Fréttablaðið - 01.09.2012, Síða 87

Fréttablaðið - 01.09.2012, Síða 87
LAUGARDAGUR 1. september 2012 59 Téa Obreht sló hressilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Konu tígursins, hlaut Orange-verðlaunin 2011 og hefur verið hyllt víða um lönd sem einn besti höfundur sinnar kynslóðar, en hún er fædd 1985. Nú er Kona tígursins komin út í vandaðri íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar og það verður að segjast eins og er að miðað við allt það hrós sem á hana hefur verið hlaðið veldur bókin nokkrum vonbrigðum. Sögusviðið er óskilgreint land í fyrrum Júgóslavíu og aðalpersónan, ung læknirinn Natalía, vinnur við að sinna börnum í afskekktum þorpum sem orðið hafa fyrir barðinu á upplausninni í landinu í kjölfar stríðsins. Meginuppistaða sögunnar eru þó minningar og sögur afa hennar sem hún fréttir á ferðalaginu að hafi látist skyndi- lega í óþekktu þorpi sem enginn veit hvaða erindi hann átti í. Sá hluti sögunnar er að sönnu heillandi og tengir saman og útskýrir ólguna í landinu allt frá síðari heimsstyrj- öld til nútímans. Lýsingarnar á samskiptum afans og dauðalausa mannsins sem hann rekst á nokkrum sinnum við störf sín sem læknir eru dásamlega kímnar og skemmti- legar og endurspegla vel hina endalausu bar- áttu starfandi læknis við dauðann, einkum í stríðshrjáðu landi. Minningar afans úr æsku í örlitlu afskekktu þorpi sem haldið er í heljar greipum af tígrisdýri sem sloppið hefur úr dýragarði eru líka fjöl skrúðugar og sýna vel baráttu nútíma hugsunar við ógnar- vald hjátrúar og fornra ritúala. Sá þáttur sögunnar þar sem sögusviðið er nútíminn er hins vegar til muna lakari og nær ekki að varpa neinu nýju ljósi á eftirleik stríðsins í Júgóslavíu þar sem nánir ættingjar, nágrannar og jafnvel hjón stóðu skyndilega frammi fyrir því að vera skipað í óvina- fylkingar. Dregur það töluvert úr áhrifum sögunnar. Engu að síður er Kona tígursins áhuga- verð saga og töluvert óvenjuleg í vestrænu bókmenntasamhengi. Minnir helst á suður- amerísku töfraraunsæisbókmennt- irnar sem tröllriðu markaðnum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og er þar ekki leiðum að líkjast. Nýstárlegri miðlun á lífs- sögum frá tiltölulega óþekktum heimi ber að fagna og sé tekið mið af ungum aldri höfundar- ins er sannarlega tilhlökkunar- efni að fylgjast með því sem frá henni kemur í framtíðinni. Þýðing Guðna Kolbeins sonar er vönduð og á fallegu máli, eins og við er að búast, en haf- andi ekki lesið frumtextann finnst manni hún kannski full hátíðleg og tungumálið full bóklegt á köflum sem truflar flæði textans. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Óvenjuleg og á köflum töfrandi skáldsaga sem lýsir heimi sem fæstir Vestur- landabúar vita mikið um. Dauðalausi maðurinn og daufdumba stúlkan Bækur ★★★ ★★ Kona tígursins Téa Obreht. Guðni Kolbeinsson þýddi. JPV-útgáfa 2009 2010 Fyrsti Android síminn kemur til Íslands og margir vilja vera vinir græna karlsins. Angry Birds leikurinn kemur út og allir steinliggja fyrir honum. Líka amma. Stóru sumarbústaðasvæðin á Suðurlandi komast á 3G kortið og það hættir að vera vandamál ef uppskriftabókin gleymist. Íslendingar flykkjast á samskiptamiðla og fréttir birtast samstundis með hjálp farsímans. Í dag eru um 80% þjóðarinnar á Facebook. Hraðinn er orðinn 7 Mb/s. Einn milljarður áhorfa á YouTube myndskeið daglega. iPhone 3G frá Apple sameinar síma, lófatölvu, mynd- og Mp3- spilara í einu tæki og snjallsíminn er kominn til að vera. 12Mb • 10G B Mb/s 7 Lög Johns Lennon ganga í endurnýjun lífdaga í með- förum djassgítarleikarans Bills Frissel, sem leikur ásamt hljómsveit í Silfur- bergi í Hörpu í kvöld. Bill Frissel hefur verið einn mest metni djassgítarleikari heims undan- farna tvo áratugi og sannkallaður hvalreki fyrir íslenska tónlistarunn- endur, að sögn Péturs Grétarssonar hjá Jazzhátíð Reykjavíkur. „Það er of langt mál að ætla að fara að telja upp öll þau verðlaun sem hann hefur fengið síðustu tutt- ugu ár. Hann hefur nánast verið áskrifandi að titlinum gítarleikari ársins bæði hjá virtum tónlistar- tímaritum og alþjóðlegum sam- tökum djasstónlistarmanna.“ Á tónleikunum í Silfurbergi í kvöld leika Frissel og hljómsveit lög af plötunni All We Are Saying, þar sem þau taka lög Johns Lennon og Bítlanna traustataki og flytja með eigin nefi. „Það er auðvitað hægara sagt en gert að takast á við tónlist sem flestir þekkja og mörg okkar hafa verið með í eyrunum í áratugi, en ef einhverjum er treystandi til að draga fram nýjar hliðar á þeim laga- lista er það Frissel,“ segir Pétur. „Margir hafa reynt sig við lög Len- nons í gegnum tíðina en ég held að galdurinn við útgáfu Frissels sé sá að hann er ekki að reyna að breyta laglínunni heldur nálgast lögin eins og þau koma beint af kúnni. Yfirleitt eru þessi lög sungin en hér eru þau „instrumental“ sem gerir að verkum að maður kynnist þeim dálítið upp á nýtt.“ Enn eru til miðar á tónleikana í Silfurbergi. Pétur segir tónleika Frissels ekki aðeins vera kærkomið tækifæri fyrir djúpt sokkna djass- geggjara til að sjá gítarleikara á heimsmælikvarða heldur tónlistar- unnendur almennt. „Gagnrýnendur hafa sagt að All We Are Saying … sé kannski það næsta sem Frissel hafi komist því að gera rokkplötu. Þú þarft ekki að vera lærður djassáhugamaður til að njóta þessara laga, þetta er líka fyrir „leikmenn“. bergsteinn@frettabladid.is DJASSAÐUR LENNON Í SILFURBERGI BILL FRISSEL Einn mikilmetnasti djassgítarleikari heims tekur lög Johns Lennon og Bítlanna traustataki ásamt hljómsveit í kvöld. Pétur Grétarsson hjá Jazzhátíð Reykjavíkur kallar komu hans hvalreka fyrir tónlistarunnendur, jafnt djassgeggjara sem aðra. NORDIC PHOTOS/ GETTY IMAGESR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.