Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 43

Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 43
viðhald húsa 13Helgin 11.-13. mars 2011  Viðhald Fagmenn.is Framsækið fyrir­ tæki iðnaðarmanna Alhliða þjónusta veitt í viðhaldi húsa. a ðalfagmenn ehf. (fagmenn.is) er framsækið fyrirtæki iðnaðarmanna sem leggur áherslu á að veita viðskipta- vinum sínum alhliða þjónustu við viðhald húsa. Fyrirtækið hefur verið starfrækt um nokkurra ára skeið en innan fyrirtækisins starfa iðnmeist- arar og sveinar með áratuga reynslu í viðhaldi húsa. Fyrirtækið er með iðnaðarmenn í öllum helstu iðngreinum. Hvort sem það eru rafvirkjar, múrarar, málarar, smiðir, píparar eða blikkarar sem vantar, leysa Aðalfagmenn málið fyrir viðskiptavini. Hvort sem verkið er innanhúss eða utan, eða hvort eignin er lítill eða stór, geta Fagmenn séð um málið. Fagmenn sjá um smíðavinnu, múrvinnu, málun og jafnvel hönnun, ef því er að skipta. Þarna er öll þjónusta við viðhald húsa á einum stað. Að sögn Jóhanns Einarssonar, framkvæmdastjóra Aðalfagmanna, sparar það töluvert fé og tíma viðskiptavina að hafa alla iðnaðarmenn á sama stað. „Viðskiptavinurinn þarf ekki að leita að iðnaðarmönnum hér og þar og passa að verkið gangi snurðulaust fyrir sig heldur sjá Aðalfagmenn um verkið í heild,“ segir Jóhann. „Hjá fyrirtækinu vinna allir sem ein heild og verkið tekur styttri tíma fyrir vikið. Við spörum sporin fyrir viðskiptavini með þessum hætti,“ bætir hann við. Það er gríðarlegur kostnaður og tími sem fer í það að sam- hæfa störf ólíkra iðnaðarmanna. Með því að skipta við Aðalfagmenn er það vandamál úr sögunni. Fagmenn gera viðskiptavinum tilboð þeim að kostnaðarlausu, það er öll venjuleg tilboð. Þeir gera líka ástandsskoðun á eignum, meta hversu mikil þörf er á viðgerðum og skila skýrslu eftir óskum við- skiptavina. Það getur verið allt frá munnlegri skýrslu til ítarlegrar úttektar. Hjá Fagmönnum er séð um allt varðandi viðhald húsa, bæði hið minsta og hið stærsta. Þeir skipta hvort heldur er um vask eða gera við heilu blokkirnar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.