Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 64

Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 64
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 56 „Þetta er sjálfstætt framhald Ind- jánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynn- ist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi,“ segir Jón Gnarr borgar- stjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningj- ann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikil- vægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sam- bandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er.“ Samsamaði sig sjóræningjum Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik Jóns Gnarr. Bókin fj allar um einelti sem Jón varð fyrir, kynnin við pönkið og fl óttann á Hlemm. VARÐ AÐ GEFA BÓKINA ÚT Sjóræninginn, framhald hinnar skálduðu ævisögu Jóns Gnarr, Indjánans, er komin út. Jón segist hafa orðið að gefa bókina út. Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningj- ans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. „Kápan er mjög persónuleg. Það er mýta að sjóræningjar hafi verið illmenni, þeir voru fólk sem var gjarnan á flótta undan illmennum. Fólk sem hafði gert uppreisn gegn harðræði og miskunnar- leysi þeirra tíma. Það sama á við Hlemm, ímyndin um okkur krakkana sem héngum á Hlemmi var sú að við værum í dópi og stunduðum innbrot. Þetta átti við mjög fáa, flest vorum við mjög góðir krakkar,“ segir Jón og bætir við að titillinn sé því ekki valinn af handahófi heldur útpældur. Útpældur bókartitill „Við erum smá hissa og sömu- leiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út,“ segir söngkonan Sig- ríður Thorlacius, en í dag kemur út breiðskífan, Enter 4, frá hljóm- sveitinni Hjaltalín. Það má segja að ný plata Hjalta- lín komi eins og þruma úr heið- skíru lofti en að sögn Sigríðar var það ekki fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. „Við höfum verið að búa til grunna síðastlið- ið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töld- um okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun,“ segir Sig- ríður, sem einmitt fagnaði afmæl- inu sínu í gær. „Það var mikill eld- móður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tím- arnir sem stúdíóið var laust.“ Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plöt- unnar sem eru á ensku. „Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna,“ segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagn- rýnenda. Hjaltalín hefur verið í spila- pásu undanfarið þar sem meðlim- ir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember. Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heima- síðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic. com. - áp Dembir sér í fl óðið Sigríður Thorlacius er stolt af nýrri plötu Hjaltalín. STOLT OG GLÖÐ Útgáfutónleikar Enter 4 verða 21. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jón var mjög heillaður af ind- jánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengn- ir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og sam- samaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð ungling- ur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjó- ræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í sam félaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna sam- félag. Mér fannst þetta góður tit- ill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfið- leika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningja- vettvangur.“ Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgar- stjóra og listagyðjunni svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf,“ segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgun- blaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí.“ sara@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.