Heimilisritið - 01.03.1943, Side 22

Heimilisritið - 01.03.1943, Side 22
fyrir sér andlit hennar. Hann reyndi að lesa úr hyldýpi augna hennar, en honum fannst eins og blind trú á örlagaspádóminn væri þar eins og óslökkvandi eldhaf. Hann varð að finna einhverja auða vök, þótt ekki væri nema vegna Dolores. „-----Og svo sendi stormguðinn þig til Lava-He — til þess að þú yrðir hjá mér — alltaf — yrðir kon- ungur eyjarinnar og ríktir yfir fólk- inu. Ó, drottnari minn —.“ Hún færði sig til hans og snart handlegg hans. „Allt mitt líf hef ég beðið þín, dáð þig í dagdraumum mínum og notið þín, þegar nóttin hefur svæft mig. — Stóri hvíti mað- ur, þú ert sá, sem átt að taka á þig ok einvaldsins af þreyttu' öxlunum mínum.“ Rödd hennar var dimm og lág, en stillileg, og á bak við hana var einhver ólguniður af alvöru og inni- leik, sem gerði hann órólegan. Hann stóð á fætur, hún einnig. Þau þögðu litla stund, svo sagði hann alvar- legur og einbeittur: „Nei, Vao. Eg get vel trúað því, að á Lava-He verði hvítur konung- ur. En ég er ekki sá, sem þú bíður eftir. Það eru svo margir, margir menn með mínum litarhætti handan við sjóndeildarhringinn. Veldisstóll- inn í Lava-He er ekki handa mér.“ Hún brosti — angurblíðu brosi yfir kjánaskap hans, kom alveg að honum og lagði hendurnar yfir axl- ir hans. „Þegnar mínir hafa kjörið þig og hyllt, drottnari minn“, sagði hún al- úðlega. „Þú hefur þegar unnið hjarta þeirra — og mitt.“ Við snertinguna og hina angur- væru ákefð í rödd henar losnaði hann úr þeim sefjunardróma, sem seiðmagn hennar hafði hrifsað hann í. Snögglega og ósjálfrátt sté hann eitt skref aftur á bak. Hann vísaði á bug óttanum, sem hafði ætlað að lama hann og sagði — ekki byrstur — en með óbifanlegri festu: „Það getur aldrei orðið, Vao. Eg er bundinn annarri konu, annarri köllun í annarri heimsálfu. Eg get aldrei orðið konungur á Lava-He.“ Hann leit beint og einbeittnislega í augu hennar og ætlaði í burtu. Hún greip í handlegg hans og mælti: „Burce Gregory! Áttu við með þessu, að þú viljir ekki eyða ævi- dögum þínum með Vao — drottn- ingu á Lava-He?“ Það var skerpa í rödd hennar, augun tindruðu og andlitið varð skyndilega náfölt. Hann svaraði henni þó þýðlega en ákveðið. „Ást mína á hún, sem þú hefur í fangelsi í borginni, Vao. Hún á hjarta mitt og hug og við munum aldrei að eilífu verða aðskilin. Eg get ekki eytt ævi minni með ann- arri konu.“ Smágerða hendin sleppti hand- legg hans. Hún skildi nú hina óbif- anlegu ákvörðun hans. Hún sá nú, að hún, Vao, drottningin, sem guð- irnir elskuðu, hin volduga, var smáð, ást hennar lítilsvirt, konungs- tign, sem hún bauð, ekki þegin. 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.