Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 29

Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 29
ALICE M. WILLIAMSON: Framhaldssaga er fjallar um morð, peningakúgun og ást f filmborginni frægu — Hollywood HEIMILISRITIÐ RAFARÞÖGN og annarlegur tóm- leiki grúfði yfir húsinu. Hvorki Paramount, MetroGoldwyn né nokkuð annað kvikmyndafélag Hollywood-borgar hefði getað byggt fegurra sumarhús, með jafn full- komnum húsbúnaði. Húsið, skrúð garðurinn og allir innanstokksmun- imir, bám vott um auðlegð og smekkvísi. Þetta kvöld sást ekkert ljós í gluggum hússins. Öldugjálfur hafs- ins heyrðist álengdar. Silkitjöldin, sem voru fyrir opnum gluggum bærðust í kvöldkulinu. Annars var allt kyrrt og hljótt. Inni var húsið v^izlubúið, án þess gestir, veitendur eða þjónar væru sjáanlegir. Þó hefði mátt greina tvær verur, sem gengu úr einu her- berginu í annað. í silfurbláma sum- artunglsins, sem fyllti húsið þetta kvöld, var ógerlegt að sjá, hverjir þama vom á ferð. Verumar stað- næmdust andartak í borðstofunni og aftur í svefnherberginu. Annar

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.