Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 25

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 25
heppnast!“, sagði hann. En við meg- um engan tíma missa. Hérna niður við ströndina er bátur, sem ég hef fyllt með matvælum. Við höfum meiri möguleika til þess að lifa í honum úti á öldum hafsins, en á þessari eyju. Treystu mér!“ Hún leit á hann og tók um háls honum. „Þú veizt að ég treysti þér“, hvísl- aði hún, og án fleiri orðaskipta leiddust þau niður götuna. Og þá — Út úr skugga eins hússins gekk geysistór vera í veg fyrir þau, og miðaði löngu sp.ióti á brjós+ Dolores. Bruce leit í ’Umannlegt glottandi andlit Make-ci-ia. „Eg skal fylgja ykkur“, sagði hann glottandi — „þið fylgið mér — og það án tafar!“ Hann gerði sig líklegan til þess að stinga spjótinu í brjóst stúlkunn- ar. Dolores gat enga mótspymu veitf, jafnvel Bruce, sem var mjög vel að manni, gat ekki staðið hinum innfædda á sporði, bví að honum var kunnugt um hve fílefldur hann var. Nokkrum minútum síðar stóðu þau í aðalsal hallarinnar. Fyrir framan þau stóð Vao og augu henn- ar voru hörkuleg og miskunnarlaus eins og dauðinn sjálfur. Hún stóð þögul stundarkom og starði á hann ofan úr hásæti sínu. Blys, sem voru fest á vegginn, köst- uðu bjarma á hið náföla andlit henn- ar. Á báðar hendur við hana sátu eyjarskeggjar á hækjum sér og til vinstri við vegginn stóð lífvörður hennar, nokkrir samanreknir, há- vaxnir innfæddir menn og biðu í þögulli eftirvæntingu þess, sem verða vildi, hreyfingarlausir eins og líkneski. Það var eins og loftið væri mettað rafstraum — ógn dauða og skelf- ingar hvíldi í brjóstum allra við- staddra. Svo tók Vao til máls, rólega en með rödd, sem lýsti niðurbældri beiskju og ofsa. „Þú — svikari!" Hún sneri sér snarlega að lífverðinum, skirpti af fyrirlitningu og hrópaði í reiði: „Drepið kvenmanninn!“ En með hreyfingu, sem var svo snögg, að ómögulegt var að hindra hana, greip Bruce stúlkuna, skaut henni aftur fyrir sig og hrópaði tryllingslega: „Fyrst verður þú að taka mig af lífi!“ Hann horfði í augu drottningar- innar, og á þessari stundu lýsti augnaráð beggja sömu eðlishvötinni, sama frumstæða eðlinu. Og í sál konunnar vaknaði eitthvað. Hún fann að í augum hans brann sami eldurinn og í hennar, að hann væri reiðubúinn að fóma lífinu . fyrir konuna sem hann elskaði, alveg eins og hún, Vao drottning, gat fómað öllu fyrir hann. Ofurlitla stund gagntók hana sú hugsun, að hún yrði að láta hann fara, því að hann myndi aldrei verða hennar, þó að hún léti drepa stúlkuna. HEIMILISRITIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.