Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 11

Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 11
— Nokkrum dögum síðar, þegar ég var að þurrka vínglösin, var hurð- inni hrundið upp og inn komu tveir Englendingar, sem voru klæddir eins og þeir væru að fara í veizlu. — Littu bara á, Tommy! Hérna er þá reyndar bar, sem betur fer, sagði annar þeirra. Hvað eigið þér til barmaður sæll? Eg var í slæmu skapi, og mér geðj- aðist illa að því að vera nefndur barmaður. — Nokkrar flöskur af eitri, svar- aði ég, og voðalegt skap. Þeir brostu. — Eg furða mig ekkert á því síð- arnefnda, sagði annar þeirra. Þetta er voðalegur staður. — Því treysti ég mér ekki að neita, ansaði ég. Mætti ég spyrja hvað veldur komu yðar hingað? — Við fengum óveður, svo að skip- stjórinn neyddist til þess að leita hafnar og fá gert við eitthvað, sem bilaði. Við vorum að koma í land til þess að litast um hérna. Eg leit út um glugga og sá stóra lystisnekkju er lá fyrir akkerum í höfninni. — Þér þarfnist víst ekki bar- manns, sagði ég. Ef þér getið eitt- hvað notað mig um borð, þá býð ég hákörlunum byrginn og syndi strax út í skipið. — Því miður getum við ekki fjölg- að fólki um borð, svaraði hann. En komið með vínföngin maður minn. Ég var að leggja nokkrar vínflösk- ur á borðið þegar Jimmy kom inn. Hann gekk hálfa leið ýfir gólfið, en stanzaði þá eins skyndilega og hann hefði orðið fyrir dauðaskoti. í örfáar sekúntur hefði mátt heyra saumnál detta. — Nú! Svo það er hérna, sem þú hefur falið þig, sagði sá af aðkomu- mönnunum, sem oftast hafði haft orðið. Ég býst ekki við því, barmað,- ur, að þér þurfið að hafa meira fyrir okkur. Án fleiri orða gekk hann út — og eftir andartak hélt hinn á eftir. Þeg- ar hann kom á móts við Jimmy hik- aði hann ofurlítið. — Er hún hérna? sagði Jimmy rámraddaður. — Já, svaraði hinn. Hún er úti í snekkju. Við erum þar margt kunn- ingjafólk. Svo fór hann út á eftir félaga sín- um. Jimmy leit út um gluggann og sá þá ganga að báti sínum og halda út í skipið. Svo gekk hann til mín og muldraði: — Skrítin tilviljim, en alveg óþörf. Eg gat ekki annað en dáðst að því hvernig hann tók þessu, þótt ég væri að vísu ekki vel kunnur öllum að- stæðum. Hann fékk sér sinn venju- lega ginskammt og fór síðan til skrifstofu sinnar í birgðahúsinu. OKÖMMU eftir sólsetur, þegar myrkrið var að skella á, kom bátur á fullri ferð frá snekkjunni. Maður nokkur hljóp upp úr bátnum er hann lagði að bryggjunni og linnti ekki sprettinum fyrr en hann var kominn inn í vínstofu mína. Það var lágvaxinn maður, sá sami og HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.