Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 24
24 23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR Ferðamönnum til Íslands fjölg-ar stöðugt og ef fer sem horfir getum við átt von á því að innan fárra ára heimsæki yfir milljón manns landið á ári hverju. Þetta er staðreynd sem þarf að bregð- ast við. Um aldamótin 1900 voru fisk- veiðar á Íslandi í svipuðum spor- um og ferðaþjónustan er nú. Nægur fiskur í sjónum en flotinn ófullkominn og hafði ekki burði til að sækja á dýpri mið. Fyrsti íslenski togarinn, Jón forseti, var smíðaður 1907 en þá voru engar hafnir fyrir þetta glæsilega skip til að leggja að. Upphófst þá deila um hver ætti að byggja hafnir og þar með innviði fyrir vaxandi atvinnugrein. Í kjölfarið var ráð- ist í að byggja Reykjavíkurhöfn og framhaldið þekkja allir. Nú er mikilvægt að „byggja hafnir“ fyrir ferðaþjónustuna og stuðla að ánægjulegri upplifun ferða- manna en um leið huga að nátt- úruvernd og uppbyggingu á fjöl- sóttum ferðamannastöðum í anda sjálfbærrar ferðaþjónustu. Gistináttagjaldið sem nú er inn- heimt m.a. í því skyni að vernda náttúru landsins er um margt ósanngjarnt því það leggst ein- göngu á hluta atvinnugreinar- innar, auk þess sem það nær ekki til allra erlendra ferðamanna. Nú stendur til að auka enn þessa skattheimtu. Það teljum við óráð- legt og tökum undir með rökum SAF um skaðsemi þeirrar skatt- lagningar. En náttúruvernd og uppbygging á ferðamannastöðum kostar og peningar eru af skorn- um skammti. Niðurstaða rannsóknar frá árinu 2004 (sjá tengil í vefútgáfu) leiðir í ljós að ferðamenn eru til- búnir að greiða fyrir aðgang að ferðamannastöðum sé ljóst að peningunum verði varið til vernd- unar og uppbyggingar. Það er því rökréttara að taka gjald af ferða- mönnum beint fyrir að njóta nátt- úru landsins en að taka þá gegn- um seldar gistinætur, flug eða með öðrum hætti. Fyrirkomulagið þekkist víða um heim, til dæmis frá Nepal og Bandaríkjunum. Einnig mætti nefna hér líkindi við veiðikortið og tjaldstæðakort sem eru í gildi hérlendis. Við búum í víðáttumiklu landi. Það er ekki einfalt að krefja ferða- menn um gjald af einstökum stöð- um því girða þarf svæðin af og manna sérstök hlið þar sem fólki er hleypt inn. Það er því flókin, óaðlaðandi og afar kostnaðarsöm leið og líklegt að slíkar aðgerðir kosti meira en þær skili af sér. Nánari útfærsla Í neðanjarðarlestum víða um heim greiða farþegar fargjald- ið með miða sem gildir í tiltek- inn tíma. Ekki er víst að fram- vísa þurfi passanum en treyst er á samviskusemi fólks. Við leggj- um til að þessi aðferðafræði verði lögð til grundvallar innheimtu á gjaldi fyrir að njóta náttúru Íslands en í staðinn verði hlúð að náttúrunni og byggð upp aðstaða eftir því sem hentar hverjum stað. Allir sem ferðast um á fyrir- fram skilgreindum svæðum, svo sem þjóðgörðum, friðlýstum stöðum og vernduðum svæðum geta verið beðnir um að framvísa Náttúrupassanum. Þeir sem skila skattframtali á Íslandi greiða ekki fyrir hann og geta nálgast hann með veflykli. Hér er litið á að skattgreiðendur hafi þegar greitt gjaldið í formi opinberra gjalda. Náttúrupassinn myndi kosta tiltekna upphæð, t.d. kr. 5.000 og gilda í eitt ár frá útgáfudegi. Hann greiðist af þeim: A) sem ferðast um náttúru Íslands á fyrir fram skilgreindum svæðum, B) sem ekki greiða skatt á Íslandi, C) sem eru 18 ára og eldri. Náttúrupassann yrði hægt að kaupa í flugvélum á leið til lands- ins, á vefsíðu passans, t.d. www. naturepass.is, í upplýsingamið- stöðvum, á bensínstöðvum og hjá ferðaþjónustum víða um land. Beitt yrði viðurlögum ef fólk er ekki með passann meðferðis og verða þau að vera íþyngjandi svo kerfið virki. Finna þarf lausn á því hvernig þeir sem ferðast í skipulögðum hópferðum greiða gjaldið. Ótal margt varðandi hug- myndina er útfærsluatriði sem greinarhöfundar eru með lausnir á í handraðanum en verður ekki farið út í hér. Mikilvægt er að ferðamaðurinn fái jákvæð skilaboð í tengslum við kaup á passanum og skýr- ar upplýsingar um að tekjurnar renni til náttúruverndar. Einnig væri æskilegt að lítið hefti myndi fylgja passanum með upplýsing- um um verkefnið, náttúru og nátt- úruvernd, flóru og fánu lands- ins sem og öryggi á ferðalögum, reglum um akstur á hálendinu og fleira. Ítarlegri upplýsingar mætti finna á vefsíðu verkefnis- ins. Rekstrarfyrirkomulag Æskilegt væri að Náttúrupass- inn ehf. yrði sjálfstætt félag rekið undir merkjum opinberra aðila og að stjórn félagsins yrði skipuð sömu aðilum og fulltrúum ferða- þjónustunnar. Mikilvægt er að gerð yrði greinargóð viðskipta- áætlun til þriggja ára að lágmarki vegna innleiðingar passans svo og áætlun um framkvæmdir vegna tekna sem áætlað er að myndu skila sér inn vegna verkefnisins. Ef við gefum okkur að 400.000 manns greiði kr. 5.000 verða tekj- urnar tveir milljarðar á ári. Hér kemur til greina að hafa þrenns konar verð eftir því hve mikið aðgengi að landinu yrði. Hér verð- ur ekki farið í að útfæra viðskipta- módelið en að sjálfssögðu verður að leggja áherslu á gegnsæi og aðhald í rekstri. Taka skal fram að þetta eru hugmyndir sem varpað er fram til umræðu með von um að þessi hugmynd fái að vaxa og dafna og koma því til leiðar að orðin sem eru til alls fyrst skili sér í aðgerð- um. Náttúrupassinn Ferðaþjónusta Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Kjartan Ragnarsson forstöðumaður Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri og leiðsögumaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.