Heimilisritið - 01.03.1943, Page 12
hafði komið fyrr um daginn og ég
áleit vera eiginmann Sylvíu.
— Hvar er hún? hrópaði hann.
Hvaj; er konan mín, hundtyrkinn
þinn?
Eg sá að maðurinn var örvita af
æsingi.
— Verið þér rólegur, sagði ég. Ég
hef ekki hugmynd um konu yðar.
Eg hef ekki einu sinni séð hana.
— Það er þá helvítis falshundur-
inn! öskraði hann. Eg sver, að ég
skal skjóta hann í magann ef hann
hefur vogað sér að fremja slíkt ó-
þokkabragð.
— Reynið þér að hugsa eins og
maður, sagði ég gramur. Ef þér er-
uð að væna Jimmy um —
Eg hætti við setninguna, því Jim-
my stóð í dyrunum.
— Kvikindið þitt! Hundtyrkjalús-
in þín! Hvar er Sylvía?
— Um hvern fjandann ertu að
tala? spurði Jimmy, og rödd hans
var hörð.
— Hún fór í land síðdegis og sagð-
ist ætla að koma aftur eftir klukku-
tíma, sagði hinn. Báturinn fór að
sækja hana að þeim tíma liðnum,
Hún hefur ekki sézt. Það eru
fjórir tímar síðan. Hvar er hún?
Hann miðaði skammbyssu á Jim-
my.
— Fyrir fjórum tímum! Clavering!
Guð hjálpi okkur! Blessaður stingdu
byssunni í vasann. Það er ekki tími
til þess að vera með einhver skrípa-
læti núna.
Hann sneri sér að mér og sagði:
Hefur þú orðið var við Lady Claver-
ing?
— Nei, svaraði ég, og sami óttinn
greip okkur báða.
— Hvað sagðist hún ætla að gera?
spurði hann mann hennar.
— Skoða þorpið, sagði Claver-
ing breyttri röddu. Hann virtist
skyndilega hafa lagt allt sitt traust
á Jimmy.
•— Ef hún er hvergi hérna, sagði
Jimmy, hlýtur hún að hafa gengið
inn fyrir þorpið, og það er orðið
almyrkt eftir fimm mínútur.
— Hvað í dauðanum er hægt að
gera? æpti Clavering. Hvað eigum
við að gera? Við getum ekki látið
hana vera eina í náttmyrkrinu, yf-
irgefna í þessu hryllilega landi! Hún
hlýtur að hafa meitt sig, líklega mis-
stigið sig.
Ofurlitla stund þögðu allir.
Okkur ógnaði þær hættur sem yfír
henni vofðu. Það voru ekki ein-
göngu villidýr og hitabeltisveiki, sem
vofu hættuleg hvítri konu þarna.
Skyndilega kom innfæddur drengur
sem vann hjá Jimmy, þjótandi inn.
Hann hafði hlaupið svo hratt að
hann stóð á öndinni.
— Dagoamir náðu henni, sagði
hann másandi og blásandi.
Okkur brá. Jimmy sagði rólega:
— Pedro Salvas er grunnhygginn
aumingi. Clavering! Farðu út í
snekkjuna og komdu með alla karl-
menn, sem þú hefur yfir að ráða,
velvopnaða í land. Og ef ég er ekki
kominn eftir þrjá tíma, skaltu halda
með lið þitt yfir mýrina að húsi
10
HEIMILISRITIÐ