Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 4

Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 4
A T A R N A á morgun. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Krónan veikist Krónan hefur haldið áfram að veikjast síðustu vikuna og hefur hún ekki verið jafn veik síðan í lok júní í fyrra. Þessa þróun á síðustu dögum má einna helst rekja til þróunar á gengi krónunnar gagnvart evru, segir Greining Íslands- banka. Í gær kostaði evran um 161,3 krónur. Hefur gengi krónunnar í raun ekki verið jafn veikt gagnvart evru síðan um miðjan maí í fyrra. Um síðustu áramót var evran á rétt rúmar 153 krónur og hefur krónan þar með veikst um 5,0% gagnvart evru frá þeim tíma. Nokkuð flökt hefur verið á gengi punds og dollars gagnvart krónunni en af einstaka myntum hefur íslenska krónan veikst mest gagn- vart sænsku krónunni, eða um 7% frá áramótum. -jh 5,0% læKKUn GenGis KrónU GaGnvart evrU Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem ekki vill gefa úr sér líffæri, myndi líka hafna því að vera líf- færaþegar ef það þyrfti á því að halda. Fjöldi líffæraígræðslna í undirbúningi Eftirspurn eftir líffærum hefur aukist verulega hér á landi. Nýlegir samningar við Sahlgrenska sjúkra- húsið í Gautaborg færa Íslendingum fleiri líffæri en áður.  Heilbrigðismál líffæraflutningar Þ örf fyrir líffæri hefur aukist mikið á undanförnum árum og aldrei áður hafa jafnmargar líffæraígræðslur verið í undirbúningi og nú,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga, sem hefur umsjón með líffæraígræðslustarfsemi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. „Líffærabilun á lokastigi hafa alltaf verið fátíðari á Íslandi en annars staðar í heim- inum en nú hefur líffærabilun aukist mjög hér. Nýrnabilun hefur til dæmis aukist veru- lega og þörfin fyrir nýru fer vaxandi.“ Runólfur segir eftirspurn eftir líffærum eiga sér ýmsar skýringar en lífsstílssjúk- dómar séu að aukast víða um heim. „Það hefur verið minna um sykursýki hér á landi en annars staðar en hún er mikill orsaka- valdur þegar kemur að nýrnabilun. Við höf- um séð hægfara aukningu sykursýki hér á undanförnum árum.“ Hann telur bætta meðferð við öðrum sjúkdómum og lægri dánartíðni sjúklinga sem kljást til dæmis við æðasjúkdóma, gera það að verkum að nýrnabilun verði algengari. Runólfur segir samninga um líffæraíg- ræðslu við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gauta- borg hafa verið stórt framfaraskref. „Nú er liðið ár frá því við hófum samstarf við Gautaborg en áður voru líffæraígræðslur framkvæmdar í Kaupmannahöfn. Biðtím- inn eftir líffærum hefur styst verulega og við höfum aldrei fengið fleiri líffæri en þetta ár frá því við gerðum nýja samninga.“ Runólfur er þeirrar skoðunar að Íslend- ingar ættu að breyta löggjöfinni til sam- ræmis við önnur Norðurlönd þar sem gert er ráð fyrir að fólk sé líffæragjafar nema annað sé sérstaklega tekið fram. „Þrjátíu til fjörutíu prósent af þeim sem gætu verið líf- færagjafar á Íslandi eru það ekki. Aðallega vegna þess að aðstandendur samþykkja það ekki, en um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir. Okkar lög byggjast á því að fólk sé ekki líffæragjafar nema það sé sérstaklega tekið fram. Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem ekki vill gefa úr sér líffæri, myndi líka hafna því að vera líffæraþegar ef það þyrftu á því að halda. Ég tel mikilvægt að hefja al- menningfræðslu um þessi mál.