Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 36
6 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011
Situr þú uppi með húsfélagið?
Eignaumsjón sér um innheimtu og bókhald
húsfélagsins, sækir um endurgreiðslu virðisaukaskatts
og veitir ráðgjöf þegar vafa- og deilumál koma upp
í húsfélögum. Oft getur skipt sköpum að hafa hlut-
lausan aðila sem engra hagsmuna hefur að gæta. Það
stuðlar að betri og hreinskiptnari samskiptum íbúa.
Við sjáum um húsfélagið þitt.
»
www.eignaumsjon.is
N ú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélög-um þar sem einatt
eru teknar ákvarðanir um
mikilvæg mál og kostnaðar-
samar framkvæmdir. Sam-
kvæmt fjöleignarhúsalögum
gilda ákveðnar reglur um
töku ákvarðana. Ákvörðun
um sameiginleg málefni skal
tekin á húsfundi. Mjög mikil-
vægt er að fundurinn sé boð-
aður og haldinn í samræmi
við fyrirmæli fjöleignarhúsa-
laga. Það eru mörg dæmi um
húsfélög og stjórnarmenn
þeirra, sem hafa orðið fyrir
tjóni og skakkaföllum vegna
mistaka og klúðurs við undir-
búning og framkvæmd hús-
funda.
Skyldur stjórnar
Það er stjórn húsfélags
sem boðar til húsfunda og
ber ábyrgð á því að fundar-
boðun sé lögleg. Sú skylda
hvílir á stjórninni að undir-
búa aðalfundi af kostgæfni,
bæði fundarboðið, tillögur,
skipulag, umgjörð og stjórn
fundarins. Stjórn er heimilt
að fá ráðgjöf og aðstoð sér-
fræðinga við aðalfundi. Oft
er það nauðsynlegt til að rjúfa
sjálfheldu vegna deilna í hús-
félaginu.
Með allt á hreinu
Þótt það virðist ekki vera
mikið vandaverk að halda
húsfundi, sem standast laga-
kröfur og eru bærir til að
taka lögmætar ákvarðanir,
þá reynist það oft þrautin
þyngri. Þess vegna, og til að
mæta brýnni þörf, setti Hús-
eigendafélagið á laggirnar
sérstaka og altæka þjónustu
um allt sem að húsfundum
lýtur. Þeim húsfélögum sem
vilja hafa allt á hreinu í þessu
efni og leita aðstoðar hús-
fundaþjónustunnar fer ört
fjölgandi.
Hér er um að ræða alhliða
húsfundaþjónustu, þ.e. lög-
fræðilega ráðgjöf og aðstoð
við fundarboð og tillögur og
gagnaöflun. Lögmaður með
sérþekkingu annast fundar-
stjórn og ritun fundargerðar
er í höndum laganema. Einn-
ig er séð fyrir fundarhúsnæði
enda brýnt að húsnæði sé við-
unandi og henti til funda.
Öryggisráðstöfun
Þessi þjónusta á að tryggja
lögmæta fundi og að rétt sé
staðið að töku ákvarðana
en á því vill oft verða mis-
brestur með afdrifaríkum
afleiðingum eins og mörg
dæmi sanna. Þessi þjónusta
er því skynsamleg öryggis-
ráðstöfun fyrir alla, bæði eig-
endur og viðsemjendur hús-
félags, banka og verktaka.
Fundur, sem er undirbúinn
og haldinn af þekkingu og
fagmennsku, er ávallt og að
öllu leyti betri, málefnalegri,
markvissari og árangursrík-
ari en fundur þar sem fum og
fúsk ræður.
Lögmæti funda, mikið í
húfi
Á húsfundum, ekki síst aðal-
fundum, eru gjarna teknar
ákvarðanir um dýrar fram-
kvæmdir og ráðstafanir, sem
hafa í för með sér miklar
skuldbindingar fyrir hús-
félög og veruleg fjárútlát,
sem oft nema hundruðum
þúsunda og stundum millj-
ónum fyrir hvern eiganda.
