Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 4
11. október 2012 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 10.10.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,6919
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,71 123,29
196,41 197,37
157,84 158,72
21,16 21,284
21,329 21,455
18,333 18,441
1,567 1,5762
188,44 189,56
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Frá kr. 129.900 í 23 nætur
Heimsferðir bjóða einstakt tilboð í ferð fyrir eldri borgara í haust til
Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Haustið er svo sannarlega
frábær tími á þessum einstaka áfangastað. Mikil dagskrá í boði í fylgd
reyndra fararstjóra.
Kr. 129.900
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Corona Blanca í 23 nætur. Sértilboð 30. október.
Haustferð fyrir eldri borgara til
Kanarí
30. október
RÚSSLAND Áfrýjunardómstóll í
Moskvu komst í gær að þeirri niður-
stöðu að Jekaterína Samúsevitsj,
ein þriggja kvenna úr pönksveit-
inni Pussy Riot, hefði ekki tekið
jafn virkan þátt í mótmælum hljóm-
sveitarinnar í febrúar síðastliðnum.
Þess vegna var dómi hennar
breytt úr tveggja ára fangelsi í skil-
orðsbundinn dóm, og var hún sam-
stundis látin laus. Félagar hennar,
þær Nadesjda Tolokonnikova og
María Aljokína, verða hins vegar
sendar í vinnubúðir til að ljúka
afplánun dómsins. Samúsevitsja
gekk upp að altari kirkjunnar ásamt
félögum sínum, en öryggisvörður
fjarlægði hana eftir að hún hafði
aðeins verið þar í um það bil fimm-
tán sekúndur. Þar af leiðandi tókst
henni ekki að vera við hliðina á
hinum konunum þessa einu mínútu
sem þær hoppuðu og hrópuðu slag-
orð gegn Vladimír Pútín forseta.
Þær tjáðu sig í réttarsalnum í
gær og sögðu mótmælin eingöngu
hafa verið af pólitískum toga, ekki
trúarlegum. Jafnframt báðust þær
afsökunar á því að hafa hugsanlega
sært trúartilfinningar einhverra.
„Í þessum og fyrri mótmælum
okkar beindum við okkur gegn
stjórn núverandi forseta lands-
ins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
sem ríkisstofnun, gegn pólitískum
ummælum rússneska patríarkans.“
Dómarinn greip ítrekað fram í
fyrir þeim en þær héldu ótrauðar
áfram: „Við munum ekki þagna. Og
jafnvel þótt við förum til Mordóvíu
eða Síberíu munum við ekki þagna,“
sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga
eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu.
Lögmenn þeirra voru allir ósátt-
ir við niðurstöðu áfrýjunarréttar-
ins og íhuguðu að skjóta málinu til
hæstaréttar. Mannréttindasamtökin
Amnesty International fögnuðu því
að dómur yfir einni þeirra hafi verið
styttur en fordæmdu engu að síður
niðurstöðuna: „Eins og þessi nið-
urstaða sýnir er rússneska réttar-
kerfið ekki líklegt til að bjóða mikla
vernd til handa þeim sem komast í
kast við það.“
Vladimír Pútín forseti sagði hins
vegar nýverið að dómur þeirra væri
réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa
fólki að grafa undan siðferðilegum
grundvelli okkar, siðferðisgildun-
um, að reyna að eyðileggja landið.“
gudsteinn@frettabladid.is
Ein látin laus en tvær
sendar í fangabúðir
Jekaterína Samúsevitsj fékk skilorðsbundinn dóm vegna þess að hún tók ekki
jafn virkan þátt í mótmælunum og hinar tvær. Tveggja ára fangelsisdómur
Nadesjdu Tolokonnikovu og Maríu Aljokínu staðfestur af áfrýjunardómstól.
Í RÉTTARSALNUM Jekaterína Samúsevitsj, María Aljokína og Nadesjda Tolokonnikova í glerbúrinu, sem sakborningar eru hafðir í.
NORDICPHOTOS/AFP
FERÐAÞJÓNUSTA Íslenska lággjalda-
flugfélagið Iceland Express hefur
verið valið þriðja besta lággjalda-
flugfélagið í Danmörku. Niður-
stöður Danish Travel Awards voru
kynntar á þriðjudag.
Danish Air Transport er besta
félagið í sínum flokki og Nor-
wegian er næstbest að mati neyt-
enda. Túristi.is greinir frá þessu.
Hátt í fjórtán hundruð neytendur
greiddu atkvæði í könnuninni auk
töluverðs fjölda starfsmanna í
dönsku ferðaþjónustunni. - bþh
Iceland Express í Danmörku:
Þriðja besta lág-
gjaldafélagið
BÍLAR Toyota á Íslandi þarf að
innkalla 3.690 bifreiðar hérlend-
is, en Toyota-verksmiðjurnar inn-
kalla nú 7,4 milljónir bifreiða um
allan heim vegna bilaðs hnapps í
bílstjórahurð.