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Úlpuveður Lokaðu kuldabola úti og hleyptu honum ekki aftur inn. NoKKuð áKveðiN N-áTT, allT að 15 m/s NorðausTaNlaNds og Þar éljagaNgur og sKafreNNiNgur. aNNars úrKomu- lausT, eN KalT. Höfuðborgarsvæðið: n 5-8 m/s oG frost 7 til 10 stiG. talsverð vindKælinG. Hæg N-áTT og víða bjarT veður og áfram fremur KalT. úTliT fyrir sNjóKomu vesTaNTil um Kvöldið. Höfuðborgarsvæðið: HæGviðri oG léttsKýjað framan af deGi, en fer að snjóa Undir Kvöld. sNjóKoma og bylur um vesTaNverT laNdið, eN HláNar á eNdaNum. úrKomulausT auTaNTil, eN sTreKKiNgsviNdur og víða sKafreNNiNgur. Höfuðborgarsvæðið: spáð er HrÍðarbyl Um tÍma, en Hlánar sÍðla daGsins. veturinn í hámarki Það er kalt í dag föstudag og víða um 10 stiga frost. jafnframt verður dálítill vindur og vindkæling eftir því. á höfuð- borgarsvæðinu mun vindkælingin í fyrra- málið samsvara um 20-25 stiga frosti! á laugardag er spáð hægviðri og víðast verður úrkomulaust og bjart veður og áfram tals- vert frost um land allt. seint á laugardag eða á sunnudag er síðan að sjá að það komi úrkomusvæði úr vestri með ofanhríð og skafrenningi um landið vestan- vert. Hins vegar er enn talsverð óvissa hvenær veður breytist í þessa veru og eins hversu slæmt það verður í raun. 8 9 12 10 7 5 10 10 13 6 1 2 5 7 3 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður ferðamet í febrúar miðað við tölur frá Ferðamálastofu fóru 22.849 erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mánuðinum sem er fjölmennasti febrúar- mánuður frá upphafi þess tímabils sem Ferða- málastofa hefur haldið úti talningum, og þar með góðar líkur á að sé sá fjölmennasti frá upp- hafi. Á sama tíma í fyrra fóru 20.293 erlendir ferðamenn frá Leifsstöð og hefur þeim því fjölgað um 12,6% milli ára. erlendum ferðamönnum fjölgaði einnig í janúar og var hann hugsanlega fjölmennasti janúar frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar. aukningin í febrúar var mest á ferðamönnum frá norður-ameríku, sem er þriðjungsaukning frá sama mánuði í fyrra. næstmest var aukningin á ferðamönnum frá mið- og suður-evrópu. -jh eignir lífeyrissjóðanna aldrei meiri í krónum Hreinar eignir lífeyrissjóðanna jukust að raungildi um 6,7% í janúar síðastliðnum frá sama tíma í fyrra. námu hreinar eignir þeirra til greiðslu lífeyris ríflega 1.935 milljörðum króna og hafa þær aldrei verið meiri í krónum talið. ef miðað er við nýbirtar tölur Hagstofu um landsframleiðslu samsvöruðu eignir lífeyrissjóðanna í janúarlok 125% af vergri landsfram- leiðslu síðasta árs. Íslenska lífeyrissjóðakerfið er því enn með þeim öflugustu á heimsvísu á þennan mælikvarða, þótt verulega hafi gefið á bátinn undanfarin misseri. Raunávöxtun sjóðanna hefur þó verið talsvert minni en ofangreindar tölur gefa til kynna. Þessum tölum verður að taka með fyrirvara, segir Greining Íslandsbanka, enda eru öll kurl ekki komin til grafar varðandi endanlegt verðmæti tiltekinna eignaflokka í kjölfar bankahrunsins. -jh össur sækir lán til þriggja stórbanka Össur hefur undirritað fimm ára lánasamning við þrjá alþjóðlega banka, ING Bank, Nordea og SEB upp á 231 milljón dollara. lánið skiptist í 120 milljóna dollara lán með jöfnum afborgunum og 111 milljóna dollara lánalínu fyrir rekstur og möguleg fyrirtækjakaup. lánasamningurinn mun lækka vaxtakostnað félagsins miðað við núverandi skuldahlutföll. Áætla má að árlegur vaxtasparnaður gæti numið um tveimur milljónum dollara en nettó vaxtaberandi skuldir félagsins námu um 133 milljónum dollara um síðustu áramót. Kjörin í lánasamningnum teljast góð, að mati Greiningar Íslands- banka. með endurfjármögnuninni hefur Össur tryggt sér alþjóðlegan aðgang að lánsfé sem styrkir samkeppnishæfni og vaxtarmöguleika. Samhliða þessu greiðir Össur upp lán sín gagnvart Arion banka. -jh runólfur segir biðtíma eftir líffærum hafa styst eftir að komið var á nýju samstarfi við sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Lj ós m yn d H ar i 4 fréttir Helgin 11.-13. mars 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.