Fréttablaðið - 11.10.2012, Page 51

Fréttablaðið - 11.10.2012, Page 51
FIMMTUDAGUR 11. október 2012 31 Um leið og ég fagna áhuga almennings á málaflokki utangarðsfólks tel ég enn fremur mikilvægt, í kjölfar fjölmiðla- umfjöllunar um slakan aðbúnað utangarðsfólks, að greint sé frá þeim umbótum og þeirri auknu þjónustu sem hefur orðið í mála- flokknum í Reykjavík undan farin ár. Árið 2008 var sett fram Stefna Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks 2008-2012. Form- leg stefnumótun í málaflokki utangarðsfólks er nýlunda hér á landi. Við gerð þessarar stefnu var leitað til fagfólks, notenda þjónustunnar (þ.e. utangarðs- fólks) og annarra hagsmunaaðila og málefni sett fram í samræmi við það. Á tímum hagræðingar í opinberum rekstri hefur Reykja- víkurborg hrint í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka lífs- gæði fólks og koma í veg fyrir úti- gang. Starfshópur, skipaður borg- arfulltrúum og fagfólki, vinnur nú að gerð nýrrar stefnu. Helstu verkefni sem sett hafa verið á laggirnar eftir efnahagshrun: ■ Árið 2008 voru tekin í notkun fjögur smáhýsi þar sem allt að átta einstaklingar geta búið. Verkefnastjóri í fullu stöðugildi er íbúum smáhýsa innan hand- ar allan sólarhringinn. ■ Dagsetur Hjálpræðishersins er athvarf sem opið er alla daga vikunnar. Þar er m.a. hreinlætis aðstaða, heit máltíð o.m.fl. Reykjavíkurborg kom að samstarfi vegna Dagseturs árið 2009 með stöðugildi félags- ráðgjafa með aðsetur í Dag- setri. Félagsráðgjafinn sinnir félagsráðgjöf og byggir upp iðju fyrir utangarðsfólk. ■ Haustið 2009 fór skaða- minnkunar úrræðið Frú Ragn- heiður af stað á vegum Rauða krossins. Um er að ræða sér- útbúinn bíl með hjúkrunarfræð- ingum og fleiri sjálfboðaliðum og veitt er nálaskiptiþjónusta ásamt almennri hjúkrun og ráð- gjöf fyrir vímuefnaneytendur. Frá janúar 2011 hefur Dag- setrið verið með nálaskiptiþjón- ustu í samstarfi við Frú Ragn- heiði. ■ Árið 2010 opnaði Reykjavíkur- borg heimili fyrir fimm heimil- islausar konur. Sólarhringsvakt er á heimilinu. ■ Í ársbyrjun 2012 tók Reykja- víkurborg yfir rekstur á stoð- býli fyrir átta tvígreinda karl- menn þ.e. þá sem eru greindir með geðsjúkdóm ásamt áfengis- og vímuefnafíkn. Íbúarnir eiga það sammerkt að hafa verið heimilislausir til langs tíma. ■ Í maí 2012 jók Reykjavíkurborg stuðning sinn við Dagsetur með stöðugildi stuðningsfulltrúa og hálfu stöðugildi félagsráðgjafa. ■ Á vormánuðum 2012 fór af stað tilraunaverkefnið Borgar verðir. Um er að ræða samstarfsverk- efni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Tveir sérfræðingar frá Reykjavíkurborg og einn lögreglumaður aka um borgina á bíl og þjónusta utangarðsfólk með því t.d. að aka því til lækn- is, á meðferðarstofnanir, í viðtöl til félagsráðgjafa, í og úr Dag- setri, Konukoti og í Gistiskýlið o.fl. Allt ofantalið er viðbót við þá þjónustu sem þegar var til stað- ar fyrir efnahagshrun. Þann- ig hefur Reykjavíkurborg rekið frá árinu 2007 heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. Sam- hjálp rekur Gistiskýlið við Þing- holtsstræti samkvæmt samningi við Þjónustu miðstöð Miðborgar og Hlíða (Reykjavíkurborg). Gisti- skýlið getur veitt 20 karlmönnum næturgistingu og hafa félagsráð- gjafar frá Þjónustumiðstöðinni þar vikulega viðveru. Rauði kross- inn rekur Konukot samkvæmt sambærilegum samningi og þar hafa félagsráðgjafar frá Þjónustu- miðstöðinni einnig vikulega við- veru. Konukot er með átta rúm fyrir næturskjól. Systur Móður Theresu bjóða utangarðsfólki (og öðrum) upp á morgunverð fimm daga vikunnar. Auk þessa styrkir borgin rekstur Kaffistofu Sam- hjálpar sem er opin alla daga vikunnar Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er þekkingarstöð um margbreytileika, þar undir fellur málaflokkur utangarðsfólks. Fjöl- mennt sérfræðingateymi fundar þar reglulega um stöðu einstak- linga og málaflokksins í heild. Starfræktur er Samráðshópur um málefni utangarðsfólks. Í Samráðshópnum sitja fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum sem öll sinna þjónustu við utangarðsfólk s.s. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Velferðarsviði Reykjavík- urborgar, Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, Rauða krossinum, Hjálpræðishernum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp, Fangelsis- málastofnun, Geðsviði Land- spítalans o.fl. Samráðshópurinn samanstendur af einstaklingum sem starfa á vettvangi með utan- garðsfólki og hefur þá sérstöðu að geta komið með ábendingar um það sem betur má fara og hefur orðið eins konar málsvari heimilis lausra, t.d. hvað varðar pólitíska stefnumótun. Það er því ljóst að mála- flokkurinn er ekki afskiptur af borgaryfirvöldum né öðrum stofn- unum og félagasamtökum. Mikl- um fjármunum er veitt ár hvert til að viðhalda og auka við þjónustu í málaflokki utangarðsfólks. Mikil- vægt er, þegar verið er að fjalla um málaflokk utangarðsfólks, að fjölmiðlafólk sé meðvitað um hvaða þjónustu hið opinbera og önnur félagasamtök eru að veita til að koma í veg fyrir misskiln- ing og/eða einhliða umfjöllun. Stór hópur sérfræðinga og fagfólks lætur sig málin varða og kapp- kostar við að veita utangarðsfólki góða þjónustu. Enginn dregur í efa neyð þeirra sem ekki eiga sér fast- an samastað og við sem samfélag eigum að láta okkur málefni utan- garðsfólks varða. Við eigum að vinna saman og því er mikilvægt að allar upplýsingar um fyrirliggj- andi þjónustu séu uppi á borðinu. Aukin þjónusta við utangarðsfólk í efnahagshruni Blómsturvellir - Hellissandi Palóma föt og skart - Gridavík Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði Rammagerðin - Akureyri Bláa Lónið - Svartsengi Grindavík Gullauga - Ísafirði Samfélagsmál Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir félagsráðgjafi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.