Heimilisritið - 01.03.1943, Side 24

Heimilisritið - 01.03.1943, Side 24
í FÖLU skini mánans lá Lava-He. A Það ríkti þögn, dauðaþögn í heitu næturloftinu. Bruce Gregory skreið varlega út úr kofa sínum, stað- næmdist stutta stund í skugganum og hlustaði: Til vinstri frá kofanum gat hann aðeins grillt í höll drottn- ingarinnar. En hann hvorki heyrði né sá nokk- uð grunsamlegt. Eina hljóðið sem rauf þögnina var niður Amerus- lindanna, lindanna, sem fossuðu og ólguðu eins og þær hefðu löngun til þess að brjóta fjötra sína og flæða yfir Lava-He. Á daginn heyrðist niður lindanna varla, hann hvarf í öðrum hljóðum dagsins, en nú, þegar nóttin ríkti, varð hann sterkari, næstum því ógnandi og Bruce, sem var sárþjáð- ur af taugaáreynslu, fannst eins og loftið titraði, og að vatnsniðurinn segði: „Flýttu þér, flýttu þér, flýttu þér — dauðinn liggur í leyni á Lava-He!“ Það var hrollur í honum, er hann lagði af stað eftir stígnum sem lá til þorpsins. Einu sinni nam hann staðar, því að honum virtist hann greina eitthvert hljóð að baki sér. Hann leit við, en stígurinn teygðist upp brekkuna í tunglsljósinu, og það voru aðeins blöð trjánna, sem dönsuðu draugadans í silfurgliti mánans. Hann hélt áfram og fór í gegnum þorpið, sem var þögult og autt. Eina mannveran, sem hann varð var við, var beiningamaður, sem svaf undir pálmatré og hringaði sig í kuðung eins og hundur. Hann stanzaði ekki fyrr en hann kom þangað, sem Vao hafði kallað bústað kvennanna, en var í raun og veru gamalt og fú- ið fangahús. Þegar hann kom fyrir eitt hom hússins kastaði hann sér eldsnöggt niður á bak við runna. Skammt frá honum stóð hálfsofandi varðmaður. Það var eins 'og hann hefði orðið var við eitthvað, því að hann gekk að húshorninu og það blikaði á spjót og skjöld sem hann bar. Bruce beið eftir færi og þegar maðurinn sneri baki að honum, stökk hann a hann eins og stór köttur og þeir féllu báðir til jarðar. Efv'r fáein augnablik hafði hann keflað mann- inn, bundið rammlega hendur hans og fætur og dregið hann inn í runn- ann. Hann hlustaði ofurlitla stund og leit í kringum sig, en það virtist enginn hafa orðið var við hávað- ann, sem kom við það, þegar þeir ultu um og spjótið slóst við skjöld- inn. Svo fikaði hann sig hljóðlaust að klefanum, þar sem Dolores sat inni • lokuð. Hann lagðist niður og hvísl aði nafn hennar inn undir hurðina. Hún kom að dyrum og hann hvísl- aði hátt: „Gakktu svolítið fjær, ég ætla að brjóta þessa fúadrumba. Við verðum að grípa tækifærið og flýja héðan í nótt!“ Hann kastaði sér á hurðina og eftir iitla stund hafði hann brotið hana upp. Dolores kastaði sér í faðm hans. „Guði sé lof fyrir að þetta hefur 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.