Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 36
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson. benediktj@365.is. s. 5125411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Metnaður, gæði og ferskleiki eru ein-kunnarorð matreiðslumeistarana á Lava, veitingahúsi Bláa Lónsins. Þar er dekrað við bragðlauka gesta í ein- stöku umhverfi. „Við vinnum allan jólamatinn frá grunni hér í eldhúsinu. Það tryggir hámarksgæði og ferskleika,“ segir Viktor Arnar Andrés- son, yfirmatreiðslumeistari á Lava. Viktor er meðlimur í landsliði íslenskra mat- reiðslumeistara og segir undirbúning jóla- hlaðborðsins vera skemmtilegan. „Því fylgir alltaf mikil stemning að undirbúa hátíðar- réttina.“ Magnús Héðinsson, rekstrarstjóri veitinga sviðs Bláa Lónsins, segir góða þjón- ustu mikilvægan hluta af heildarupplifun gesta. „Þess vegna leggjum við mikla áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Við höfum á að skipa frábærum hópi faglærðs starfsfólks sem býr yfir mikilli reynslu á sínu sviði.“ Magnús segir einkar huggulegt að eiga dásamlega jólastund með fjölskyldu og vinum í Bláa Lóninu. „Þá er skemmtileg upplifun að slaka að- eins á í Bláa Lóninu áður en sest er að borði og notið dýrindis veitinga í ævintýralegu umhverfi.“ Á jólahlaðborðinu freista ljúf fengar sælkerakrásir. Þar má nefna jólasúpu með rjómatoppi, appelsínusíld með reyktum kartöf lum, mini-hreindýra hamborgara með gráðosti, nautapiparsteik, andabringu, kanil crème brûlée og sérrítriff le með makkarónum og ferskum jarðarberjum. „Einstakt náttúrulegt umhverfi, arkitekt- úr, matur og góð þjónusta gera jólahlaðborð í Bláa Lóninu að ógleymanlegri upplifun. Yfir borðhaldinu ómar lifandi djasstónlist Andrésar Þórs Gunnlaugssonar og félaga svo stemningin verður einstök, ljúf og jóla- leg,“ segir Magnús. Jólahlaðborð í Bláa Lóninu hentar vel minni og stærri hópum. Innifalinn er for- drykkur og boðskort í Bláa Lónið sem gild- ir út apríl 2013. Starfsfólk Bláa Lónsins getur aðstoðað við tilboð og bókun á sætaferðum fyrir allar stærðir hópa. Sjá nánar á www.bluelagoon.is. Jólagleði í um- gjörð náttúrunnar Í aðdraganda jóla breytist Bláa Lónið í ævintýraland, umlukið rökkvuðum sjarma náttúrunnar í bjarma blikandi jólaljósa. Innandyra ríkir notalegt andrúmsloft, ylur, djass og angan af freistandi jólakrásum. Jólahlaðborð Bláa Lónsins er enda í heimsklassa og upplifunin ógleymanlega ljúf. Ferskleiki og gæði einkenna unaðslega matseld meistarakokkanna á Lava. Viktor Arnar Andrésson er yfirmatreiðslumaður í Bláa Lóninu og kann að dekra við bragðlaukana. Umgjörð veitingahússins Lava er ævintýraleg eins og sjá má á náttúrunni í kringum Bláa Lónið. Sérðu ekki fyrir þér kátínuna þegar gestirnir sjúga sleikjóstaf sem óvænt rataði í kokkteilana frá jólasveininum? Tartalettur með hangikjöti, brokkólíi, papriku og svörtum ólífum er gómsætt og skemmtilegt útspil á mesta jólamat Íslendinga. Kanilkryddaðar jólamúffur með karamellugljáðum salthnetum æra upp jólaskapið í yndisleik sínum. Hver stenst innbakaðan reyktan lax og rjómaost, sem bráðna í munni í unaðslegri smjördeigsrúllu? Sesamfræin senda gestina í sjöunda himin. Svín með teppi kallast þetta góðgæti sem alltaf slær í gegn. Feitt beikon er gott og við hæfi í kuldum vetrar, vafið utan um kokkteilpylsur og bakað í ofni. Notalegheit heima á aðventunni Jólahlaðborð eru yndisleg heim að sækja en það er líka hægt að gera sér glaðan dag heima í eldhúsi á meðan beðið er eftir jólum. Aðventan er tími töfra, stemningar og samfunda og þarf ekki að kosta aleiguna að hóa í góða vini til að smjatta saman á sögum og jólalegu góðgæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.