Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 24
24 11. október 2012 FIMMTUDAGUR
Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og
fjögurra ára gömul og er að megin-
inntaki óbreytt þó samþykktar hafi
verið breytingar og viðbætur tutt-
ugu og sjö sinnum. Á líftíma banda-
rísku stjórnarskrárinnar hafa
margvíslegar hremmingar riðið
yfir bandarísku þjóðina – miklar og
stórar kreppur – en stjórnarskráin
er ekki talin hafa valdið þeim.
Íslenska stjórnarskráin er 138 ára
gömul og er að megininntaki óbreytt
þó samþykktar hafi verið viðbætur
og breytingar alls sjö sinnum. Á líf-
tíma íslensku stjórnarskrárinnar
hafa margvíslegar hremmingar
riðið yfir íslensku þjóðina – miklar
og stórar kreppur – en stjórnarskrá-
in er ekki talin hafa valdið þeim.
Samt sem áður getur verið skyn-
samlegt að endurskoða íslensku
stjórnarskrána frá grunni til breyt-
inga – þó það geti vart talist vera
lífsnauðsynlegt. Þjóðfundur og
Stjórnlagaráð hafa unnið vel og
komið fram með margar, góðar hug-
myndir – en aðrar miður góðar. Nú
á að fara að greiða atkvæði um til-
tekna efnisþætti. Og hvað á fólk að
gera?
Þorvaldur Gylfason og fleiri
Stjórnlagaráðsmenn segja, að þeir,
sem segja JÁ við spurningunni um
hvort leggja eigi tillögur Stjórn-
lagaráðs til grundvallar við með-
ferð Alþingis á málinu séu að lýsa
fortakslausum stuðningi sínum við
öll atriðin í tillögum ráðsins og þeim
megi alþingismenn því á engan hátt
breyta. Þá get ég ekki sagt JÁ, því
þó ég sé sammála sumum tillögun-
um er ég ósammála öðrum.
Reimar Pétursson og aðrir
skoðana bræður hans segja að ef
sagt sé NEI við sömu spurningu sé
það höfnun á tillögum Stjórnlaga-
ráðs og þá eigi að leggja tillögurn-
ar til hliðar og ekki taka mark á
þeim meir. Ég get þá ekki heldur
sagt NEI, því þó ég sé ósammála
sumum tillögunum er ég sam-
mála öðrum og vil ekki að mik-
illi og góðri vinnu Þjóðfundarins
og Stjórnlagaráðs verði hent út í
hafsauga.
Ég get því hvorki sagt JÁ né NEI
eins og málið er kynnt fyrir þjóð-
inni og svo mun fleirum farið. Nú
er það svo, að samkvæmt gildandi
stjórnarskrá er stjórnarskrár-
gjafinn Alþingi. Þeim fyrirmæl-
um verður að fylgja. Þarna verð-
ur Alþingi sem sé að kveða upp
sinn dóm. Hver verða viðbrögð
Alþingis við niðurstöðum atkvæða-
greiðslunnar? Telur Alþingi að ef
meirihlutinn segi JÁ við umræddri
spurningu sé Alþingi þar með
óheimilt að hnika til eða breyta
tillögum Stjórnlagaráðs? Telur
Alþingi, að ef meirihlutinn segir
NEI eigi Alþingi ekkert tillit að
taka til tillagna Stjórnlagaráðs-
ins og ekkert mið hafa af tillögum
þess við framhaldsmeðferð máls-
ins?
Ég sé ekki hvernig hægt er að
ganga til atkvæða á forsendum
þeirra Þorvaldar og Reimars. Í
lýðræðislandi má ekki og á ekki
að efna til atkvæðagreiðslu um
mikilvæg mál með jafn mikilli
óvissu um hvað afstaða hvers og
eins raunverulega þýðir. Æðsti
lýðræðisvettvangur þjóðar-
innar er Alþingi. Þaðan verður að
koma leiðsögn um hvernig túlka
ber afstöðu kjósenda í komandi
kosningum og sú leiðsögn verð-
ur að koma áður en gengið er til
kosning anna. Forseti Alþingis er
rödd þjóðþingsins. Hvað segir sú
rödd?
Komandi kosningar
– JÁ eða NEI?
Nú líður að útborgunardegi hjá sauðfjárbændum, þeir upp-
skera laun fyrir áralanga og ára-
tugalanga ræktun sauðfjár. Það
sauðfé býr yfir ákveðnum einkenn-
um og gæðum sem bændur hafa
valið að framleiða og hafa lagt sig
fram til að ná þeim eiginleikum.
Að baki liggja langtímasjónarmið
og ígrundun með það leiðarljós að
afurðirnar skili sauðfjárbóndanum
sem mestum arði svo búið standi
undir sér og helst að það fram-
fleyti fjölskyldunni. Alger óvissa
ríkir nú meðal sauðfjárbænda víða
um norðanvert landið og sú óvissa
er margþætt;
■ Hvert verður innlegg þeirra
í sláturhús; hvað fá bændur út-
borgað á þessu hausti?
■ Hver verða launin sem eru
afrakstur síðastliðins árs og ára?
■ Hvað er framundan?
Gríðarlegt tjón
en enginn veit enn hversu mikið
Sláturtíð lýkur ekki fyrr en seinni
hluta október og þá geta menn ein-
hverja grein gert sér fyrir tjón-
inu sem þeir hafa orðið fyrir, en
langt í frá að allt liggi ljóst fyrir.
