Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 25

Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 25
 Öll fargjöld miðast við fl ug báðar leiðir, skattar og gjöld innifalin. Verð miðast við 9. febrúar 2011 og framboð er takmarkað af lægstu fargjöldum. Ferðatímabil til Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Stafangurs og Tromsø, gegnum Ósló, er 26. apríl – 9. desember 2011. Ferðatímabil til Bangkok, gegnum Kaupmannahöfn, er 26. apríl – 16. júní eða 1. september – 9. desember 2011. Framboð getur verið takmarkað á almennum frídögum. * Borgarkort fylgja ef keypt er fl ug í mars, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar eða Stokkhólms, ferðatímabil 1. apríl til 31. maí, og eru háð takmörkunum. fl ysas.is Ávallt með SAS Engin dulin gjöld 23 kg farangur án endurgjalds Frí vefi nnritun EuroBonus punktar 25% barnaafsláttur Reykjavík Báðar leiðir frá Kaupmannahöfn Kr.  Stokkhólmur Kr.  Ósló Kr.  FJÖLDI LÁGRA FARGJALDA Á SVEIMI. Bókið fyrir 21. mars 2011. Reykjavík Báðar leiðir frá Stafangur Kr.  Tromsø Kr.  Bangkok Kr.  FRÍTT 24 tíma Kaupman nahafnar- eða Stokkhólm sborgarko rt* fl ysas.is/c itycard aðstæður flóttamanna. „Við fórum inn í borg þar sem voru mikil átök og okkur var sagt að væru margir flóttamenn. Við skynjuðum strax að eitthvað lá í loftinu. Á hótel- inu okkar fengum við þau fyrir- mæli að halda okkur innandyra og senda bara einn og einn mann út að kanna aðstæður. Við tókum ekki mark á því og ferðuðumst um til að fá glögga mynd af aðstæðum. Á sjúkrahúsi sem við heimsótt- um fengum við þau skilaboð frá yfirlækni að það væri hættulegt fyrir okkur að vera á staðnum. Við héldum samt áfram ótrauð þar til við fengum símtal frá manni sem kynnti sig sem ofursta í pakist- anska hernum. Hann sagðist ekki vera með fyrirmæli heldur skipun til okkar um að yfirgefa borg- ina. Heyrst hafði í gegnum fjar- skiptabúnað að talibanar væru að undirbúa árás á okkur. Við vissum ekkert hvað til væri í þessu en við gátum auðvitað ekki annað en flúið samstundis.“ Áslaug komst í burtu heil á húfi en segir sjokkið hafa komið eftir á. „Ég gat ekki sagt fjölskyldu minni frá þessu fyrr en eftir að ég kom heim. Þetta var verulega óþægilegt og við fengum það staðfest síðar að það var raunverulega skipulögð árás á okkur. Þetta hafði ég ekki upplifað áður og oft held ég að sendifulltrúar Rauða krossins séu í meiri hættu en þá grunar.“ thora@frettatiminn.is óþægilegt. Þeir nutu þess augljós- lega að geta lokað þessar kerlingar inni í smá stund.“ Börn viðskila við foreldra sína Á meðan Áslaug dvaldi í Írak var óskað eftir því að hún flytti sig til Suður-Líbanons til að meta að- stæður á svæði sem þúsundir Ísra- ela höfðu yfirgefið á svipstundu. Ísraelar höfðu skilið sjúkrahús á svæðinu eftir algjörlega mannlaus og þeim þurfti að koma í gagnið að nýju með heimamönnum. Síðar vann Áslaug í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon og lagði mat á hvernig skynsamlegast yrði að haga aðstoð Rauða krossins á svæðinu. Eftir að Ísraelsmenn fóru út úr landinu opnuðust landamæri Líbanons upp á gátt og önnur hjálparsamtök tóku að streyma að. „Þá dró Rauði krossinn sig út eftir að hafa verið með starfsemi á svæðinu í 22 ár. Það var frábær tilfinning að yfirgefa staðinn og vita að þarna væri ekki þörf fyrir okkur lengur.“ Áslaug hefur einnig farið víða um Afríku, meðal annars til Úganda og Eþíópíu eftir stríðið við Erítreu. Í Eþíópíu vann hún við að sameina fjölskyldur sem höfðu splundrast í stríðinu og fór reglulega að landamærum Erítreu til að sækja börn sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína. „Í öllum átökum verður mikill glundroði og fólk tvístrast af ýmsum ástæðum. Oftast urðu mjög tilfinninga- þrungnir endurfundir þegar fólk hittist á ný eftir langan aðskilnað. Það gat líka verið mjög erfitt og flókið fyrir börn að koma aftur til foreldra sinna eftir að hafa verið fjarri þeim í langan tíma. Stundum vildu þau alls ekki fara aftur til þeirra. Ég man sérstaklega eftir lítilli stelpu sem hafði dvalið hjá frænku sinni í Erítreu í langan tíma. Hún vildi ekki fara yfir landamærin til að hitta mömmu sína því frænkan hafði sagt henni að þar væri ekki til neitt kex. Ég man hvað mamman var fegin að sjá stelpuna sína, faðmaði hana að sér og grét en stelpan virti móður sína ekki viðlits. Það voru líka dæmi um foreldra sem alls ekki gátu tekið við börnum sínum aftur og höfðu ekki tök á að sjá fyrir þeim.“ Í norðurhluta Eþíópíu eru blönduð hjónabönd algeng þar sem fólk er af sitt hvoru þjóðerninu. Eftir stríð Erítreu og Eþíópíu stóðu margir foreldrar frammi fyrir því að þurfa að velja í hvoru landinu eða hjá hvoru foreldrinu væri best að hafa börnin. „Yfirleitt réð það úrslitum hvar börnin ættu mesta möguleika á mat. Ég held nefnilega að allar mæður heimsins elski börn sín jafn heitt en þar sem fátæktin er svona gríðarleg þurfa þær að taka erfiðar ákvarðanir.“ Áslaug er þakklát fyrir að hafa verið í starfi hér á Íslandi þar sem tekið var tillit til þess að hún þyrfti reglulega að rjúka út í heim þegar kallið bærist. „Ég á alveg frábæra fjölskyldu sem styður mig í öllu þótt þau hefðu frekar viljað að ég færi bara í vinnunni á Landspítalanum. Þar hef ég líka frábæra yfirmenn sem hafa veitt mér svigrúm til að ferðast. Að sama skapi vil ég meina að við sem vinnum svona komum með heilmikið til baka til spítalans. Við lærum að hugsa út fyrir boxið og við þorum það.“ Talibanar skipulögðu árás Áslaug segist aðeins einu sinni hafa upplifað raunverulega hættu en það var þegar hún vann í Pak- istan við landamæri Afganistans. Á svæðinu voru fjölmörg talibana- hreiður og mannskæðar sjálfs- morðsárásir voru tíðar. Áslaug var eini heilbrigðisstarfsmaðurinn og jafnframt eina konan í matsteymi sem ferðaðist um svæðið og tók út Áslaug að störfum í Pakistan þaðan sem hún flúði eftir að talibanar skipulögðu árás á senditrúa Rauða krossins. viðtal 25 Helgin 11.-13. mars 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.