Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 58

Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 58
Menn gera því skóna að skáldkonan Beate Grimsrud, sem fæddist í Noregi 1963 en hefur búið í Svíþjóð frá tvítugu og skrifar á sænsku, fái verðlaun Norður- landaráðs í ár fyrir skáldsögu sína En Dåre fri en bæði Svíar og Norðmenn til- nefna hana til verðlaunanna. Hún hefur áður verið tilnefnd en Beate starfar jöfn- um höndum sem leikstjóri og rithöfund- ur, skrifar bæði leiktexta, barnabækur og skáldsögur fyrir fullorðna lesendur. Réttur að einni sögu hennar hefur verið keyptur hingað en ekki hefur neitt komið út eftir hana í þýðingum hér á landi. Þá minnast kunnugir þess ekki að nokkurt leikverka hennar hafi verið flutt hér. -pbb Tvítilnefnd  Bókardómur mannlíf við Sund Þorgrímur geStSSon Þ egar Þorgrímur Gestsson tók sam-an nokkur viðtöl við föðurbræður sína fyrir nær tveimur áratugum vissi hann varla til hvers. Föðurfólkið hans hafði sest að á hinu fornfræga höfuð- bóli Laugarnesi í miðju fyrra stríði og örlögin höguðu því svo að fólkið hans var á árunum fram að stríði leiðtogar í hreyf- ingu þeirra sem náðu erfðafestulandi á skikum í landi Reykjavíkur frá Rauðará yfir í land Nauthóls við Kópavog. Þorgrímur smíðaði bók um þessa sögu alla, sögu Laugarness að fornu til þess tíma að jörðin var seld úr eigu land- stjórnar, konungs, til félags borgara og tómthúsmanna í Reykjavík skömmu eftir miðja nítjándu öld, og kom hún fyrst út 1998. Nú er hún prentuð öðru sinni, ekki í stóru upplagi og ættu allir þeir sem þekkja vilja sögu Reykjavíkur að tryggja sér eitt eintak af þeim sjö hundruð sem á prent fóru. Mannlíf við Sund – býlið, byggðin og borgin, Laugarnes og Reykjavík – rekur merkilega sögu. Hér er margt dregið saman: fyrst hvernig veldi ættanna réðu frá fornu fari öllu hér á nesinu og eyj- unum og hvernig þessi byggð, sem hér var af litlum býlum og kotum, var með allt öðru sniði allt þar til Reykjarvík, eins og hún var kölluð upphaflega, náði yfir- höndinni, fyrst og fremst sökum þess hvað stofan í Laugarnesi var illa byggð, svo illa að frekar vildi Geir biskup koma sér fyrir í litla húsinu við Aðalstræti sem nú hýsir Kraum, en að byggja upp stofuna í Laugarnesi. Það tók svo búrana í Reykja- vík nokkra áratugi að rífa niður stofuna í Laugarnesi, spýtu fyrir spýtu og stein fyrir stein. Þorgrímur rekur síðan höfuðdrættina í því hvernig Reykjavík þenst út allt upp að Elliðaám og út fyrir Mela. Grunnurinn að þeirri útþenslu er áratuga löng vesöld bæjarins og ósk þeirra sem fá land til ræktunar og ábúðar uppi á heiðarlönd- unum og byggja sér þar heilsárshús, vitandi sem er að betra er að halda örfáar rollur og eina kú utan við bæinn og sækja þangað daglaunavinnu en að reyna að fá húsnæði í bænum. Bærinn óx í þessa átt vegna lóðaskorts: Heimarnir, Laug- arásvegurinn, byggðin við Bústaði og í Blesugrófinni. Menn byggðu á melum og börðum og ræktuðu þar túnskika í túndr- unni því bærinn bauð ekki upp á húsnæði og örugga afkomu allt frá fyrra stríði og fram yfir það seinna þegar braggarnir björguðu húsnæðiseklunni. Forystumenn Reykjavíkur skorti almennileg úrræði í húsnæðismálum langt fram eftir síðustu öld. Það var raunar verkalýðshreyfingin