Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 52
11. október 2012 FIMMTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is 13 ára afmæli LAURA Joyeux anniversaire Við elskum þig! Amma Janine og pabbi þinn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR PÉTURSSON húsasmíðameistari, Dvalarheimilinu Grund, áður Árskógum 8, lést aðfaranótt föstudagsins 5. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. október kl. 11.00. Pétur Einarsson Svanfríður Ingvadóttir Sigríður Björg Einarsdóttir Skúli Jónsson Þórhalli Einarsson Guðný Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, GUÐLAUG ALBERTSDÓTTIR Vogatungu 93, Kópavogi, er látin. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Sveinn Oddgeirsson Katrín Lillý Sveinsdóttir Jón Örn Árnason Oddgeir Már Sveinsson Sigrún Stefanía Jónsdóttir Albert Jón Sveinsson Jónína Hreinsdóttir Guðni Gýjar Albertsson Þórkatla Albertsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN FINNSSON múrarameistari, Laufásvegi 7, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 9. október. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. október kl. 13.00. Sigurður Kristinsson Sesselja G. Sveinsdóttir Magdalena Kristinsdóttir Ingi Björn Albertsson Inga Jóhanna Kristinsdóttir Sveinn Þór Elinbergsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi eiginmaður og afi, JÓN ÁSBJÖRNSSON forstjóri, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 2. október. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ásbjörn Jónsson Hildigunnur Gunnarsdóttir Ásdís Jónsdóttir Árni Rúdolf Rúdolfsson Birgir Jóhannes Jónsson Halla Daníelsdóttir Jón Gunnar, Ásbjörn Daníel og Arndís Ásbjörnsbörn Rudolf Jón og Halla Marta Árnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN RÚNAR GUNNARSSON Sælundi, Bíldudal, lést mánudaginn 8. október á taugadeild Landspítalans í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 13. október klukkan 14.00. Nanna Sjöfn Pétursdóttir Anna Vilborg Rúnarsdóttir Gísli Ægir Ágústsson Lilja Rut Rúnarsdóttir Elfar Steinn Karlsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGVELDUR EINARSDÓTTIR Álfabergi 14, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 9. október. Trausti Sveinbjörnsson Björn Traustason Helga Halldórsdóttir Bjarni Þór Traustason Sigrún Ögn Sigurðardóttir Ólafur Sveinn Traustason Eydís Eyþórsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL INGIMUNDUR AÐALSTEINSSON Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 3. október. Útförin fer fram föstudaginn 12. október kl. 13.00 frá Grafarvogskirkju. Guðrún Hafsteinsdóttir Hafsteinn Pálsson Lára Torfadóttir Bjarnveig Pálsdóttir Björk Pálsdóttir Páll Valdimarsson Hrönn Pálsdóttir Magnús L. Alexíusson Aðalsteinn Pálsson Helga Grímsdóttir Steinþór Pálsson Áslaug Guðjónsdóttir Gunnar Páll Pálsson Ásta Pálsdóttir Snæbjörn Pálsson Þórdís Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn ELEANOR ROOSEVELT (1884-1962) fæddist þennan dag. „Framtíðin er þeirra sem þora að láta sig dreyma og trúa á fegurðina í draumum sínum.“ Bandalag íslenskra skáta fagnar 100 ára afmæli sínu nú í ár og slær í til- efni af því upp Friðarþingi í Hörpu um helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið og miðar það að því að fjarlægja fólk frá þeirri hugsun að tengja þörfina á friði einungis við stríð og miða friðarboðskapinn út frá einstaklingnum. „Þátttakendurnir á þinginu eru mjög ólíkir, allt frá Íslend- ingum og öðrum friðsælum þjóðum og til fólks sem lifir á ófriðarsvæðum og við dagleg átök,“ segir Unnsteinn Jóhannsson skáti og einn skipuleggj- enda Friðarþingsins. Unnsteinn segir mikilvægt að hampa því hversu mikið skátahreyf- ingin vinni að friði í heiminum. „Ég hef til dæmis sungið bræðralagssöng- inn frá unga aldri og þó að hann fjalli um að treysta friðarbönd og bræðra- lag þá hafði ég ekki beint áttað mig á hversu öflug friðarhreyfing við erum, með 40 milljón manns innan- borðs,“ segir hann. Fyrirlestrarnir á þinginu fjalla allir um frið en frá mismunandi sjónarhornum. Tutt- ugu fyrirlesarar munu stíga á stokk og má þar meðal annars nefna Eddu Björgvinsdóttur leikkonu, Pál Óskar Hjálmtýsson tónlistarmann, Herdísi Egilsdóttur, kennara og rithöfund, og íþróttaálfinn Magnús Scheving. Fram- kvæmdastjóri alþjóðabandalagsins er einnig væntanlegur á þingið sem Unn- steinn segir hafa vakið mikla athygli á alþjóðavísu. „Alþjóðabandalagið hefur beðið okkur um að búa til snið að þessu þingi svo ungir skátar í öðrum löndum geti notað það til að fá hugmyndir og leikið það eftir á sinni heimagrund,“ segir hann, en skátahreyfinguna er að finna í öllum löndum heims að undan- skildum Kína og Norður-Kóreu. Hann segir hreyfinguna hérlendis hafa stig- ið fram í blindni hvað varðar uppsetn- ingu á þinginu en að allt hafi gengið vel og þau vonist til að geta haft þetta árlegt héðan í frá. „Að minnsta kosti annað hvert ár,“ segir hann. Forþing stendur nú yfir í Hugmynda- húsinu á Granda og eru þar saman komin 50 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára til að undirbúa helgina. Ung- mennin koma frá átta mismunandi löndum, Palestínu, Búlgaríu, Georgíu, Eistlandi, Lettlandi, Danmörku, Austur ríki og Íslandi, og segir það sig því sjálft að mikil fjölbreytni er í hópnum. „Þau eru að setja saman svo- kallaðan friðarleik sem verður farið í á laugar daginn,“ segir Unnsteinn og bendir á að öllum sé velkomið að koma og taka þátt. „Leikurinn lítur rosalega spennandi út, bæði fyrir börn og full- orðna,“ bætir hann við. Alls konar skemmtilegar vinnu- smiðjur verða einnig í boði í Hörpu um helgina og hluti þeirra fólki algjörlega að kostnaðarlausu. Á fyrirlestrana er hægt að kaupa hvort heldur sem er dagspassa eða helgarpassa og velja svo á milli þeirra viðburða sem heilla mest. „Það er okkar gjöf til lands- manna að bjóða upp á einhverja við- burði frítt, en annars er þetta þing sem enginn sem lætur sig friðarmálefnið varða ætti að láta framhjá sér fara,“ segir Unnsteinn. tinnaros@frettabladid.is FIMMTÍU UNGMENNI FRÁ ÁTTA LÖNDUM: BÚA TIL FRIÐARLEIK Á FORÞINGI Fjölbreytilegt friðarþing í Hörpu FRIÐARLEIKUR Um fimmtíu ungmenni eru nú stödd í Hugmyndahúsinu á forþingi fyrir Friðarþingið. Ungmennin eru á aldrinum 16 til 25 ára og eru frá Palestínu, Búlgaríu, Georgíu, Eistlandi, Lettlandi, Danmörku, Austurríki og Íslandi. Unnsteinn Jóhannsson er meðal skipuleggjenda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þátttakendurnir eru mjög ólíkir. Allt frá friðsælum þjóðum og yfi r í fólk sem lifi r á ófriðarsvæðum og við dag- leg átök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.