Heimilisritið - 01.03.1943, Side 15

Heimilisritið - 01.03.1943, Side 15
SVEFNLEYSI Þeír sem þjásf af svefnleysi aeffu að lesa þessa greín /^AMALL maður var fyrir nokkru fluttur á spítala og skorinn upp við mænusjúkdómi. Eftir uppskurð- inn var hann látinn vera í vel ein- angruðu herbergi, þar sem enginn hávaði truflaði hann. En þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir svaf hann ekki um nætur. Svefnleysi hans gerði hjúkrunarkonumar órólegar. Þær gáfu sjúklingnum því svefnlyf, og þá gat sjúklingurinn sofið. En eft- ir nokkra sólarhringa komu í ljós hættuleg sjúkdómseinkenni. Þegar sjúklingurinn var vakandi, sá hann ofsjónir og var með hálfgerðu óráði. Taugalæknir sjúkrahússins fyrir- skipaði því þegar að hætta skyldi notkun svefnlyfjanna. Það liðu 36 klukkustundir þangað til áhrif svefnlyfjanna vom horfin. En þá varð sjúklingurinn skelkaður. Hann komst að raun um að hann hafði legið í óráði og hann óttaðist að hann yrði geðveikur. — Hvaða vitleysa, sagði tauga- læknirinn. Svefnlyfin hafa veitt yð- ur óþarfan svefn. Þér, sem eruð 68 ára gamall, þurfið mjög lítinn svefn, því að á yðar aldri þurfa menn raun- verulega ekki nema fárra tíma svefn, eða svipað því sem þér hafið sofn- að öðru hvom á daginn. Nú skuluð þér reyna eitthvað á hugann. Lesið til kl. 3 á næturna, ef þér viljið, þér ráðið því alveg sjálfur. Látið yður þarfnast svefns, og þá kemur svefninn af sjálfu sér. — Þetta hefur mér aldrei dottið í hug áður, sagði sjúklingurinn. Þegar læknirinn kom morguninn eftir, hafði sjúklingurin sofið í 7 stundir og þann tíma sem hann dvaldi á sjúkrahúsinu eftir þetta, þjáðist hann ekki af svefnleysi. Það er.staðreynd, að ef svefnleysi steðjar einhvern tíma að, framleng- ist svefnleysið oft eingöngu vegna þess, að sjúklingurinn telur sér trú um að svefnleysið hnekki heilbrigði 'hans; óttinn við það, að geta ekki Jsofið, heldur vöku fyrir honum — ■*og einmitt af því að hann liggur vak- HEIMILISRITIÐ 13

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.