Heimilisritið - 01.03.1943, Page 17

Heimilisritið - 01.03.1943, Page 17
Hvíta drottningin Hitabeltisnóttin breiddi möttul sinn yfir hafið og huldi Lava-He og konuna, sem lá á naktri jörðinni í ríki sínu og grét, grét eins og einungis hvít kona getur grátið, kyrrlátt, ástríðu- laust, vonlaust. \ 7AO drottning, á eyjunni Lava-He v sem liggur eins og safírgreyptur gimsteinn sunnarlega í Kyrrahafinu, stóð á Vululutanganum og horfði á karlmann, með unga stúlku í fang- inu, á flótta eftir hvítum fjörusand- inum undan stórum hóp svartra villimanna. Hún stóð svo hreyfingarlaus að hún hefði eins vel getað verið lík- neski. Fagurskapaður líkami henn- ar, klæddur grænum kjól, gnæfði við suðrænan himinn og rauðgullið hárið myndaði geislabaug um and- litið. En andlitið bar vott um að þetta var ekki andvana líkneski. Rauðar varirnar voru dálítið opnar, nasim- ar titruðu og hin sérkennilegu grá- grænu augu hennar tindruðu af næstum því djöfullegri gleði. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem hún hafið verið vitni að hinum ár- angurslausu tilraunum skipbrots- manna, til þess að flýja þau örlög, sem þeirra biðu í Lava-He. Og í þetta skipti var einnig stúlka með. Það boðaði óstjórnlega svall- veizlu. Eins og örskot þaut maðurinn eft- ir ströndinni. Það glampaði á hina ljósu húð hans í gegnum sundurtætt fötin. En hvíta drottningin, sem fylgdist með hreyfingum hans það- an sem hún stóð, breyttist skyndi- lega, — skelfileg undrun og vakn- andi hræðsla voru skráð í andlits- dráttum hennar. Maðurinn hrasaði og datt, og hundruð villimanna höfðu von bráðar umkringt hann með slík- um óhljóðum, að þau hefðu getað komið blóðinu til þess að storkna í æðum margra. HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.