Heimilisritið - 01.03.1943, Page 18

Heimilisritið - 01.03.1943, Page 18
Andartaki síðar var Bruce Gre- gory hent á grúfu og haldið niðri með ótal sterkum höndum. En óð- ara en varði sló öllu í þögn, þögn, sem hlaut að stafa af virðingu og tilbeiðslu. Umhverfis Bruce köstuðu hinir svörtu líkamar sér til jarðar og lágu kyrrir og þöglir. Skammt frá heyrði hann kven- mannsrödd, rödd sem var djúp og mjúk, en samt með skipunarhljómi. Hann leit upp og skynjaði ósjálfrátt að þama stæði einvaldur eyj- arinnar nærri, siðmenningarlaus drottning, sem hafði vald lífs og dauða í hendi sér. Nokkra metra frá honum horfði Vao á hann yfir hreyfingarlausa líkami þegna sinna. Sólin sindraði í augum hennar og skein á hvíta handleggi hennar og fótleggi, sem kjóllinn skýldi ekki. Tíguleg stóð hún þarna, gerólík öllum hinum innfæddu og starði á Bruce, hvíta manninn, sem var áþreifanleg sýn, uppfylling draums — spádómsræt- ing. Og hann horfði á þetta ævin- týralega furðuverk, konuna, sem hafði til að bera einhverja óguðlega fegurð, eins og væri hún vera stig- in upp úr undirdjúpunum, til þess að eyðileggja og spilla. Djúp kyrrð ríkti andartak í hinu heita lofti, svo fetaði Vao sig hægt nser honum með tignarlegu fasi og honum fannst eins og undarlegur straumur færi um sig allan. .Mikli guð!“ hrópaði hann hásri röddu um leið og hann spratt á fæt- ur. „Þetta er hvít stúlka!“ Hún horfði á hann með hálflok- uðum augum eins og hún væri að reyna að rifja eitthvað upp fyrir sér, svo sagði hún með mjúkri kurr- andi altröddu og talaði mál hinna innfæddu: „Hver ert þú og hvaðan kemur þú, ókunni hvíti maður?“ Margra ára viðburðaríkt líf á eyjum- Kyrrahafsins veitti honum lykilinn að máli hennar. Hann svar- aði henni á sama máli og hún á- varpaði hann; um leið og hann virti hana forvitnislega fyrir sér: „Við tvö, sem biðum skipbrot í óveðrinu í nótt, biðjum miskunnar yðar, drottning!" Hún kinkaði kolli rólega, og í djúpi hinna grágrænu augna henn- ar sáust logar um leið og hún kom til hans og snerti kinnar hans, háls og hendur, svo leit hún á handlegg sinn, sem hvíldi á handlegg hans, og sem var ennþá hvítari en hans. Allt í einu brosti hún til hans, sneri sér svo frá honum og sagði hvasslega: „Make-ci-ia!“ Geysistór negri stóð á fætur og gekk fyrir hana, um leið og hann hneigði sig og beygði. Hún ávarpaði hann með nokkrum orðum, hann kallaði síðan til hinna, sem risu á fætur, og er þeir höfðu heyrt orð svarta jötunsins, lyftu þeir spjótum sínum til himins með ópum og óhljóðum. Vao sneri sér að Bruce. „Þú ert óhultur", sagði hún mildri röddu. „Engann má deyða á 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.