sem bjargaði þeim frá skömminni. Og hverjir eru það sem leiða þessa byggðaþróun: fátækir menn með örbirgð og andann einan að vopni, útlending- ar, sigldir menn, konur. Landnemar í Laugarnessögu Þorgríms eru raunar ekki margir og víst vildi maður eftir þessa sögu vita meira. Við fengum fyrir bragðið Grasagarðinn, Laugarnar, Strætó, glæsi- legar byggingar fyrir geðsjúka og lima- sjúka, golfvellina fyrstu, íþróttasvæðin, iðnaðarsvæðin þegar höfnin kom og atvinnusvæðin varð að finna rými fyrir frá Kirkjusandi að Vatnagörðum, skeiðvelli og hesthús, gróðrarstöðvar, svínabú, hænsnabú og hitaveitu. Það er ekki lítið. Allt spratt þetta úr landnáminu frá Rauð- ará að Elliðaám. Við misstum líka margt: Saga uppbygg- ingar rifjar upp sögu stórhýsanna sem við létum rífa eða brenna fyrir augum okkar: Glaumbærinn í Viðey, Holds- veikraspítalinn sem Bretarnir brenndu niður, gasstöðin sem var brotin niður fyrir lögreglustöðina við Hlemm, Kveld- úlfsskálinn og byggingar SS fyrir hinar skelfilegu turnbyggingar við Skúlagötu. Við megum hrósa happi að Höfði fékk að standa. Brátt endurreisa menn salthús Th. Thorsteinsson frá Kirkjusandi fyrir neðan gamla vigtarhúsið sem nú hýsir Hamborgarabúlluna. Er nokkur bygging eftir í Reykjavík sem Geir Zoëga reisti utan húsin á Geirstúninu sem hann gaf dætrum sínum? Sjóbúðina tóku menn nið- ur spýtu fyrir spýtu og keyrðu upp í Árbæ en þau tré fóru í önnur hús og verður hún líkast til ekki reist úr þessu öðru sinni. Íslendingar eru barbarar og bera, þrátt fyrir allt sögugasprið og montið um sér- stöðu sína, ekkert skynbragð á söguleg verðmæti í húsum og mannvirkjum: Saga Þorgríms er skelfilegur áfellisdómur um menningarleysið sem hrjáir okkur. En bókin er góð.  mannlíf við Sund – býlið, byggðin og borgin, laugar- nes og reykja- vík. Þorgrímur Gestsson 400 bls. 2010 38 bækur Helgin 11.-13. mars 2011  HryllingSSkáldið ÞúSund Síðna SkáldSaga Kiljuútgáfan af Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur stekkur í efsta sætið á heildarlista Eymundsson. Kiljur setja mikinn svip á listann þessa vikuna, raða sér í fimm efstu sætin. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Nú er tekið að seytla út hvað verður í boði á leiksviðum stóru leikhúsanna á komandi hausti. Hér syðra verður talvert af upphituðum réttum frá þessum vetri, raunar langt síðan leik- húsin hafa haldið jafn mikinn forða. Faust mun koma aftur á svið og Elsku barn, farsinn sömuleiðis og eitthvað af þeim verkefnum sem eru óséð. Hin nýja sýning haustsins á stóra sviðinu verður leikgerð af vinsælli barnasögu – fyrsta hluta hennar, Galdrakarlinum í Oz – sem var síðar snúið í kvikmynd með söngvum. Reyndar lýsti gagnrýnandinn Billington sviðsetningu hennar í London á dögunum sem leikriti með söngvum. Í Þjóðleikhúsinu má gera ráð fyrir djúkbox-leikverki Ólafs Hauks eftir skáldsögu Ólafs Hauks sem frumsýnd verður í vor með völdum dægurlögum frá sjöunda áratugnum. Þá munu Hænuungar Braga snúa aftur. Nýtt verður á fjölunum leikrit sem síðar varð að skáldsögu, hinni rómuðu Hreinsun Sofi Oksanen. Og svo kemur fjórða leikgerðin af Heimsljósi Laxness á svið og er það þriðja leikgerð af skáldsögu eftir hann sem Þjóðleikhúsið setur upp á einu og hálfu ári. Lárus