Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 63

Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 63
FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2012 | MENNING | 55 Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirs- son réð breska hljóðversgítarleik- arann Nigel Cuff til að spila inn á nýjustu plötuna sína, Watch the Bird Fly (The Raven). Upptökur fóru fram í hljóðveri Hjartar í Reykjavík og hjá Cuff í Englandi. Sá breski annaðist einnig hljóðblöndun og lokafrágang. Aðspurður segist Hjörtur hafa borg- að Cuff góðan pening fyrir aðstoð- ina. „Ég man ekki hvað ég borgaði honum í heildina. Það voru hundruð þúsunda sem fóru í þetta.“ Samstarf þeirra fór fram í gegnum tölvu, en Cuff er með hljóð- ver í Bournemouth. „Hann er sér- hæfður popp-rokk gítarleikari sem hentaði mér mjög vel. Ég get sjálfur séð um bassaleik og rytmagítar. Svo syng ég líka og er með bakraddir í nokkrum lögum,“ segir Hjörtur, sem segist vel geta hugsað sér að ráða hljóðversspilara í næstu verk- efni sín. Hann gefur plötuna út sjálfur og hafa bæði Cdbaby og Amadeamusic séð um dreifinguna. Einnig er hægt að finna lög af henni á síðunum Soundcloud, Myspace og Youtube. - fb Réð til sín breskan hljóðversgítarleikara Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson borgaði Nigel Cuff góðan pening fyrir aðstoð á nýjustu plötunni sinni. RÉÐ HLJÓÐVERSSPILARA Hjörtur Geirsson réð breskan gítarleikara til að spila inn á plötuna sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eins og svo margar aðrar Holly- wood-stjörnur virðist leikkonan Emma Stone luma á kynlífsmynd- bandi. Crazy, Stupid Love stjarn- an gerði myndbandið meðan hún var enn ung og vitlaus og löngu áður en núverandi kærasti henn- ar, Andrew Garfield, kom til sög- unnar. Segir sagan að mótleikari hennar í myndbandinu eigi þó enn afrit af því. Það hefur ekki lekið út enn þá og vonar Emma að svo haldist. „Emma ber enga virðingu fyrir stjörnum eins og Kim Kardashian og Paris Hilton sem urðu frægar af því þær létu kynlífsmyndband af sér leka á netið,“ lét heimildarmaður náinn henni hafa eftir sér. Lumar á gömlu kynlífsmynd- bandi FYRIR ANDREW Myndbandið var tekið upp fyrir tíma Emmu og Andrew. NORDICPHOTOS/GETTY Taylor Swift ræddi hugmyndina að baki tónlistarmyndbandinu við lagið We Are Never Ever Gett- ing Back Together, en söguþráð- urinn þykir nokkuð óljós. Söng- konan sagðist hafa verið að heiðra „indie“-tónlistarfólk með mynd- bandi sínu. „Veistu þegar maður horfir á „indie“-myndbönd og maður hugsar: „Af hverju eru þau á kafi, á stólum sem eru á hvolfi og af hverju er mynd af fiðrildi mynd- varpað handahófskennt í bak- grunninn?“ Okkur langaði að taka hattinn ofan fyrir þessum handa- hófskenndu „indie“-myndböndum. Af hverju eru skógardýr í mynd- bandinu mínu? Það veit enginn. Af hverju er ég í náttfötum? Það veit enginn. Af hverju er ég allt í einu með gleraugu? Það veit enginn,“ sagði söngkonan í viðtali við New York Times. Handahófs- kennt vídeó HANDAHÓFSKENNT MYNDBAND Taylor Swift segir myndbandið við We Are Never Ever Getting Back Together handahófskennt í anda „indie“-mynd- banda. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.