Heimilisritið - 01.03.1943, Page 14

Heimilisritið - 01.03.1943, Page 14
tíma. Til er það, sem ekki er leyfi- legt að skýra frá. Eg get aðeins sagt yður frá því að hún sagðist elska hann. Þegar dauðastríði Jimmys var lokið og hin einkennilega kaldrana- lega sál hans var lögð upp í hina óþekktu, og síðustu ferð sína, leiddi ég hana af stað. Við töluðum ekki orð saman, og hún virtist vera mjög máttfarin. Það leið ekki á löngu þar til ég var tilneyddur að bera haha. Já, svona vildi það til að ég bar hana á bakinu eins og kart- öflupoka þrjár mílur í niðamyrkri. Þegar við komum í þorpið vorum við umkringd af fjölda manna. Litlu síðar vorum við Clavering einir í vínstofunni. Hann stamaði fram þakklætisorðum en ég greip þurrlega fram í fyrir honum: — Þér þurfið ekki að þakka mér neitt. Þér standið einungis í þakkar- skuld við þann, sem þér kölluðuð falshund — en sem var miklu meiri maður en bæði þér og ég getum nokkumtíma orðið. — Var? sagði hann og starði á mig. — Já, svaraði ég. Hann er dáinn. Hann stóð þögull litla stund, svo tók hann ofan hattinn. — Þér hafið rétt að mæla, sa^ði hann. Hann var mér fremri um flest. |V/IERTON stóð upp og hringdi bjöllunni. — Eg hef aldrei séð hann síðan, sagði hann hugsandi. Og ekki konu hans heldur, fyrr en í kvöld. Og ég hef aldrei haft tækifæri til þess að fylla út í eyður þessarar sögu. Það sem meira er, ég held að ég hafi enga löngun til þess. Þjónninn kom til hans. — Viljið þér gjöra svo vel og gefa mér tvo wisky og sóda — og hafa þá stóra. 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.