Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 38

Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 38
6 • LÍFIÐ 7. DESEMBER 2012 ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR. STARF: Starfandi stjórnarformaður og stofnandi Sinnum ehf. ALDUR: 44 ára. HJÚSKAPARSTAÐA: Gift. BÖRN: Þrjú sem eru 2, 13 og 22 ára. HVAR SÉRÐU ÞIG EFTIR 10 ÁR? Ham- ingjusama, frjálsa og ómeðvitaða í því að njóta hverrar stundar. Hvar hefur þú verið undanfarið og hvað tekstu á við þessa dagana? Þessa dagana er ég að koma af stað nokkurs konar dvalarheimili þar sem einstaklingar og hjón á öllum aldri geta búið. Þetta er úrræði fyrir fólk sem þarf mikla heimaþjónustu en hefur til dæmis ekki komist inn á dvalar heimili eða vill heldur búa á heimili þar sem er meiri félagsskapur en þegar fólk býr eitt heima. Heimilið er rekið af Sinnum, sem við Ásta Þór- arinsdóttir stofnuðum fyrir um fimm árum, en fram til þessa höfum við að- allega sérhæft okkur í heimaþjónustu auk þess sem við önnumst daglegan rekstur sjúkra hótelsins í Ármúla. Við erum með frábæran starfsmannahóp og eðlilegt næsta skref hjá okkur var að opna Heimilið í Holtsbúð í Garða- bæ þar sem við erum með sextán laus herbergi. Húsnæðið er yndislegt og það er spennandi að skapa þarna hlýlegt og notalegt samfélag fólks á öllum aldri. Fimm ár í uppbyggingu Ég er starfandi stjórnarformaður í Sinnum og er aðallega í að þróa þær nýju þjónustuleiðir sem við bjóðum upp á hverju sinni. Megnið af minni starfsorku undanfarin fimm ár hefur farið í að byggja upp Sinnum og það hefur gengið mjög vel. Við erum nú með um 65 starfsmenn og vöxturinn hefur verið jafn og öruggur frá upp- hafi. Það hefur verið mjög gefandi og lærdómsríkt að vera í fyrirtæki sem helgar sig umönnun og hvers kyns stuðningi við einstaklinga sem eru hjálparþurfi. Eftirminnilegastar eru þó þær stundir þar sem ég hef sjálf verið á vettvangi og fyrstu árin var það reglulegur hluti af mínu starfi að vera sjálf í almennri heimaþjónustu eins og þrifum, liðveislu, hjálpa fólki að taka lyfin sín eða að elda mat í heimahúsum. Forréttindi að eignast börn Athyglisverðast fannst mér að eldra fólk hefur alltaf mestan áhuga á pers- ónulegum högum þeirra sem koma í heimsókn og það spurði mig nánast undantekningalaust hvað ég ætti mörg börn. Þegar ég sagðist þá eiga tvö börn þá kom yfirleitt sama spurn- ingin: „Eru það stelpur eða strákar?“ Ég sagðist þá eiga tvo stráka og þá horfði fólk gjarnan á mig með vorkunn í augunum og sagði: „Æ,æ,æ ... þá mun engin heimsækja þig þegar þú verður gömul.“ Ég vissi vel að margir voru að tala af reynslu þó að auð- vitað sé persónubundið hvort synir eða dætur sinna öldruðum foreldrum. En óháð því var okkur búið að langa í fleiri börn í einhvern tíma því mér finnst ekkert meira gefandi en að eiga góðar stundir með fjölskyld- unni. Við Aðalsteinn vorum svo lán- söm að eignast litla dóttur fyrir rúm- lega tveimur árum. Það eru algjör for- réttindi að fá að upplifa það aftur að eignast barn þegar maður er komin yfir fertugt, en það eru 20 ár á milli elsta og yngsta barnsins. Í raun erum ÁKVAÐ AÐ ÞROSKAST Á NÝJUM VETTVANGI Ásdís Halla Bragadóttir er kraftmikil fjölskyldukona sem leggur sig nú fram við uppbyggingu á dvalarheimili fyrir einstaklinga sem kjósa að láta sér líða vel. Hún ræðir aðventuna, stjórnmál, bróðurmissinn og hennar sýn á lífið og tilveruna. „Bergljót Þorsteinsdóttir tók þessa mynd af okkur. Í fanginu á mér er Lilja (2ja), fyrir ofan mig er Jónas (22ja), svo kemur Bragi (13) og Aðalsteinn,” segir Ásdís spurð um fjölskyldumyndina. Stjórnvöld hefðu númer 1,2 og 3 átt að einblína á að koma í veg fyrir það að efnahags hrunið bitnaði jafn illa á almenningi. Framhald á síðu 8 Pore Refining Solutions Instant Perfecting Makeup Postulínsslétt húð frá og með deginum í dag Það er meira en að segja það Olíulaus farði sem er svo léttur að jafnvel í návígi virðist húð þín hafa postulínsslétta áferð. Húðin verður fíngerðari og áferðarfallegri með degi hverjum. Kaupauki.* Með uppáhalds farðanum eða púðrinu þínu frá Clinique færðu Airbrush Hyljara eða Chubby Stick varagloss í kaupbæti. *Meðan birgðir endast Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.