Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.08.2012, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 23.08.2012, Qupperneq 54
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR42 bio@frettabladid.is 42 HUGREKKI Í PRUFU Kelly MacDonald, sem ljáir Meridu rödd sína í myndinni Brave, segist hafa þurft á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún sótti um hlutverk í kvikmyndinni Trainspotting árið 1996. Hasarmyndin The Expenda- bles 2 var frumsýnd í kvik- myndahúsum í gær. Hópur málaliða er sendur til Nepal í þeim erindagjörðum að bjarga lífi kínversks auðjöfurs. Hópur- inn er leiddur af Barney Ross og samanstendur af fyrrum her- manninum Lee Christmas, bar- dagaíþróttamanninum Yin Yang, vopnasérfræðingnum Hale Caesar, sprengjusérfræðingnum Toll Road, leyniskyttunni Gunnar Jensen og nýliðanum Billy the Kid. Verkefnið, sem í fyrstu virðist hægðarleikur, fer þó úr böndunum og þegar einn úr hópnum er myrtur ákveða hinir að leita hefnda. Myndin er framhald The Exp- endables frá árinu 2010 og með aðalhlutverk fara kappar á borð við Jet Li, Sylvester Stallone, Jason Statham, Dolph Lundgren, Bruce Willis, Chuck Norris, Jean-Claude Van Damme, Liam Hemsworth og Arnold Schwarzenegger auk Terry Crews og Randy Couture. Stallone á heiðurinn að handriti myndar- innar ásamt Richard Wenk, en þeir sömdu einnig handrit fyrri mynd- arinnar. Leikstjóri myndarinnar er Simon West, sem á meðal annars að baki hasarmyndirnar Con Air, Lara Croft: Tomb Raider og The Mechanic, og leysti hann þar með Stallone af hólmi sem vildi heldur einbeita sér að framleiðsluhluta myndarinnar. The Expendables 2 hefur feng- ið 67 prósent ferskleikastig frá gagnrýnendum kvikmyndasíð- unnar Rottentomatoes.com en 82 prósent frá hinum almenna áhorf- enda. Myndin inniheldur mikið af fimmaurabröndurum í anda gömlu hasarmyndanna sem gerðu Stal- lone að stjörnu og auðvitað nóg af hasar og skotbardögum. The Exp- endables 2 mun gleðja aðdáend- ur Rambo-myndanna og annarra mynda á borð við No Retreat, No Surrender og Above the Law en kvikmyndaunnendur sem féllu fyrir King‘s Speech ættu líklega að halda sig heima við í þetta skiptið. Hasarhetjurnar snúa aftur FULLT AF HASAR Gömlu hasarhetjur níunda áratugarins snúa aftur í The Expendables 2. Myndin er hugarfóstur Sylvesters Stallone. Leikararnir Jim Carrey og Jeff Daniels hafa samþykkt að leika í framhaldsmyndinni Dumb and Dumber 2. Það var leikstjórinn og handritshöfundurinn Bobby Far- relly sem staðfesti þessar fregnir við kvikmyndavefinn Digital Spy en hann leikstýrði félögunum í grínmyndinni vinsælu ásamt bróð- ur sínum Peter. „Við höfum verið að vonast eftir þessu og lengi langað til að sameina þá Carrey og Daniels á ný. Það eru næstum tuttugu ár síðan myndin var frumsýnd og leikararnir eru nú á þeim stað á sínum ferli að þeir vilja endurtaka leikinn. Við ætlum því að gera þessa mynd.“ Farrelly ljóstrar einnig upp um söguþráð myndarinnar sem geng- ur út á að Harry Dunne og Lloyd Christmas legga sig í líma við að finna afkvæmi annars þeirra. Dumb and Dumber var ein vin- sælasta grínmynd tíunda áratugar- ins en hún var frumsýnd árið 1994. Árið 2000 komst myndin í fimmta sæti yfir bestu grínmyndir allra tíma hjá tímaritinu Total Film en þeir eru eflaust margir aðdáend- urnir sem bíða eftirvæntingarfull- ir eftir framhaldinu. Carrey og Daniels endur- taka leikinn FRAMHALDSMYND Þeir Jim Carrey og Jeff Daniels snúa aftur sem Harry Dunne og Lloyd Christmas í Dumb and Dumber 2. ★★★★★ TO ROME WITH LOVE „Fágunin og fáránleikinn ganga í eina sæng og úr verður skemmti- legur hræringur sem ætti að höfða til flestra aðdáenda leikstjórans.