Um er að ræða Corolla, Yaris,
Auris og Rav 4 af árgerð 2006 til
2008. Eigendur þessara bifreiða
verða boðaðir með bíla sína í við-
gerð á næstu dögum. Ekki er gert
ráð fyrir að viðgerðin taki meira
en klukkutíma. Bilunin lýsir sér
þannig að hnappur í bílstjórahurð
bílanna stendur á sér. Eigendur
umræddra bifreiða munu ekki
bera neinn kostnað af innköllun-
inni. - bþh
Bilaður takki veldur innköllun:
Toyota kallar
inn 3.690 bíla
TOYOTA Verksmiðjurnar innkalla nú 7,4
milljónir bíla um heim allan.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HEILBRIGÐISMÁL Talið er að um
108 blind og sjónskert börn séu á
Íslandi í dag. Á hverju ári fæðast
sex til sjö blind og sjónskert börn
hér á landi, þar af að meðaltali
tvö alblind. Viðbótarfötlun meðal
barnanna er algeng, til dæmis
heyrnarskerðing, að því er fram
kemur í tilkynningu frá Blindra-
félaginu.
Meðferð blinduvaldandi sjúk-
dóma hjá börnum hefur þó fleygt
fram á síðustu áratugum og mun
Guðmundur Viggósson augnlækn-
ir ræða á fundi Blindrafélagsins
í dag um orsakir blindu og sjón-
skerðingar hjá börnum. Fyrir-
lesturinn er haldinn í tengslum
við Dag hvíta stafsins, sem er á
mánudaginn næstkomandi. - sv
Fyrirlestur um sjón barna:
Tvö blind börn
á ári á Íslandi
DANMÖRK Á hverju ári fara 3.800
Danir á slysavarðstofu eftir
að hafa meitt sig á umbúðum.
Af þeim hafa 2.500 meitt sig á
umbúðum utan um matvæli, eins
og niðursuðudósum, glerflöskum
og töppum.
Á fréttavef Politiken segir að
meirihluti þeirra sem slasast,
eða 59 prósent, sé karlar. Flestir
þeirra eru á aldrinum 15 til 24
ára. Talið er víst að miklu fleiri
slasi sig á umbúðum en þeir sem
leita til læknis. - ibs
Læknisheimsóknir Dana:
Þúsundir meiða
sig á dósum
SVÍÞJÞÓÐ, AP Tveir bandarískir vís-
indamenn fá Nóbelsverðlaunin í
efnafræði þetta árið fyrir rann-
sóknir sínar á prótínviðtökum,
sem gera frumum líkamans kleift
að skynja og bregðast við merkj-
um að utan, svo sem merkjum um
hættu eða tiltekið bragð eða lykt.
Sænska Nóbelsnefndin skýrði
frá þessu í gær, og sagði rann-
sóknir þeirra Roberts Lefko-
witz og Brians Kobilka á níunda
áratugnum hafa markað tíma-
mót. Þær hefðu ekki síst komið
að góðu gagni við þróun lyfja af
ýmsu tagi. Um það bil helming-
ur allra lyfja er byggður á virkni
þessara viðtaka, sem nefndir
eru G-prótín tengdir viðtakar. Í
mannslíkamanum eru um þúsund
tegundir þessara viðtaka, meðal
annars í nefi, tungu og augum.
Á þriðjudag skýrði sænska
Nóbelsnefndin frá því að tveir
franskir vísindamenn, Serge
Haroche og David Winel-
and, fengju verðlaunin í eðlis-
fræði fyrir rannsóknir þeirra í
skammtafræði.
Í dag verður tilkynnt um verð-
launahafann í bókmenntum þetta
árið. Nóbelsverðlaunin verða að
venju afhent í Stokkhólmi hinn
10. desember. - gb
Bandarískir vísindamenn fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði þetta árið:
Hafa auðveldað lyfjaþróun
ROBERT LEFKOWITZ Nýbakaður Nóbels-
verðlaunahafinn fékk góðar viðtökur
þegar hann mætti til vinnu í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
27°
19°
11°
13°
14°
19°
12°
12°
27°
15°
26°
15°
28°
10°
18°
16°
8°Á MORGUN
Strekkingur með SA-
ströndinni, annars
hægari.
LAUGARDAGUR
Strekkingur með S-
ströndinni, annars
hægari.
7 7
6
66
8 7
6
66
8
8
8
8
9
7
88
7
6
34
6
5
4
5
5
10
3
5
5
10
15
RIGNING
í mismiklu magni
einkennir veðrið
víða um land
næstu daga. Eftir
rigningu dagsins í
dag verður þó bjart
með köfl um og
þurrt vestanlands á
morgun en laugar-
dag má búast við
rigningu sunnan og
vestan til. Á sama
tíma styttir hins
vegar upp á Austur-
landi.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
Í frétt um uppgjör Norvikur hf. í
Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í
gær, var sagt að félagið hefði tapað
500 milljörðum króna á síðasta ári.
Það er rangt. Tap félagsins nam 500
milljónum króna. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.
LEIÐRÉTT
LANDHELGISGÆSLAN Sprengjusér-
fræðingar Landhelgisgæslunnar
eyddu tveimur sprengjukúlum
eftir hádegi í gær. Þær fundust
á svæði Björgunar í Bryggju-
hverfinu í Reykjavík.
Sprengjurnar voru fjarlægðar
af svæðinu. Talið er að þær séu
úr seinni heimstyrjöldinni og hafi
komið af hafsbotni með sand-
dæluskipinu Sóley. Sérfræðingar
Landhelgisgæslunnar segja mikla
hættu stafa af svona sprengjum
jafnvel þó þær hafi legið í sjó í
tugi ára. - bþh
Gæslan eyddi sprengjum:
Sprengjur í
Bryggjuhverfi