Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 23

Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 23
Allt, sem hún gat gefið var afþakk- að af manninum, sem hún hefði með gleði lagt lífið í sölurnar fyrir. Þessi staðreynd lamaði hana — hún sá andlit mannsins í gegnum eldþoku, sem sveið hjarta hennar. Þetta var hrseðilegt, það var næst- um ótrúlegt, en þó sannleikur. Gat Bruce Gregory ekki hafa fundið til sömu tilfinninga og höfðu heltekið hana frá því hún leit hann fyrst augum? Hún horfði í augu honum og sá, að allt sem hann hafði sagt var satt. Varir hennar hvítnuðu og í aug- unum kviknaði eldur, sem gerði hana tryllta, gerði hana að tígris- dýri. Alla ævi hafði hún ákveðið hverjir skyldu líflátast hér á Lava- He. Hún sagði drafandi röddu og horfði á hann: „Þú ert samt sem áður sá, sem guðimir hafa útnefnt og fólkið hef- ur kjörið, til þess að drottna hér og sitja að völdum ásamt mér. Vogar þú þér að brjóta í bág við lög guð- anna?“ „Eg trúi ekki á þina guði, Vao“, sagði hann hreinskilnislega og ró- lega. Hún dró andann djúpt og leit á hann efagjarn. Svo lygndi hún aft- ur augunum og sagði hárri röddu: „Guðirnir geta drepið þig“, sagði hún. Og þegar hún sá að hann brosti, gekk hún nær honum og sagði með samanbitnar tennur í ofsabræði: „Eg get látið drepa þig, Bruce Gregory! Eg get látið þig deyja hryllilegum dauðdaga, hrylli- legri en þér getur til hugar komið. Ef ég aðeins segi eitt orð, munu menn mínir handtaka þig.“ Rödd hennar lækkaði og varð að nístandi hvísli: „Á ég að segja orð- ið?“ f frumstæðu tryllingslegu andliti hennar las Bruce hættuna, hættima, sem yfir honum vofði af hendi konu, sem hafði verið smáð, drottn- ingar, sem mætti mótstöðu. Og vegna Dolores bældi hann niður brennandi löngun sína til þess að þrjózkast og sagði: „Gefðu mér frest, Vao — veittu mér frest þang- að til á morgun.“ ^ Vao gekk eitt skref aftur á bak og úr augum hennar hvarf hinn grimmúðlegi eldur. Hún sagði ró- lega: „Jæja, þangað til á morgun. Sendu Make-ci-ia til mín á morgun og svaraðu með einu einasta orði: Líf — eða dauði.“ Hún horfði ofurlitla stund alúð- lega í augu hans og hann gat ekki litið undan hinum dáleiðandi grá- grænu augum hennar. Svo leit hún niður og gekk hægum skrefum eft- ir flauelsmjúkum grassverðinum í áttina til hallarinnar. Og Bruce Gregory, starði yfir öld- ur úthafsins, sem vögguðust hægt og blíðlega. Hann stóð kyrr stund- arkorn og tautaði með sjálfum sér: „Þangað til á morgun — það þýðir það, að við verðum að komast í burtu héðan í nótt — hvernig sem það má takast.“ HEIMILISRITIÐ 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.