Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 11.10.2012, Qupperneq 44
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 201210 Eins og undanfarin ár verður hátíðlegt í Viðey á aðvent-unni. Í ár verður jólahátíðin í eynni með örlítið breyttu sniði því nú verður boðið upp á fjögurra rétta jólamatseðil í stað hefðbund- ins jólahlaðborðs. Fyrir einstaklinga og hópa Veislan er í boði bæði fyrir hópa og einstaklinga og er ferjan inni falin í verðinu. „Ef stórir hópar ætla að koma í jólamatinn til okkar er hægt að sníða ferðir ferjunnar eftir þeirra þörfum. Annars eru reglulegar ferðir til og frá eyjunni en það er mikilvægt að taka bát- inn út á réttum tíma til að ná tón- leikunum,“ segir Friðgeir Eiríks- son yfirmatreiðslumeistari. Sigríður Thorlacius syngur Sigríður Thorlacius og Guðmund- ur Óskar sjá um að matur Viðeyjar- stofugesta renni ljúflega niður með fallegum tónum sínum. „Við ætlum að spila fyrir fólk þegar það kemur og svo komum við fram nokkrum sinnum um kvöldið. Þetta verður ekki stanslaus spilamennska undir borðhaldi heldur langar okkur frekar að spila tvö til þrjú lög í einu í nokk- ur skipti,“ segir Sigríður. „Við ætlum að sjálfsögðu að spila jóla tónlist en líka aðra tónlist í bland. Þetta verður hátíð legt en ekki of mikil yf- irgengileg jólabjöllustemmning. Við leggjum áherslu á að hafa ró- legt og kósí sem verður í anda stað- arins og matarins en jólamatseðill- inn er glæsilegur og það verður mik- ill klassi og yfir vegun yfir öllu.“ Hefðbundið og öðruvísi í bland Sigríður hefur sjálf ekki farið oft á jólahlaðborð í gegnum tíðina. „Þessi hefðbundnu jólahlaðborð henta mér ekki. Mér finnst þessi hugmynd með jólamatseðil og að maturinn sé gerður fyrir hvern og einn flott. Þá er þetta bara eins og að fara út að borða og það er meira fyrir mig.“ Spurð um sinn eigin jólamat segir hún að sér finnist gaman að fá eitthvað nýtt og öðruvísi þó að sumt verði að vera í boði í það minnsta einu sinni yfir hátíðirnar, eins og til dæmis hangikjöt og rjúpur. Glæsilegur hátíðaseðill „Við ætlum að hafa þetta þægi- legt og yfirvegað og leyfa fólki að njóta þess að geta setið við upp dekkað borð og fylgst með skemmtuninni í stað þess að hafa hefð bundið jólahlaðborð með röðum og til heyrandi. Við verð- um með hátíðaseðil sem hefst á forrétta diski sem saman stendur af hangikjöti með rjómaosti og græn ertum, hreindý ra terrínu með bláberja-vinaigrette og graf- laxi með hunangs sósu. Svo tekur við milliréttur, bleikja, beikon og sveppir í döðlum með vanillugljáa. Aðalréttur inn er svo brasseraðar kalkúna bringur og purusteik ásamt ofnbökuðu graskeri, marineruðum ávöxtum og kremaðri rauðvínssósu. Í eftirrétt er síðan frosinn vacherin- vanilluís, marens, jarðarberja- ískrap og jólarjómi. Þessi gómsæti jólamatur, ferja og lifandi tónlist er í boði fyrir 10.900 krónur,“ segir Friðgeir. GÓÐ RÁÐ FRÁ JÓLASVEININUM Gott er að huga snemma að jólahlaðborði, hvort sem á að halda það heima eða borða úti. Enda er oft upppantað á veitingahúsum og erfitt að fá borð eftir því sem nær dregur hátíðinni. Þá getur undirbúningur fyrir heimahlaðborð tekið þó nokkurn tíma. Ef mörg börn eru í fjölskyldunni getur verið gott að velja stað sem býður upp á aðstöðu fyrir börn að leika sér, þar sem þau tolla ekki lengi við matarborð. Þannig getur fullorðna fólkið slakað á og notið matarins lengur. Ef um heimaboð er að ræða gæti verið gott að vera með spil tilbúin, hugljúfa jólamynd eða annað skemmtilegt fyrir krakkana að dunda sér við. Margs konar staðir bjóða upp á jólahlaðborð og mismunandi áherslur eru í mat og því gott að kynna sér það sem í boði er. Heimaboðið þarf að ígrunda vel; velja kjöt, búa til síld, eftirrétt, baka kökur og fleira. Það er um að gera að líta á hlaðborðið sem dekur við sjálfan sig og sína nánustu og vanda því til alls þegar að því kemur. HIST Í HEIMAHÚSI Margir vinahópar hafa það fyrir venju að hittast á aðventunni og fara saman á jólahlaðborð. Sumir hafa þann háttinn á að hittast í heimahúsi og borða heimalagaðan mat. Þá er sniðugt að allir komi með einn rétt svo matseldin og undir- búningurinn lendi ekki á einhverjum einum. Hægt er að skipta rétt- unum þannig að sumir komi með forrétti, aðrir aðalrétti og enn aðrir sjá um eftirréttina. Þeir sem eru minna liðtækir í eldhúsinu geta fengið að koma með meðlætið eða auðveldari réttina. Þegar veislan er haldin heima er auðveldara að bregða á leik og hafa hlutina eftir eigin höfði. Margir hafa til dæmis jólagjafaskipti. Þá koma allir með eina litla gjöf sem þeir gefa og fá aðra í staðinn. Þennan leik má útfæra á marga vegu, hægt er að draga um pakkana og svo má jafnvel hafa það leyfilegt að „stela“ pökkum frá hinum. Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar töfra fram fallega tóna í jólaveislu Við- eyjarstofu. Hátíðlegt verður í Viðey á aðventunni en þá verður fjögurra rétta jólamatseðill í boði á Viðeyjarstofu. Lifandi tónlist og róleg stemning Viðeyjarstofa býður upp á fjögurra rétta hátíðamatseðil á aðventunni. Áhersla verður lögð á rólega og yfirvegaða stemmningu og sjá þau Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar um að skemmta gestum með ljúfum og þægilegum tónum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.