Pálsson vann á sínum tíma leikgerð úr köflum sögunnar fyrir útvarp, Sveinn Einars- son leikgerði Hús skáldsins snemma á níunda áratugnum og fáum árum síðar opnaði Borgarleikhúsið með Ljósi heimsins og Höll sumarlandsins í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Nú ætlar Kjartan að gera eina sýningu úr öllum sögunum fjórum fyrir Þjóðleikhúsið en ýmsir sem til þekkja trúa að úr verði stórsýning í tveimur hlutum. -pbb Fleiri leiknar skáldsögur á sviðin King tekur á Kennedy Reykjarvíkin og nágrannar Þorgrímur Gestsson rekur í bók sinni höfuðdrættina í því hvernig Reykjavík þenst út allt upp að Elliðaám og út fyrir Mela. Saga hans er skelfilegur áfellisdómur um menningarleysið sem hrjáir okkur. Saga upp- byggingar rifjar upp sögu stórhýs- anna sem við létum rífa eða brenna fyrir augum okkar: Glaumbærinn í Viðey, Holdsveikra- spítalinn sem Bretarnir brenndu nið- ur, gasstöðin sem var brotin niður fyrir lög- reglustöðina við Hlemm, Kveldúlfs- skálinn og byggingar SS fyrir hinar skelfilegu turnbygg- ingar við Skúlagötu. kiljur í efStu Sætum Þorgrímur Gestsson rithöfundur. Heitust frétta á vefsíðum síðustu sólarhringa er fréttatilkynning um næstu sögu hryllingsskáldsins mikla, Stephens King, en á miðvikudag var tilkynnt að í vændum væri útgáfa nýrrar sögu eftir kappann. 11/22/63 kallast hún og vísar til þess dags þegar John F. Kennedy var myrtur í Dallas í Texas. Saga Kings er samin í anda margra fantasíusagna: Hetja sögunnar fer aftur í tímann í þeim tilgangi að koma í veg fyrir morðið á Kennedy. Þar leggst King á sömu slóðir og margir aðrir höfundar sem kunnir eru af sams konar sögum og líka í slóð þeirra sem hafa gert sér mat úr þeim atvikum, uppdiktuðum, lognum eða í anda sam- særiskenninga, sem leika sér með morðið á Kennedy í skáldsögum. James Ellroy nýtti atburðinn í American Tabloid, fyrsta hlutann af þríleik, og þá eru ekki allir taldir sem hafa gert sér það að leik að nota morðið alræmda í skáldsagnagerð. Og við þetta tækifæri rifja menn upp sögur sem gera sér mat úr breytum í sögunni: Robert Harris skrifaði Föðurland eins og Þjóðverjar hefðu unnið stríð og þaggað niður útrýmingu gyðinga og allrar andstöðu í Þýska- landi; Philip Roth breytti gangi í sögu Bandaríkjanna á svipaðan hátt í The Plot against America og nýlega kom út stór ópus, Then Everything Changed, eftir Jeff Greenfield, kunnan fréttamann sem leikur sér með afbrigði af nýliðinni sögu. Úgefendur Kings vestan hafs og austan eru í sjö- unda himni með þessa þúsund síðna skáldsögu, og þá einkum að hún er spennandi lestrarefni og gædd ríkulegri vitneskju um bandarískt þjóðlíf á sögutímanum. Bókin kemur í verslanir í haust og ætti salan að ná hámarki hinn 22. 11.11. Beate Grimsrud Veðjað er á að hún fái bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs.Ljósmynd/Henrik Lindal Sofi Oksanen Leikrit hennar, Hreinsun, fer á svið í Þjóð- leikhúsinu í haust. Stephen King lætur hetju sögunnar fara aftur í tímann til að freista þess að koma í veg fyrir morðið á John F. Kennedy. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Kauptún 3 - Garðabær - s: 533 22 00 - www.art2b.is Gallery Art 2b Rýmingarsala á málverkum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.