Allt vinnuskipulag hefur riðlast
vegna þess gjörningaveðurs sem
gekk yfir landið 10.-11. septem-
ber. Haustverkum er ýtt til hlið-
ar vegna brýnni verkefna; leitar
að búfénaði í kapphlaupi við tím-
ann – og þeim verður sinnt síðar,
þegar færi gefst. Skemmdir urðu á
trjágróðri, korni, grænfóðri, girð-
ingum, jafnvel byggingum og víða
tókst ekki að slá hána. Að ýmsu
öðru þarf að hyggja fyrir vetur-
inn en það hefur allt orðið að víkja
um sinn. Þá er ýmislegt annað sem
bætist þar ofan á, s.s. að vegna
rafmagnsleysis varð matur e.t.v.
ónýtur, hella þurfti niður mjólk
og svo það að bændur urðu fyrir
óvæntum útgjöldum í stórum stíl
vegna leitarstarfa sem staðið hafa
yfir vikum saman. Aukinn mann-
skapur við leitarstörf þarfnast
matar, húsaskjóls og fatnaðar – en
hlífðarfatnaður dugði jafnvel ekki
daginn út. Á vélknúin ökutæki af
ýmsum gerðum þurfti eldsneyti
og reikna má með bilunum og sliti
á tækjum við leitarstörf í erfiðum
aðstæðum. Allt þetta eru óvænt
útgjöld við búsýsluna.
Bændum eðlislægt að taka
hlutunum með jafnaðargeði
Það gjörningaveður sem skall á
svo óvænt og með afleiðingum
sem ekki sér fyrir endann á kall-
ar fram margvísleg viðbrögð og
tilfinningar. Áfallið leggst af mis-
munandi þunga á fólk og mann-
fólkið er misjafnlega í stakk búið
að taka áföllum. Þó má segja að
bændum sé eðlislægt að taka því
sem að höndum ber með jafnaðar-
geði. Þeir þekkja litróf lífsins
harla vel, allt frá því að líf kvikn-
ar og þar til því lýkur, og eru ekki
óvanir að aflífa skepnur þegar
þess er þörf. Þeir hafa ekki lagt í
vana að barma sér þótt illa gangi
og eru ekki að því heldur á þessum
tíma. En það ástand sem nú hefur
skapast reynir á hinn mannlega
mátt, meira en góðu hófi gegnir. Í
húfi er lifandi fénaður sem bænd-
um er kær og að auki leggjast á þá
áhyggjur af fjárhagslegu tjóni og
í mörgum tilfellum stórtjóni. Ekki
má gleyma að huga að börnunum
sem mörg eiga sínar uppáhalds-
skepnur og vegna álagsins hafa
foreldrar ærin verkefni. Þörf er á
varkárni í umræðunni um ástand-
ið því börn skilja oft hlutina öðru-
vísi en hinir fullorðnu, eða mis-
skilja og það getur bakað þeim
óþarfa hræðslu og óöryggi.
Endurreisnarstarf og samhjálp
Íslenska sauðkindin hefur sýnt
alveg ótrúlega seiglu, líklega
meiri seiglu en menn bjuggust við.
Leitarfólk hefur unnið þrekvirki
og ekki má gleyma að nefna þátt
björgunarsveitanna, en hann er
ómetanlegur. Í þessum aðstæðum
hefur komið berlega í ljós hve sam-
takamáttur fólks og samkennd er
mikils virði. Einmitt í slíku and-
rúmslofti ætti að nýta alla jákvæða
krafta til endurreisnar – og af
myndarskap. Á íbúafundinum í
Skjólbrekku kom fram að raflínan í
sveitinni yrði lögð í jörð og því var
spurt hvort ekki væri lag nú, að
leggja ljósleiðara samtímis þannig
að menn í sveitinni sætu við sama
borð og meirihluti landsmanna
hvað nettengingu varðar. Ástæða
er til að skora á alla hlutaðeigandi,
að vinna því máli brautargengi.
Gleymum ekki því að bændur
þurfa á stuðningi okkar að halda nú
næstu vikur og mánuði. Verkefnin
sem bíða þeirra nú eru óþrjótandi
og óvissan mikil um marga þætti
í nánustu framtíð. Eftir því sem
tíminn líður frá óveðursdögunum
og daglegu verkefnin taka við hjá
almenningi, er enn mikilvægara
að við munum eftir þeim. Gerum
það sem í okkar valdi stendur og
verum þeim innan handar og hjálp-
um eftir því sem okkur er unnt.
Lengri útgáfu greinarinnar má
sjá á visir.is
Sýnum bændum stuðning
Ný stjórnarskrá
Sighvatur
Björgvinsson
fv. alþingismaður
Landbúnaður
Hólmfríður S.
Haraldsdóttir
ferðamálafræðingur
Gleymum ekki
því að bændur
þurfa á stuðningi okkar
að halda nú næstu vikur
og mánuði. Verkefnin
sem bíða þeirra nú eru
óþrjótandi og óvissan
mikil um marga þætti í
nánustu framtíð.
Lífeyrissparnaður
með góða ávöxtun
Landsbankinn býður ölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og
er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók
Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin ár.