Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 07.12.2012, Qupperneq 38
6 • LÍFIÐ 7. DESEMBER 2012 ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR. STARF: Starfandi stjórnarformaður og stofnandi Sinnum ehf. ALDUR: 44 ára. HJÚSKAPARSTAÐA: Gift. BÖRN: Þrjú sem eru 2, 13 og 22 ára. HVAR SÉRÐU ÞIG EFTIR 10 ÁR? Ham- ingjusama, frjálsa og ómeðvitaða í því að njóta hverrar stundar. Hvar hefur þú verið undanfarið og hvað tekstu á við þessa dagana? Þessa dagana er ég að koma af stað nokkurs konar dvalarheimili þar sem einstaklingar og hjón á öllum aldri geta búið. Þetta er úrræði fyrir fólk sem þarf mikla heimaþjónustu en hefur til dæmis ekki komist inn á dvalar heimili eða vill heldur búa á heimili þar sem er meiri félagsskapur en þegar fólk býr eitt heima. Heimilið er rekið af Sinnum, sem við Ásta Þór- arinsdóttir stofnuðum fyrir um fimm árum, en fram til þessa höfum við að- allega sérhæft okkur í heimaþjónustu auk þess sem við önnumst daglegan rekstur sjúkra hótelsins í Ármúla. Við erum með frábæran starfsmannahóp og eðlilegt næsta skref hjá okkur var að opna Heimilið í Holtsbúð í Garða- bæ þar sem við erum með sextán laus herbergi. Húsnæðið er yndislegt og það er spennandi að skapa þarna hlýlegt og notalegt samfélag fólks á öllum aldri. Fimm ár í uppbyggingu Ég er starfandi stjórnarformaður í Sinnum og er aðallega í að þróa þær nýju þjónustuleiðir sem við bjóðum upp á hverju sinni. Megnið af minni starfsorku undanfarin fimm ár hefur farið í að byggja upp Sinnum og það hefur gengið mjög vel. Við erum nú með um 65 starfsmenn og vöxturinn hefur verið jafn og öruggur frá upp- hafi. Það hefur verið mjög gefandi og lærdómsríkt að vera í fyrirtæki sem helgar sig umönnun og hvers kyns stuðningi við einstaklinga sem eru hjálparþurfi. Eftirminnilegastar eru þó þær stundir þar sem ég hef sjálf verið á vettvangi og fyrstu árin var það reglulegur hluti af mínu starfi að vera sjálf í almennri heimaþjónustu eins og þrifum, liðveislu, hjálpa fólki að taka lyfin sín eða að elda mat í heimahúsum. Forréttindi að eignast börn Athyglisverðast fannst mér að eldra fólk hefur alltaf mestan áhuga á pers- ónulegum högum þeirra sem koma í heimsókn og það spurði mig nánast undantekningalaust hvað ég ætti mörg börn. Þegar ég sagðist þá eiga tvö börn þá kom yfirleitt sama spurn- ingin: „Eru það stelpur eða strákar?“ Ég sagðist þá eiga tvo stráka og þá horfði fólk gjarnan á mig með vorkunn í augunum og sagði: „Æ,æ,æ ... þá mun engin heimsækja þig þegar þú verður gömul.“ Ég vissi vel að margir voru að tala af reynslu þó að auð- vitað sé persónubundið hvort synir eða dætur sinna öldruðum foreldrum. En óháð því var okkur búið að langa í fleiri börn í einhvern tíma því mér finnst ekkert meira gefandi en að eiga góðar stundir með fjölskyld- unni. Við Aðalsteinn vorum svo lán- söm að eignast litla dóttur fyrir rúm- lega tveimur árum. Það eru algjör for- réttindi að fá að upplifa það aftur að eignast barn þegar maður er komin yfir fertugt, en það eru 20 ár á milli elsta og yngsta barnsins. Í raun erum ÁKVAÐ AÐ ÞROSKAST Á NÝJUM VETTVANGI Ásdís Halla Bragadóttir er kraftmikil fjölskyldukona sem leggur sig nú fram við uppbyggingu á dvalarheimili fyrir einstaklinga sem kjósa að láta sér líða vel. Hún ræðir aðventuna, stjórnmál, bróðurmissinn og hennar sýn á lífið og tilveruna. „Bergljót Þorsteinsdóttir tók þessa mynd af okkur. Í fanginu á mér er Lilja (2ja), fyrir ofan mig er Jónas (22ja), svo kemur Bragi (13) og Aðalsteinn,” segir Ásdís spurð um fjölskyldumyndina. Stjórnvöld hefðu númer 1,2 og 3 átt að einblína á að koma í veg fyrir það að efnahags hrunið bitnaði jafn illa á almenningi. Framhald á síðu 8 Pore Refining Solutions Instant Perfecting Makeup Postulínsslétt húð frá og með deginum í dag Það er meira en að segja það Olíulaus farði sem er svo léttur að jafnvel í návígi virðist húð þín hafa postulínsslétta áferð. Húðin verður fíngerðari og áferðarfallegri með degi hverjum. Kaupauki.* Með uppáhalds farðanum eða púðrinu þínu frá Clinique færðu Airbrush Hyljara eða Chubby Stick varagloss í kaupbæti. *Meðan birgðir endast Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.