Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 12
A ð eiga föður sem fæddur var árið 1838, fyrir rúmum 173 árum, og afa sem fæddist á átjándu öld er sérstakt, ef ekki ein- stakt. Þetta átti við um Ástu Þór- björgu Beck Þorvarðsson sem lést 22. febrúar síðastliðinn og var jarð- sett á föstudaginn. „Einhver fann það út á netinu að þetta væri Íslandsmet,“ segir Ríkharð Brynjólfsson, sonur Ástu Þórbjargar og Brynjólfs Þorvarðssonar. Brynj- ólfur lést 1974. Oddur Helgason ætt- fræðingur man ekki dæmi þess að lengra hafi liðið frá fæðingu föður og andláts barns hans. Það sem næst kemst þessu, að því er vitað er, eru Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri og athafnamaður, og María tann- smiður, dóttir hans. Tryggvi fæddist 18. október 1835 en lést 21. október 1917. María fæddist tæpum mánuði eftir andlát Tryggva en hún andaðist 28. apríl 2007. Frá fæðingu Tryggva til andláts Maríu leið því um 171 og hálft ár. Ásta Þórbjörg fæddist 14. septem- ber 1913 og var því á 98. aldursári er hún lést. Faðir hennar, Hans Jakob Beck, fæddist 16. janúar 1838 og lést 29. nóvember 1920. Frá fæðingu hans til andláts hennar liðu því rúmlega 173 ár. Afi Ástu Þórbjargar, Christen Nielsen Beck, fæddist árið 1797. Það má því halda því fram að þessi leggur hafi gengið hægt fram en Ásta átti þrettán hálfsystkin að föðurnum en alsystkin hennar voru sjö. Hún var frá fjögurra ára aldri alin upp af hálfsystur sinni og manni hennar. „Í Íslendingabók Ara fróða er talað um fólk sem man langt aftur og það má segja í þessu samhengi að það geti alveg verið,“ segir Rík- harð en móðir hans var andlega ern fram undir það síðasta. „Það var haft eftir bróður hennar, sem sjálfsagt hefur haft það eftir ömmu, að faðir hennar og afi minn hafi munað eftir Jónasi Hall- grímssyni þegar hann kom á Eskifjörð eftir hina miklu ferð sína um Austurland. Afi hefur verið um það bil fjögurra ára þá. Trúlega hafa menn tekið eftir því á Eskifirði, sem þá var lítið pláss, þegar svo þekktur maður kom þangað. Þetta var honum í barnsminni.“ Ríkharð getur lífshlaups Hans Jakobs, afa síns, í minningargrein um móður sína í Morgunblaðinu síðast- liðinn föstudag, segir það í senn hafa verið langt og viðburðaríkt. Hann hafi átt þrettán börn með fyrri konu sinni en árið 1906 hafi hann beygt um þvert og gifst 23 ára vinnukonu. „Þá hafði hann látið búið í hendur sonar síns og sjálfsagt verið gert ráð fyrir að hann ætti náðuga elli í skjóli hans. Trúlega hefur margt verið sagt og enn fleira hugsað um þetta ráðslag, sem á hvoruga hlið var að frænda ráði,“ segir Ríkharð m.a. í minningar- greininni. Það breytir því hins vegar ekki að afa hans og ömmu varð tíu barna auðið á árabilinu 1907 til 1919 en átta þeirra lifðu. Öll eru þau látin og síðust úr þeirra hópi móðir Ríkharðs, Ásta Þórbjörg, sem átti föður sem var á fermingaraldri þegar Jón Sigurðs- son fór fyrir öðrum á Þjóðfundinum 1851 og 36 ára þegar Kristján IX. Danakonungur afhenti Íslendingum stjórnarskrána, það sæla ár 1874. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Kynslóðir ÁstA Þórbjörg becK ÞorvArðsson vAr jArðsett í liðinni viKu Faðir hennar mundi eftir heimsókn Jón- asar Hallgrímssonar Hún átti föður sem var á fermingaraldri þegar Jón Sigurðsson fór fyrir öðrum á Þjóðfundinum 1851 og vel á fertugsaldri þegar Kristján IX. afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874. Í Íslend- ingabók Ara fróða er talað um fólk sem man langt aftur og það má segja í þessu samhengi að það geti alveg verið. Ásta Þórbjörg Beck Þorvarðsson lést 22. febrúar síðastliðinn, á 98. aldursári. Faðir hennar fæddist árið 1838. Ekki er vitað til þess að lengri tími hafi liðið frá fæðingu föður til andláts barns hans, eða rúm 173 ár. Heimsókn Jón- asar Hallgríms- sonar til Eskifjarðar var föður Ástu Þórbjargar í barnsminni. Kaupi DVD-myndir og söfn.Upplýsingar í síma 8690345 Fylgstu með stærsta og fjölmennasta Reykjavíkurskákmótinu frá upphafi. Á mótinu keppa um 30 stórmeistarar og eru þar á meðal margir af þekktustu og sterkustu skákmönnum heims. Teflt er í Ráðhúsinu og hefjast skákirnar kl. 16:30. Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík MP Reykjavíkur- skákmótið 2011 Í Ráðhúsi Reykjavíkur, 9.-16. mars Taktu þátt í skemmtilegri getraun á staðnum. Þú gætir unnið gjafakort frá MP banka. 12 fréttir Helgin 11.-13. mars 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.