Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.08.2012, Blaðsíða 62
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR50 „Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn,“ segir grín- istinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þátta- röð Steindans okkar. Fyrsti þátt- urinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengis- fíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það.“ Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjór- ar klukkustundir að klára verk- ið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leik- stjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þátta- röðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraft- ana. „Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mor- móna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beat- boxara“. Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi.“ Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsend- ingin rofni,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is GOTT Á GRILLIÐ Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðs- lega illa með það. STEINÞÓR STEINÞÓRSSON HÖFUNDUR STEINDANS OKKAR „Ferskur silungur úr Útey, bara með sítrónusalti og smá ólífuolíu með bakaðri kartöflu með svakalega miklu smjöri og grænu salati með mangói, jarðarberjum, höfðingja og furuhnetum. Sósan með þessu er sýrður rjómi með eplabitum.“ Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri Iceland Airwaves. STEINÞÓR STEINÞÓRSSON: ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ ÚTSENDINGIN ROFNI Tók upp tónlistarmynd- band í fjórum löndum SPENNTUR FYRIR KVÖLDINU Steindi jr. kveðst spenntur fyrir frumsýningunni í kvöld. Nýjar persónur munu skjóta upp kollinum, þar á meðal þessi gamli herramaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Vikan hefur verið blanda af kvíða og spenningi. Það eru náttúrlega alveg fjögur ár síðan ég kom fram með Jakobínurínu en það verður gaman að missa sig aftur á sviði. Baldur vinur minn hefur samt ekki gert neitt þessu líkt svo hann er enn þá stressaðri,“ segir söngv- arinn Gunnar Ragnarsson. Hann syngur með nýstofn- uðu rokksveitinni Grísalappalísu ásamt Baldri Baldurssyni í fyrsta sinn í dag og á laugardaginn eftir nokkurra ára fjarveru frá rokkinu. Áður gerði hann garðinn fræg- an með Jakobínurínu sem vakti nokkra athygli á heimsvísu. Sveitin var stofnuð í janúar og er fyrsta platan næstum tilbúin. „Ég og Baldur vildum semja rokk og ról á íslensku og í janúar fengum við hina til liðs við okkur,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Við erum að gera þetta svolítið öfugt eða að taka upp plötu og koma svo fram.“ Að þessu sögðu fer hann inn í lýsingu á rokkinu. „Það er mjög fjölbreytt. Eitt lag er tíu mín- útna eyðimerkurganga og annað er einnar og hálfrar mínútu gleði- pönk. Yfirleitt er þetta samt kraft- mikið og svolítið „in your face“.“ Nafnið Grísalappalísa á rætur að rekja til tónsmíða Megasar en eitt laga hans ber þennan titil. En af hverju þetta nafn? „Baldur lét graffa „Hey Grísalappalísa“ á húsið sitt við mynd af Megasi fyrir stuttu og eftir það var nafn- ið ákveðið.“ Sveitina skipa auk Gunnars og Baldurs þeir Albert Finnbogason, Bergur Thomas Anderson, Sig- urður Möller Sívertsen, sem var trommari Jakobínurínu, og Tumi Árnason. Þeir frumflytja íslenska rokkið í 12 Tónum klukkan sex í dag og á tónleikum með sveitinni Skelk í bringu á Hemma og Valda klukkan níu á laugardagskvöldið. - hþt Syngur á ný eftir Jakobínurínu GRÍSALAPPALÍSA Gunnar Ragnarsson stígur aftur á svið eftir fjögurra ára fjarveru frá rokkinu. Með honum í fram- línunni verður Baldur Baldursson. Handbæ kur 15.–21.08.2012 Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn, kvikmyndaframleiðandinn og hand- ritshöfundurinn Dario Argento er heiðursgestur á RIFF í ár. Þar hlýt- ur hann verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar og verður úrval kvikmynda hans á dagskrá. Argento er hvað frægastur fyrir að vera einn af handritshöfund- um Once Upon a Time in the West (1968), myndina The Bird with the Crystal Plumage (1970) sem var hans fyrsta í leikstjórastóln- um og Profondo Rosso (1975) eða Deep Red sem er af mörgum kvik- myndaáhugamönnum talin ein besta „giallo“ mynd allra tíma. Hún er bæði blóðug og stíliseruð en það er eitt af sérkennum leikstjórans. Það var þó með myndinni Suspiria (1977) sem Argento stimplaði sig endanlega inn í kvikmyndasöguna en myndin þykir ein magnaðasta hrollvekja allra tíma. Suspiria virð- ist rata aftur og aftur í miðnætur- bíó víða um heim en hún nýtur mik- ils fylgis meðal költ-áhugamanna, kvikmyndafræðinga, gagnrýnenda og almennings. Argento, sem er faðir leikkon- unnar Asiu Argento, er enn að fást við kvikmyndagerð og er duglegur að tileinka sér nýja tækni. Á Can- nes-kvikmyndahátíðinni frumsýndi hann myndina Dracula 3D. Arg- ento mun ávarpa gesti RIFF í sér- stökum masterklassa sem verður innan hátíðarinnar en hún fer fram dagana 27. september til 7. október næstkomandi. Argento heiðursgestur á RIFF HROLLVEKJUR Ítalski leikstjórinn Dario Argento hefur komið víða við. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.