Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 34

Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 34
KYNNING − AUGLÝSINGHópefli fyrir fyrirtæki FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 20124 Adrenalíngarðurinn er á Nesjavöllum, aðeins um 35 kílómetra frá höfuðborg- inni. Þangað er tilvalið fyrir hópa að koma og gera sér dagamun. „Adrenalíngarðurinn hefur sann- að sig sem góð leið til að efla hóp- andann. Hann hentar því vel fyrir til dæmis starfsmannahópa til að hrista fólk saman,“ segir Óskar Helgi Guðjónsson, framkvæmda- stjóri hjá Adrenalín. Dagsstund í Adrenalíngarðin- um er alvöru útivist, þar sem hópar eiga ógleymanlega samveru í fal- legri náttúru. Í garðinum fær fólk tækifæri til að takast á við áskor- anir, gleðjast saman og hvetja hvert annað. Þannig myndast ljúf og uppbyggileg stemning sem erf- itt er að líkja eftir. Í Adrenalíngarðinum ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar er mjög stór þrauta- braut þar sem hægt er að finna ólíkar þrautir í mismunandi hæð. „Þegar hópar koma til okkar bjóð- um við einnig upp á alls konar leiki og þrautir sem fólk þarf að takast á við. Í þeim þarf fólk bæði að vinna sem einstaklingar og saman sem ein heild og oft skapast mjög góð stemning. Margir halda að þraut- irnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar. Við ýtum engum út í eitthvað sem hann vill ekki gera en það er oft þann- ig að hér getur fólk gert meira en það heldur að það geti í upphafi. Hér skapast traust á milli fólks þegar það fer út fyrir sinn þæg- indaramma og þá hjálpa félagarn- ir hverjir öðrum. Fólk fær hér tæki- færi til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivist- inni.“ Flestir hópar koma í Adrenalín- garðinn beinlínis til að skemmta sér og hrista starfsfólkið saman en sumir vilja leggja áherslu á ákveð- in gildi. „Ef fólk kýs að vinna með einhver ákveðin hugtök eða þemu getum við útfært það á ýmsan hátt og blandað því við þrautirnar. Hér vinnum við mikið með gleði, traust og samskipti og Adrenalíngarður- inn ýtir sjálfkrafa undir þetta. Fólk kemur hingað með smá hnút í maga en fer með bros á vör,“ segir Óskar. Starfsfólk Adrenalíngarðsins býður einnig upp á ýmiss konar ratleiki. Meðal þeirra er Þingvalla- gátan. „Leikurinn berst um svæð- ið umhverfis þingstaðinn og lausn gátunnar krefst þess að hópurinn vinni vel saman. Til að finna lausn þessarar gátu þarf að leysa þrautir sem allar reyna á hæfileika og sam- stillingu hópsins. Margir hópar fara bæði í þessa gátu og í Adrena- língarðinn. Við bjóðum einnig upp á að skipuleggja mat og gistingu fyrir hópa og getum séð um heils- dagsskemmtun frá A til Ö.“ Adrenalíngarðurinn er fyrir alla, fjölskyldur og einstaklingar geta komið jafnt sem hópar. Hann er opinn alla daga á sumrin og þá eru starfsmenn á staðnum. Yfir vetr- artímann þarf að bóka komu með fyrirvara, annars eru ekki starfs- menn á svæðinu. Nánari upplýs- ingar má finna á adrenalin.is. Ógleymanlegur dagur í íslenskri náttúru fyrir alls konar hópa Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru. Hópar af öllum stærðum og gerðum geta komið í garðinn til að hrista hópinn saman og gera sér glaðan dag. Í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum er stór þrautabraut þar sem finna má ólíkar þrautir í mismunandi hæð. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.