Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 14

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 14
14 Jú, það var göngustafur. Þeir skoðuðu .hann í krók og kring. Honum hafði verið stungið í skaflinn, og þarna kom hundurinn, hann reyndi að sýna þeim vina hót sín, þótt hann værí svo fannbar- inn að hann gat naúmast hreyft sig. „Við skulum sjá hvað hann víll“. Seppi sneri sór við og rótaði í snjónum. Undir háu barði, sem snjórinn hafði hlaðizt að á alla vegu, lá maður, hann var alhulinn snjó nema andlitið, sem var í skjóli við skaflinn, er var likastur hellismunna i lögun. Þeir tóku manninn upp. Við hlið hans lá brennivínskúturinn, sem við þekkjum svo vel, og rétt við höfðalagið var hálftóm, brotin konjaksflaska. „Það er hann Ingvar frá Barði“, sögðu þeir, hvor við annan, „veslingurinn, hann hefir ætlað að hita sér á konjakinu“. Píltainir urðu hljóðir við. „Hann er vist dáinn", sagði annar, „heldurðu það ekki?“ „Það litur helzt út fyrirþað" sagði hinn „við skulum reyna að koma honum heim“. Svo lögðu þeir á stað. Ferðin gekk hægt og seint og það var koinið undir miðnaétti, er þeir loks námu staðar á hlaðinu í Gerðiskoti- VI. Læknirinn var sóttur. Hann gjörði hverja lífgunartilraunina á fætur annari, loks varð vart við lífsmark með Ingvari, en haun hafði kalið til muna

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.