Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 49

Fréttablaðið - 23.08.2012, Page 49
FIMMTUDAGUR 23. ágúst 2012 37 „Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir,“ segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi. RetRoBot sigraði Músíktilraunir í lok mars og hefur verið á fleygi- ferð síðan. „Við erum búnir að spila um hverja helgi frá því við unnum og stundum tvisvar eða þrisvar um helgi,“ segir Daði Freyr og bætir við að líf þeirra hafi því breyst mikið frá því þeir báru sigur úr býtum í Austurbæ. Þeir verða í Hollandi fram yfir helgi og spila á þremur stöð- um, þar á meðal á Westerpop-tónlistarhátíðinni í Delft. Ferðin er hluti af sigurverðlaunum þeirra úr Músíktilraunum. Ævintýrið er þó bara rétt að byrja því fram undan hjá þeim eru ferðir bæði til Noregs og Póllands nú á haustmánuðum auk þess sem þeir stefna á útgáfu EP-plötu á næstu dögum. „Við erum svo að semja stóra plötu í rólegheitum, okkur liggur ekkert á heldur viljum við bara gera það almennilega,“ segir Daði Freyr. Sem sigurvegarar Músíktilrauna hefur hljómsveitin stór spor til að fylla í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, hljómsveitin Samaris, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti og Of Monsters and Men sem sigruðu árið 2010 eru að leggja heiminn að fótum sér um þessar mundir. - trs Spennandi tímar hjá RetRoBot Á FLEYGIFERÐ Daði, Pálmi, Mummi og Gunnlaugur eru búnir að vera á fullu síðan hljómsveit þeirra RetRoBot vann Músíktilraunir í lok mars og nú eru þeir komnir til Hollands. MYND/ÁRNÝ FJÓLA ÁSMUNDSDÓTTIR DansLið þáttanna kemur sérstaklega á vegum: 5 ÁRA KAMERON BINKÍ TILEFNI AF AFMÆLI SKÓLANS VERÐUR ÚR So You Think You Can Dance? GLÆSILEG SÝNING Í HÖRPUNNI! ÞÖKKUM DANSGLEÐINA Á LIÐNUM ÁRUM! 10. SEPT! AÐALKENNARI SKÓLANS – KRAFTMIKLIR DANSTÍMAR Í HAUST BYRJA JAZZFUNK – STREET – HIP HOP – BREAK – NÚTÍMADANS – BARNADANSAR & BALLETT - ZUMBA ALDUR: 4-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16-19 ára & 20 ára eldri (Dömur sem elska Dansa!) 12 VIKNA ANNIR – ÁRSKORT – MARG BORGAR SIG! TRYGGÐU ÞÉR PLÁSS dancecenter.is! MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG STRAX Á dancecenter.is dancecenter@dancecenter.is 777 3658 Nánari upplýsingar fást á og á facebookgrúbbu DanceCenter RVK. Einnig er hægt að senda tölvupóst á eða hringja í síma hjá DanceCenter Reykjavík. REYKJAVÍK (ÞRÓTTUR) KÓPAVOGUR (HK, DIGRANESI) GARÐABÆR (SJÁLANDSSKÓLA) HAFNARFJÖRÐUR (FH, KAPLAKRIKA) 5 ÁRA AFMÆLI! Opið laugard. kl. 10-14 Söngkonan Avril Lavigne er nú trúlofuð í annað sinn en sá heppni er söngvarinn Chad Kroeger úr sveitinni Nickelback. Trúlofun- in kemur aðdáendum söngkon- unnar nokkuð á óvart þar sem fæstir vissu að hún ætti kær- asta. „Þau hittust í febrúar til að semja saman lag fyrir næstu plötu Lavigne. Ástin kviknaði á meðan og þann 8. ágúst bað Kroe- ger söngkonunnar með 14 karata demantshring,“ skrifar People. Lavigne var áður gift Deryck Wibley í þrjú ár en þau skildu árið 2009. Síðan þá hefur söng- konan verið í sambandi með raunveruleikastjörnunni Brody Jenner. Trúlofuð HAMINGJUSÖM Avril Lavigne fékk bónorð frá Chad Kroeger í byrjun ágúst. NORDICPHOTOS/GETTY Sænski sjarmörinn Alexander Skarsgård er nýtt andlit tísku- merkisins Calvin Klein ásamt fyrirsætunni Löru Stone. Skars- gård fetar þar með í fótspor leik- ara á borð við Diane Kruger, Evu Mendes, Zoe Saldana og Kellan Lutz. Einnig var landi hans, fót- boltakappinn Fredrik Ljungberg, frægur fyrir að auglýsa nærfatn- að Calvin Klein. Skarsgård, sem er hvað fræg- astur fyrir hlutverk sitt í vamp- íruþáttunum True Blood, þykir takast vel til sem fyrirsæta en þar auglýsir hann nýja ilminn Encounter. Nýtt andlit Calvin Klein FYRIRSÆTA Leikarinn Alexander Skars- gård er andlit ilmsins Encounter frá Calvin Klein.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.