Það er almennt forsenda fyrir
lögmæti ákvörðunar um við-
haldsframkvæmdir og fyrir
greiðsluskyldu eigenda, að
ákvörðunin hafi verið tekin
á fundi sem er rétt og löglega
boðaður og haldinn.
Húsfundaþjónustan
Húsfundaþjónustan felur
í sér ráðgjöf og aðstoð við
undirbúning og boðun hús-
funda og stjórnun funda og
ritun fundargerða. Frá Hús-
eigendafélaginu koma að
hverjum fundi fundarstjóri og
fundarritari. Fundarstjóri er
lögmaður, sem hefur þekk-
ingu, þjálfun og reynslu í
fundahöldum, ásamt þekk-
ingu á sviði fjöleignarhúsa-
mála. Starfsmenn og lög-
fræðingar félagsins, sem eru
sérfróðir í málefnum fjöl-
eignarhúsa, koma einnig að
málum og aðstoða við undir-
búning funda, samningu
fundarboða, ályktana, til-
lagna og samantekt annarra
fundargagna og eru ráðgef-
andi um öll atriði. Þjónustan
hefst með undirbúningsfundi
lögfræðings félagsins með
forsvarsmönnum húsfélags-
ins þar sem farið er yfir fund-
arefnin og málefni húsfélags-
ins og línurnar lagðar.
Einnig sér félagið fyrir
fundaraðstöðu (fundarsal)
og er greitt sérstaklega fyrir
það. Hefur það náð mjög hag-
stæðum samningum við Ása-
trúarfélagið um afnot af fund-
arsal þess að Síðumúla 15.
Hófleg þóknun, félags-
aðild
Fyrir þessa þjónustu er tekin
mjög sanngjörn þóknun sem
miðast við hóflegt tímagjald
og þann tíma sem í verkið fer.
Hér er boðin fram sérþekk-
ing, kunnátta og reynsla og
er gjaldið fyrir þjónustuna
lágt í ljósi þess og einnig
þegar haft er í huga að hún
fyrirbyggir hugsanlegt fjár-
tjón. Það er því mikið hags-
munamál fyrir alla; eigendur,
viðsemjendur, lánastofnanir,
vektaka og aðra að húsfund-
ir séu rétt haldnir þannig
að ákvarðanir þeirra verði
ekki vefengdar síðar með
þeim leiðindum og fjárhags-
legu skakkaföllum sem því
fylgja. Húsfundaþjónustan
er öðrum þræði leiðsögn og
sýnikennsla í að undirbúa og
halda húsfundi og oft geta
húsfélög oft verið sjálfbjarga
til framtíðar í þeim efnum.
Til að fá þessa þjónustu
þurfa húsfélög annaðhvort
að vera í Húseigendafélaginu
eða að ákveðið sé að tillaga
um félagsaðild verði á dag-
skrá viðkomandi húsfundar.
Þeim húsfélögum
sem vilja hafa
allt á hreinu og
leita aðstoðar
húsfundaþjón-
ustunnar fer ört
fjölgandi.
HúSfundir StjórN boðar til húSfuNda og ber ábyrgð á því að boðuN Sé lögleg
Húsfundaþjónusta Húseigendafélagsins
Ákvörðun um sameiginleg málefni skal taka á húsfundi. Húsfundaþjónustan felur í sér ráðgjöf og aðstoð við undirbúning og boðun húsfunda og stjórnun funda og ritun fundargerða.
Á húsfundum, ekki síst aðalfundum, eru gjarna teknar ákvarðanir
um dýrar framkvæmdir og ráðstafanir sem hafa í för með sér miklar
skuldbindingar fyrir húsfélög og veruleg fjárútlát, sem oft nema
hundruðum þúsunda og stundum milljónum fyrir hvern eiganda.
Te
ik
ni
ng
/B
ri
an
P
ilk
in
gt
on