Heimilisritið - 01.03.1943, Side 16

Heimilisritið - 01.03.1943, Side 16
andi, verður hann meira vakandi og órólegur. Þó er mjög vafasamt, hvort nokkur taugaveiklun getur stafað af skorti á svefni. Georg Herbert Palmer, prófessor í heimspeki við Harvardháskólann, er andaðist fyrir 10 árum, 91 árs, var vanur að segja nemendum sín- um frá því, að hann hefði aldrei get- að sofið næturlangt frá því hann varð fullvaxinn. Hann svaf sjaldan lengur en tvo tíma í einu, svo lá hann vakandi einn eða tvo tíma. En hann komst að raun um, að hann hvíldist, ef hann lá hreyfingarlaus í rúminu, án þess að hugsa um nokk- uð alvarlegt mál. Þannig tókst hon- um að sigrast á örvinglun hins svefn- lausa og hóf dagsverk sitt á hverjum morgni, engu hnuggnari en þeir, sem nutu eðlilegs svefns. Georg B. Wilbur skýrir frá því, að reynsla prófessors Palmers hafi orð- ið sér til bjargar, þegar hann var við nám í Harvardháskólanum. — Aðferðin var fljótvirk, segir dr. Wil- bur. Þau óþægindi, sem svefnleysið hafði áður valdið mér hurfu alger- lega. Ógæfan er sú, að maður snýr sér ótal sinnum í rúminu og kvelur sig með áhyggjum yfir því að geta ekki sofið. Það eru þessar áhyggjur, sem kallast svefnleysi. Raunverulega held ég að svefnleysi sé ekki til. Síðustu setninguna er þó rétt að taka með varfærni. Dr. Wilbur held- ur áfram: — Oft á tíðum kemur eft- irfarandi atburður fyrir á sjúkra- húsum: Sjúklingur nokkur kvartar yfir því, að sér hafi ekki komið dúr á auga alla nóttina; hann er þess fullviss, af því hann hefur heyrt klukkuna slá á hverri klukkustund. Sannleikurinn er sá, að hann hefur sofið vel og eðlilega, samkvæmt framburði vökukvennanna. Hann hefur ef til vill verið vakandi í tutt- ugu mínútur, og þessar minútur hafa orðið að allri nóttunni í ímyndun hans. Þessvegna er ég tortrygginn gagnvart svefnleysi. Eg hef líka orð- ið var við menn, sem óttast svefn- inn, af því að þeim er gjarnt til að fá martröð — og svefnleysi þeirra stafar þá af því. C'N þrátt fyrir allt þetta, þá er svefnleysið plága, sem þjáir marga, rýrir starfsþrótt þeirra og lífsgleði. Líklega er það ein sú mesta raun, sem fyrir nokkurn mann kem- ur, enda þótt hann reyni að hafa hemil á hugsunum sínum og vöðva- hreyfingum, þegar hann ’iggur út af. Það er enginn hægðarleikur að víkja frá sér þeim vandamálum, sem ásækja heilann. Þessvegna not- ar einnig stór hópur manna ýms svefnlyf. En notkun svefnlyfja er ákaflega varhugaverð. Það kemur oft fyrir að í stað þess að ró færist yfir sjúkling- inn, komi óróleiki og æsingur, e'.n'/.- um er þetta títt hjá konum. Eun- fremur er það algengt, að þeir sem neyta svefnlj'fja nokkuð að ráði, geta að lokum alls ekki án þeirra verið. 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.