Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 38

Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 20124 Þetta er ekkert venjulegt jóla-hlaðborð! Óhefðbundið er okkar þema í matargerð alla daga og við höldum okkur við það, líka í jólahlaðborðinu,“ segir Jó- hannes Steinn Jóhannesson, mat- reiðslumeistari á Slippbarnum á Icelandair hótel Reykjavík Marina. „Hjá okkur er ekkert reykt eða saltað og lítið um rjóma og feit- meti. Það er þó tenging við jólin, á matseðlinum er til dæmis „frómas inn hennar mömmu.“ Við leikum okkur einnig með hefð- bundið hráefni eins og svínabóg og kalkún en matreiðum það ekki eins og fólk er vant. Svínabógur- inn er rifinn og kalkúninn útbú- um við í borgara með rauðkáli, sem er þó ekkert venjulegt rauð- kál.“ Á Slippbarnum er mikið af grænmeti notað í matargerðina og jólahlaðborðið létt og ferskt. Jó- hannes segir tilvalið fyrir þá sem vilja hugsa um heilsuna á aðvent- unni að koma við á Slippbarnum. „Réttirnir verða allir born- ir fram á minni diskum sem við skiptum ört út. Við viljum að allt sé ferskt á borðinu. Fólk labbar ekki út með bjúg héðan. Það þarf heldur ekki að fara beint heim að leggja sig eftir matinn heldur getur það fengið sér kokkteil á barnum,“ segir Jóhannes, en á aðventunni verða nokkrir drykkir á Slipp- barnum í sér stökum jólabúningi. „Við bjóðum til dæmis upp á glögg, sem er að sjálfsögðu ekki venjulegt jólaglögg,“ segir Jóhannes sposkur. „Við munum ekki leika hefð- bundna jólatónlist yfir gestum og jólaskreytingarnar verða í lág- marki. Við verðum vin sem fólk getur leitað í þegar það er búið að versla og versla með jóla tónlistina í eyrunum allan daginn. Þetta verða fyrstu jólin okkar á Slipp- barnum og þau verða mjög huggu- leg. Við hlökkum til og höfum fulla trú á þessu. Fólk borðar svo mikið í desem ber af hefðbundnum jóla- mat. Maður má ekki vera búinn að fá nóg þegar jólin loksins koma.“ Boðið verður upp á jólahlað- borð Slippbarsins á kvöldin dag- ana 16., 17., 23. og 24. nóvember, en eftir 29. nóvember verður hlað- borðið opið bæði í hádeginu og á kvöldin alla daga fram að jólum. www.icelandairhotels.is Nýtt og óhefðbundið jólahlaðborð Slippbarinn á Icelandair hótel Reykjavík Marina bætist við jólahlaðborðsflóru borgarinnar í ár. Þar verður þó ekki hefðbundinn jólamatur á borðum heldur mega gestir eiga von á jólakalkúninum í allt öðrum búningi en venjan er. Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumeistari býður upp á óhefðbundið jólahlaðborð. MYND/PJETUR Marina fiskisúpan okkar vinsæla Smekkfullur pottur af fiski með tómatgrunni, enginn rjómi Charcuterie Allskonar pylsur og skinkur, ostar ýmiskonar, ólífur og sýrt grænmeti Grasker og sætar kartöflur Ofnristað með karamelliseruðum hnetum og appelsínu Lambaróst á brauði Steikt lambalæri á rúgbrauði, heimagert remúlaði, stökkur laukur, sveppir, súrar agúrkur, karsi og piparrót. Rauðrófusalat Salat með geitaosti, valhnetum og rauðrófum Steikt spergilkál Steikt með chilli og sesamfræum Rækjukokkteill 2012 . Rækjur, eldpipar, brauðkruður og sítrónusósa (ekki bleik, sorry…) Eplasalat Hvorki með rjóma né mæjónessu, ferskt og fínt. Kúrbítur og strengjabaunir Bakaður kúrbítur með sítrónu og hvítlauk og stökkar strengjabaunir Andasalatið hans Jóa Andalæri confit, grillaður mais, Manchego ostur og sýrð fennika Rifið og tætt svín Langtímaeldaður svínabógur, sýrt hvítkál og chilli ketchup Kalkúnaborgari Á dökku brauði með rauðkáli trönuberjum og salvíumæjónessu Þorskur Þorskhnakki djúpsteiktur í tempura með tartarsósu slippbarsins Frómasinn hennar mömmu Gamaldags Sjerrí frómas sem allir eru vitlausir í. Draumarúllan Karamella, kókos og kaka Kvöldstund sem bragð er af Jólarokkbandið stígur á stokk í lok borðhalds. Bandið er skipað valinkunnum tónlistar- mönnum, en þar fer fremstur í flokki Ólafur Þórarinsson, eða Labbi í Mánum. Ásamt Labba er trommuleikarinn og heimamaðurinn Páll Sveinsson úr Í svörtum fötum, bassa- leikarinn Jón Örvar Bjarnason úr Landi og sonum og hljómborðsleikarinn Ríkharður Arnar úr Karma. Jólarokkbandið flytur nokkrar þekktar jólaperlur og síðan tekur við hressandi danstónlist og gestir geta stigið dans til kl. eitt eftir miðnætti. Dagsetningar á jólahlaðborð Nóvember: laugardaginn 24. og föstudaginn 30. Desember: laugardagana 1. (uppselt), 8. og 15. Verð fyrir jólahlaðborð er 7.700 kr. á mann. Nú fer í hönd sá árstími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk og hefur jólahlaðborðið á Hótel Örk um árabil verið ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Fáðu jólatilboð fyrir hópinn þinn í gistingu og mat. Bjóðum rútuferðir fyrir hópa (30 eða fleiri) frá Reykjavík og Selfossi, ef óskað er.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.