Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 60

Fréttablaðið - 11.10.2012, Side 60
11. október 2012 FIMMTUDAGUR40 40tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM tonlist@frettabladid.is Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník. Níunda hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Cat Power, Sun, kom út fyrir skömmu en sex ár eru liðin frá síðustu plötu hennar ein- göngu með nýju efni. Í þetta sinn blandar hún aðal- lega saman sálar- og blústónlist við elektróník. Sjálf hefur Cat Power sagt að daðrið við myrkrið sé minna en áður, í staðinn komi meiri birta, gleði og trú á eigin framtíð eins og nafnið Sun gefur til kynna. Hún samdi, spilaði og tók upp nýju plötuna upp á eigin spýtur. Upptökur stóðu yfir í þrjú ár og fóru fram á fjórum stöðum, þar á meðal í hljóðveri sem hún smíðaði sjálf í borginni Malibu. Iggy Pop hinni eini og sanni kemur við sögu í hinu átta mínútna langa Nothin‘ But Time og í laginu Peace and Love vitnar hún í söngkonuna Ninu Simone, „Peace and love is a famous generation“. Cat Power heitir réttu nafni Charlyn Marie Marshall og fædd- ist í Atlanta í Georgíuríki árið 1972. Tvítug flutti hún til New York-borgar og fjórum árum síðar komu Steve Shelley úr rokksveit- inni Sonic Youth og Tim Foljahn úr Two Dollar Guitar auga á hana á tónleikum. Þeir hvöttu hana til dáða og spiluðu á fyrstu tveimur plötum hennar. Árið 1996 samdi Cat Power við útgáfuna Mata- dor sem gaf út þriðju plötu henn- ar, What Would the Community Think, þar sem Shelley stjórnaði upptökum. Þar hristi hún saman rokki, blús- og þjóðlagatónlist í krassandi kokkteil við góðar und- irtektir gagnrýnenda. Næsta plata, Moon Pix, fékk enn betri viðtökur og vakti mikla athygli á henni hjá indírokkurum. Grönsararnir Dave Grohl og Eddie Vedder voru gest- ir á næstu plötu hennar með nýju efni, You Are Free, ásamt Warren Ellis úr Dirty Three, og á þeirri næstu, The Greatest, var sálar- tónlist áberandi. Cat Power hefur gefið út tvær plötur sem hafa nær eingöngu verið með tökulögum, þá síðustu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið mjög hliðhollir Cat Power og sú er einmitt raunin með Sun. Roll- ing Stone og The Guardian gefa henni fjórar stjörnur og vefurinn Pitchfork 7,9 af 10 mögulegum. Cat Power fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í október og nóvember og eftir það verður förinni heitið til Evrópu. freyr@frettabladid.is Minna myrkur, meiri gleði CAT POWER Níunda plata bandarísku tónlistarkonunnar er nýkomin út. NORDICPHOTOS/GETTY ALL WE CAN BE með Bigga Hilmars er plata vikunnar ★★★ „Biggi úr Ampop með ágæta sólóplötu í ætt við fyrri verk.“ - TJ Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 27. september - 3. október 2012 LAGALISTINN Vikuna 27. september - 3. október 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Retro Stefson ..............................................................Glow 2 Muse .....................................................................Madness 3 Valdimar ......................................................................... Sýn 4 Mumford & Sons ............................................. I Will Wait 5 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál 6 Ragnar Bjarnason / Jón Jónsson ...................... Froðan 7 Magni ..................................................................Augnablik 8 Philip Phillips ............................................................Home 9 Moses Hightower ............................. Sjáum hvað setur 10 Of Monsters and Men .......................Mountain Sound Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn 2 Stuðmenn ......................................................... Astralterta 3 Retro Stefson ..............................................Retro Stefson 4 Of Monsters and Men ............My Head Is an Animal 5 Muse ............................................................. The 2nd Law 6 Biggi Hilmars ............................................All We Can Be 7 Moses Hightower ................................ Önnur Mósebók 8 Sigur Rós ...................................................................Valtari 9 Ojba Rasta .......................................................Ojba Rasta 10 Eivör ............................................................................Room Sun er fyrsta plata Cat Power sem kemst inn á topp tíu á bandaríska Billboard-listanum. Hún náði tíunda sætinu sem er tveimur sætum ofar en sú síðasta, Jukebox, komst. Frakkar hafa verið mjög hrifnir af Cat Power í gegnum árin því báðar þessar plötur hafa náð inn á topp tíu þar í landi. Bretar eiga aftur á móti enn eftir að kveikja fyrir alvöru á tónlistarkonunni og náði Sun til að mynda aðeins 33. sæti á breska listanum. FYRSTA PLATAN SEM KEMST Á TOPP TÍU Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þétt- ari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palaces byrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop- sveitin sem útgáfan gerir samning við. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurn- ar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatis- faction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plöt- unni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár. Feit hiphop-veisla á Airwaves GÓÐAR Stasia Iron og Catherine Harris-White skipa dúettinn THEESatisfaction sem kemur fram á Þýska barnum 1. nóvember. Tame Impala - Lonerism Stuðmenn og Grýlurnar - Astralterta Jóhann Jóhannsson Copenhagen Dreams SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR OG SANNAR SÖGUR FRÁ ÍSLENSKU NEYÐARLÍNUNNI HEFST Í KVÖLD KL. 20.10 NEYÐARLÍNAN TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.