Fréttablaðið - 23.08.2012, Side 28

Fréttablaðið - 23.08.2012, Side 28
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 ■ Gerður Guðrún Árnadóttir er íslensk sveitastúlka úr Hlíðarendakoti og áhuga- kona um tísku og hönnun. Hún er búsett í London og heldur úti myndabloggi með því sem veitir henni innblástur í daglegu lífi. Bloggið kallar hún I have a dream … og slóðin er www.gerdur9.blogspot.com. Hvenær fórstu að hafa áhuga á tísku? Ég hef alltaf haft óbeinan áhuga á tísku en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem ég fór að fylgjast með tískuheim- inum af alvöru. Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Bloggið mitt er í raun rafræn úrklippubók þar sem ég safna myndum sem veita mér innblástur. Meginmyndefni bloggsins er tískutengt, svo sem myndir frá tískusýningum og úr tískublöðum, en einnig eru tón- listarmyndbönd og listaverk inni á milli, hlutir og myndir sem hrífa mig. Ég skrifa ekki mikið því ég vil að myndirnar tali sínu máli til hvers og eins og fólk fái að mynda sér sínar eigin skoðanir á þeim. Hvað ertu að gera um þessar mundir? Ég bý í London og er í meistaranámi í listfræði með áherslu á ljósmyndun í Birkbeck University of London. London er að mínu mati hin fullkomna borg til að stunda list- og tískunám því megin- straumar og -stefnur í list og tísku eru annaðhvort staðsett hér eða eiga leið um borgina. Þú ert úr sveit, hvernig hefur það mót- að þig sem tískuáhugakonu? Sveitin er yndisleg og ég tel mig mjög heppna að hafa alist þar upp og verð alltaf bóndi í hjartanu. Fegurðin kemur að innan og ég lít á flíkur, skó og snyrtivörur sem veraldlega muni sem ýta undir þína nátt- úrulegu fegurð. Ég sem einstaklingur á ekki að breyta mér til að laga mig að þessum veraldlegu munum. Segðu okkur frá tilraunum þínum með hárgreiðslur. Ég breyti gjarnan um hár- greiðslu og það er auðvelt ef maður hugsar vel um hárið og notar réttu vör- urnar til að viðhalda því. Ég nota Label M og Moroccanoil til að viðhalda sterku og fallegu hári. Ætli þetta sé ekki bara tímabil sem ég er að þreifa mig í gegnum, hárið vex alltaf aftur að lokum. Hvaða hönnuðir eru í upp- áhaldi? Ég held upp á nokkra, bæði íslenska og erlenda. Þeir erlendu eru hinn japanski Yohji Yamamoto, Olsen-systur með The Row og eins hef ég gaman af skandi- navískri hönnun eins og Barbara í Gongini, Henrik Vibskov, Mini- market, Moonspoon Saloon og Steine Goya. Íslenskir fatahönnuðir gefa þeim erlendu ekkert eftir og ég er mjög hrifin af Kalda, Spaksmanns- spjörum, Aftur, Kron by Kronkron, Kormáki&Skildi og Hildi Yeoman. Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég á alltaf erfitt með að segja nei við fal- legu skópari. TILRAUNIR OG TÍSKUBLOGG Gerður Guðrún hefur gaman af að breyta um hárgreiðslu og leitar gjarnan að innblæstri í tískublöðum. TÍSKUBLOGG | GERÐUR GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR LISTFRÆÐINEMI RAFRÆN ÚRKLIPPUBÓK ● Íslensk/þýska hönnunarteymið Ostwald Helgason er að gera það gott en fjallað hefur verið um hönnun þess í virtum tímaritum í tískubransanum og á vefsíðum svo sem style.com undanfarið ár. Nú síðast birtist hönnun OH í sept- emberblaði Teen- Vogue og í septem- berblaði Flare. Hægt er að fylgjast með merkinu á Facebook. OSTWALD HELGASON Á FLUGI - Stafgan ga - Áhrifarík leið til líkamsræ ktar Stafgöngunámskeið hefjast 28. ágúst 2012 GUÐNÝ ARADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 825 13 65. JÓNA H. BJARNADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 694 35 71. BYRJENDANÁMSKEIÐ: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. FRAMHALDSHÓPUR: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Skráning & nánari upplýsingar á: www.stafganga.is SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 8, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Aðeins 5 Útsölunni lýkur • 1.000,- • 1.500,- • 2.000,- • 2.500,- • 3.000,- verð Verðsprengja ALLT Á AÐ SELJAST komdu og gerðu frábær kaup Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 50% aukaafsláttu r af merktu útsöluverði við kassa Útsala á útsölunni LOKA – ÚTSÖLULOK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.