“ ★★★★★ TOTAL RECALL „Hér er lítið meira í boði en sviðs- myndin og brellurnar.“ ★★★★★ HRAFNHILDUR „Falleg frumraun sem allir hafa gott af að sjá.“ ★★★★★ THE DARK KNIGHT RISES „Helst til þunglamalegur lokakafli en mikil veisla fyrir augað.“ ★★★★★ THE AMAZING SPIDERMAN „Skref í rétta átt fyrir Köngulóarmann- inn.“ ★★★★★ TED „Sprenghlægilegur bangsi í þokkalegri mynd. En skiljið börnin eftir heima.“ ★★★★★ INTOUCHABLES „Sígild saga í fallegum búningi.“ ★★★★★ BERNIE „Bernie er afbragð og Jack Black hefur aldrei verið betri.“ Paul Schneider og Olivia Munn leika hjónin Tommy og Audrey í myndinni The Babymakers sem kemur í bíóhúsin um helgina. Barneignir eru næstar á dag- skrá hjá hjónunum en eftir að hafa stundað óvarið kynlíf í gríð og erg án þess að það beri nokk- urn árangur fara þau að óttast um að ekki sé allt með felldu. Eftir rannsóknir hjá lækni kemur í ljós að Tommy er með of fáar og hægar sáðfrumur og því ólíkleg- ur til að ná að barna konu sína. Ekki er þó öll von úti um að hann geti feðrað barnið því í ljós kemur að enn er einn skammtur eftir af sæði sem hann hafði gefið í sæð- isbanka fimm árum áður. Þegar í ljós kemur að skammturinn hefur þegar verið seldur og engin leið fyrir Tommy til að kaupa hann til baka eru góð ráð dýr. Félagi hans hefur þó ráð á reiðum höndum og fær til liðs við sig indverskan smá- bófa og sannfærir Tommy um að skipuleggja innbrot inn í sæðis- bankann til að stela sæðinu. Með önnur helstu hlutverk fara Kevin Heffernan, Aisha Tyler og Jay Chandrasekhar, sem einnig leik- stýrir myndinni. Myndin Elles verður frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Elles er frönsk mynd sem fjallar um blaða- manninn Anne Binoche og rann- sóknir hennar í tengslum við grein um ungar námskonur sem sjá sér farborða með vændi. Af kynnum sínum við stúlkurnar kemst hún að því að þær hafa fæstar sorg- arsögu að segja heldur er vænd- ið þvert á móti val þeirra og þær upplifa stolt og frelsi í gegnum það. Myndin hefur fengið mikla athygli og verið mjög umdeild. - trs Latt sæði leiðir til bankaráns DREYMIR UM BARNEIGNIR Tommy og Audrey reyna allt hvað þau geta til að eignast barn í myndinni The Babymakers og grípur Tommy til örþrifaráða þegar í ljós kemur að latt sæði hans er ástæða þess að ekkert gengur. FIMM DAGA Í TÖKUM ■ Leikarinn Taylor Lautner kom til greina til að fara með hlutverkið Billy the Kid. Liam Hemsworth hreppti þó hlutverkið að lokum. ■ Arnold Schwarzenegger tók upp allar sínar senur á einungis fimm dögum. Nokkrum dögum síðar hóf hann vinnu við gerð The Last Stand. ■ Áhættuleikari lét lífið og annar slasaðist lífshættulega þegar sprenging varð við tökur á myndinni. ■ Persónan Gunnar Jensen, sem leikinn er af Dolph Lundgren, er með háskólagráðu í efnaverkfræði. Þetta er vísun í Lundgren sjálfan því leikarinn er með meistaragráðu í efnaverkfræði. KVIKMYNDARÝNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.