Heimilisritið - 01.03.1943, Side 26
En svo fekk afbrýðisemin yfir-
höndina og grimmdin glóði í myrku
augnaráði hennar.
„Þú vilt berjast fyrir hana —“
sagði hún hægt — „deyja fyrir
hana!“
„Eg vil berjast fyrir hana. — Já.
Hvort eg á að deyja fyrir hana, er á
valdi örlaganna!"
Rödd hans var köld en örugg.
Hann var eins og tígulegt ljón meðal
hinna innfæddu. Hár og þrekvaxinn
stóð hann fyrir framan stúlkuna,
ljósið frá blysunum glitraði í augum
hans svo að brún augu hans urðu
eins og tveir gullmolar.
Ofsaleg þrá heltók hjarta Vao;
einbeitt mótstaða gegn því að missa
þennan mann, vitfirringsleg trú á
því valdi sem hún hefði yfir hon-
um — ef þessi stúlka væri ekki til
fyrirstöðu.
Lítið bros lék um varir hennar,
þegar hún gekk ofan úr hásætinu
til hans.
„Örlög þessarar stúlku eru í þín-
um höndum“, sagði hún með hægð
og bætti svo við, svo lágt að varla
heyrðist:
„Taktu við veldissprota Lava-He
— og henni verður gefið líf. Hafn-
x aðu honum — og hún mun deyja!“
Hún horfði fast í augu hans með
samanbitnar varir, miskunnarlaus
og grimmúðleg: „Hvort á það heldur
að verða, Bruce Gregory? Líf — eða
dauði?“
Bruce hikaði.
„Það myndi aldrei verða þér til
hamingju, Vao“.
„Guðir Lava-He hafa ákveðið, að
þú skulir stjórna", sagði hún í
ákafa. „Að þverskallast við boðum
guðanna þýðir það, að annað hvort
ykkar verður að deyja. Eg hef á-
kveðið að það skuli verða stúlkan“.
Hún þagnaði og beið. Þessari
drambsömu drottningu og siðlausu
konu, fannst eins og blóðið væri
hætt að renna um æðar sér. Bak
við hinn raunverulega ótta sinn við
guðina barðist ástin til þessa manns,
ásamt þeirri afbrýðisemi sem þröngv
aði henni til þess að kvelja hann,
fremur en að láta aðra stúlku fá að
njóta hans.
Fyrir aftan hann hafði Make-si-ia
gripið Dolores áður en varði, en sem
betur fór leið yfir hana um leið.
Bruce starði á Vao. Á þessu augna-
bliki logaði óslökkvandi hatur í
augum hans og afmyndaði fagur-
myndaðan munn hans.
Svo sagði hann með hægð:
„Fyrst hér er ekki nema
um tvennt að velja, þá á ég víst
ekki annars úrkosti en að taka við
völdum á Lava-He,“ sagði hann
kuldalega. „En minnstu þess ávallt
— ást hjarta míns á önnur stúlka
um alla eilífð. Þú færð aðeins ytri
skel þess manns, sem á aðeins þá
einu von, að sá dagur renni upp,
þegar þú hatar hann jafnmikið og
hann hatar þig“.
Orð hans voru hræðileg, þau
komu úr djúpi sálar hans. Á þessari
stund var hann hörkulegur, miskunn
arlausari en hún, og orð hans
brenndu hana eins og glóandi jám
24
HEIMILISRITIÐ