Heimilisritið - 01.03.1943, Page 20
sínum og veldi. Hún benti Dolores
með skipandi hreyfingu að fylgjast
með hinum innfæddu.
Svertingjarnir umkringdu stúlk-
una, sem skildi ekki orð af samtal-
inu og Bruce kallaði til hennar með
bassarödd sinni:
„Vertu ekki hrædd, vina mín. Eg
hef fengið loforð um, að þér verði
ekkert mein gert, og vonandi kom-
umst við héðan áður en langt um
líður. Vertu bara hughraust, elskan
mín!“
Svar hennar sveif á vængjum
hins heita sólþrungna lofts um leið
og hún var leidd á brott.
„Eg er ekki hrædd, Bruce.“
Með miklu fasi sneri Bruce sér
að hinni kynlegu hvítu konu og
sagði ákafur:
„Skiljið þér það, drottning, að ef
eitt hár er skert á höfði þessarar
stúlku, munu guðir Lava-He senda
eldingar reiði sinnar yfir yður og
þér munuð þola ógurlegan dauðdaga
— og allt fólk yðar.“
Hin þróttmikla rödd hans og á-
hrifamikli persónuleiki heillaði
hana meira en hræddi. Hinsvegar
varð' hún óttaslegin af þeim orðum,
sem hann mælti, því að hún var al-
in upp í hjátrú frá blautu bams-
beini og þekkti lítið aðra guði, en
steinguði, sem voru dýrkaðir af ó-
blandinni lotningu og fávíslegum
ótta.
í höfgum augum hennar brá fyr-
ir ótta og fingur hennar krepptust
um eitthvað, sem var hulið í kjól-
fellingunum. Svo sagði hún, og það
mátti greina ofurlitla ræmu í rödd-
inni:
„Eg hef lofað, og Vao drottning á
Lava-He svíkur ekki loforð sín!“
Hún fór allt í einu að brosa —
þessu undarlega töfrandi brosi, sem
virtist vera í ósamræmi við hið ó-
tamda, vilta eðli hennar, — og hún
rétti fram höndina.
„Komdu með mér, ókunni mað-
ur“, sagði hún mildri röddu, „og
segðu mér frá því, sem gerist hinu-
megin við mikla hafið.“
Bruce hikaði andartak. Hann
skildi í hvílíkri hættu hann og
stúlkan, sem hann elskaði, voru
stödd á þessari dularfullu eyju,
sem sennilega var byggð mannæt-
um.
En brátt varð hann þess fullvís,
að ekki var um margar leiðir að
velja og hann tók í hönd hennar og
þau leiddust upp úr fjörunni í gegn-
um þungbúið skógarskrúðið í átt-
ina að höll drottningarinnar.
REMUR dögum síðar, lá Vao
endilöng uppi í fjallshlíðinni
og hafði útsýn yfir hafið. Hún horfði
rannsakandi augnaráði á manninn,
sem sat þar skammt frá henni. Hann
var hvítur eins og hún. Hann hafði
sama litarhátt og mannslíkanið á
fílabeinskrossinum, sem hékk á
brjósti hennar innan undir kjóln-
um. Það hafði hangið þar síðan hún
mundi eftir sér. Og það hafði orðið
orsök í spádómnum, sem hljóðaði
þannig:
„Þú ert drottning og þú átt að
18
HEIMILISRITIÐ