En nú ætla vinstri flokkarnir að úthluta áfram sömu mönnum 94% af kvótanum. Þeir ætla áfram að úthluta ótímabundið og þeir ætla áfram að afhenda réttinn fyrir brot af því verði sem kvótagreifarnir hafa sjálfir búið til og láta borga sér. Þeir ætla áfram að leyfa þessum fáu kvótahöfum að selja kvótann og hirða allar tekjurnar. Græðgin fær áfram sitt. Árið 2007 var allur kvóti á Flateyri seldur burt. Seljandinn er 9. ríkasti maður landsins skv. tekjublaði Frjálsrar versl- unar. Það verður áfram þannig að sjó- menn og landverkafólk ráða engu um það hvað verður um kvótann. Áfram verð- ur allur kvótinn óbundinn sjávarbyggð- unum. Áfram verður engin samkeppni um veiðiheimildir og engin aðkoma fyrir nýja aðila á jafnræðisgrundvelli. Áfram verður fiskverð og ráðstöfun aflans einka- mál kvótahafans. Áfram verður hægt að veðsetja kvótann og taka út framtíðartekj- urnar. Áfram verður hugarfarið drekkum í dag og iðrumst á morgun. Áfram munu fáir græða mikið og margir tapa. Til þess að svikamyllan geti örugglega haldið áfram ætla vinstri flokkarnir í góðri sam- vinnu við gömlu kvótaflokkana að sjá til þess að þessu verði ekki breytt næstu 20 árin. Áfram verður ranglætið. Græðgi frjálshyggjunnar áfram Sjávar- útvegsmál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Frá aðeins kr. 89.900 í 14 nætur 14 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 28. ágúst í 14 nætur til Benidorm. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 89.900 - 14 nátta ferð Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Sértilboð 28. ágúst. Stökktu til Benidorm 28. ágúst Blind gróðahyggja Björn Jón Bragason er framkvæmda- stjóri samtaka sem kalla sig Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Þau hafa barist gegn lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, en sam- kvæmt þeim mun hún ekki aðeins leggja miðborgina í auðn, heldur er það einnig brot á réttindum aldraðra og fatlaðra. Nú er komin út skýrsla um aðstæður á Laugaveginum með hliðsjón af aðgengi fyrir blinda og sjónskerta. Niðurstaðan er ansi afgerandi, á sumrin á gatan að vera göngugata upp að Snorrabraut. Því er úr vöndu að ráða hjá Birni Jóni og hans blindu gróðahyggjumönnum í réttindabar- áttu þeirra fyrir minnihlutahópa. Ábyrgð skuldara Það er líklega ekki vinsælt viðhorf, en í allri umræðunni um hin svokölluðu smálánafyrir- tæki og vonda siði þeirra, virðist hafa gleymst að það er ábyrgðarhluti að taka lán. Sú ábyrgð hvílir á þeim sem það tekur. Venjubundnu vitnin Steingrímur J. Sigfússon fer mikinn í Fréttablaðinu í gær. Hvað samstöðu stjórnarflokkanna áhrærir segist hann hafa talið að menn væru orðnir leiðir á að láta nota sig til að ala á ímynd- uðu sundurlyndi flokkanna. Hins vegar séu alltaf „þessi venjubundnu vitni leidd fram“ til að reka ímyndaða fleyga í samstarfið. Gaman væri að sjá hverja formaður Vinstri grænna telur fylla þennan flokk venjubund- inna vitna og hvort ein- hverjir flokksmenn hans séu þar á meðal. kolbeinn@frettabladid.isN emendur landsins hefja skólagöngu vetrarins þessa daga. Eftirvæntingin er líklega mest hjá sex ára börnunum sem ganga nú inn í heim sem hefur verið þeim flestum framandi hingað til. Börnin eru mistilbúin til að takast á við skiptin frá leikskóla yfir í grunnskóla, eins og gengur. Meðan sum hafa beðið óþreyjufull eftir fyrsta skóladeginum eru önnur sem væru fyllilega sátt við að vera áfram í gamla notalega leikskólanum sínum. Upplifun barnanna er einnig mismunandi. Meðan sum eiga auðvelt með að semja sig að nýjum siðum og kröfum eru önnur sem eiga ekki eins auð- velt með að takast á við breyt- ingarnar og verða þá sum fyrir vonbrigðum með skólagönguna. Verkefni skólans er þannig ekki alltaf auðvelt því hann á að koma til móts við öll þessi börn. Meginnámsverkefni fyrsta skólaársins er lesturinn því með honum er lagður grunnur að öllu öðru bóklegu námi. Flest börn læra tæknina við að lesa í skólanum. Sísí og Óli úr Gagni og gamni eru reyndar víðs fjarri og aðrar aðferðir og annað náms- efni tekið við. Það gildir hins vegar það sama um börnin sem hefja skóla- gönguna haustið 2012 og þau börn sem lærðu að lesa upp úr Gagni og gamni og eru nú orðin afar og ömmur að þjálfunin í lestri skiptir sköpum um færnina. Enginn verður hvorki hraður og góður lesari né öðlast nákvæman lesskilning öðruvísi en að æfa tæknina í þaula. Sú æfing fer vissulega fram með heima- lestri sem skólinn setur fyrir en fyrst og fremst með öðrum lestri. Í raun má segja að æfingin hefjist um leið og foreldrar fara að lesa fyrir börn sín lítil. Síst dregur úr mikilvægi þessa daglega lesturs eftir að stafainnlögn og lestrarnám er hafið. Á sama tíma þarf að hvetja börnin til þess að nýta lestrarkunnáttuna og spreyta sig sjálf og um leið og þau eru orðin stautfær þarf að aðstoða þau við að finna lesefni sem höfðar til þeirra og halda að lesefninu. Sjálfsagt er að halda áfram að lesa fyrir börnin eins lengi og þau óska eftir því enda felst í því talsverð þjálfun að horfa á texta sem lesinn er upphátt. Hlutverk foreldranna felst samt ekki bara í því að lesa fyrir börn sín og veita þeim aðhald við lesturinn. Foreldrarnir verða að vera börnum sínum fyrirmynd líka. Barn sem elst ekki upp við að fólkið í kringum það lesi hlýtur að eiga erfiðara með að sjá tilganginn með því að vera sílesandi. Þjálfunin sem felst í því að vera lestrarfyrirmynd hefst um leið og barnið er farið að horfa í kringum sig því barn sem verður vitni að lesandi foreldrum er líklegra til þess að langa að læra að lesa en barn sem ekki er alið upp við að fólkið í umhverfi þess færi sér lestrartæknina í nyt. Lestur og lesskilningur er grunnurinn að öllu öðru bóklegu námi. Þátttaka foreldra í lestrarnámi barna skiptir þau þannig óendanlega miklu máli. Lestur er grunnur að öllu því bóklega námi sem bíður sex ára barnsins: Sísí segir … Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.